Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 45
ar á páskum, og við spurðum Magnús, hvort það þyrfti ekki fagþekkingu til að útbúa skreyt- ingar á borð við þá, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum. Ekki vildi hann samþykkja það. Sjálfur lærði hann blóma- skreytingar í Danmörku og Þýskalandi og vann þar og víðar í Evrópu, áður en hann hóf störf hér heima. Hefur Magnús haldið námskeið fyrir almenning, sem hafa notið mikilla vinsælda, og sagðist hann verða var við aukinn áhuga á blómaskreytingum. Við spurðum í fáfræði okkar, hvort það væru ekki aðallega konur, sem vildu læra skreytingar til heimilisnota, en Magnús sagði, að karlmenn væru að vísu í minni hluta, en þeir væru samt fjölmennir á námskeiðum sínum. Magnús ráðleggur fólki að vera ófeimið við að spreyta sig á blómaskreytingum. Blóma- svampurinn (oasis), sem nú fæst í öllum blómabúðum, gerir slíkar skreytingar tiltölulega auðveldar, og svo er bara að beita eigin hugkvæmni og smekkvisi. Ágætt er að hafa í huga að nota ekki alltof mörg blóm eða mikið af þeim, leyfa þeim heldur að njóta sín sem best. Blómasvampurinn er 5-10 minútur að blotna, en hann þarf að vera orðinn gegnblautur, áður en byrjað er að stinga í hann. Og svo má ekki gleyma að halda honum alltaf nægilega blautum. Þegar við höfðum dáðst nægilega að handaverkum Magnúsar og nemenda hans, tókum við okkur til og hringdum í nokkrar blóma- verslanir á höfuðborgarsvæðinu til að kynna okkur verð á blómum og tilheyrandi. Blóma- svampurinn er seldur i mismun- andi stærðum, en okkur reiknast svo til, að það magn, sem þarf í meðalstóra skreytingu, kosti u.þ.b. 200 krónur, svo ekki ætti sú upphæð að fæla menn frá að reyna. Hins vegar kom okkur á óvart, hve verðið var misjafnt á blómunum sjálfum. Túlípanar kostuðu t.d. frá 300 og upp í 530 kr. stykkið, í tveimur búðum kostuðu páskaliljur og túlípanar 450 kr. stk., i einni var verðið 480 kr. stk., en lægst var nefnd talan 300, og hæsta verðið var 530 kr. stk., eins og fyrr segir. íris, sem er mikið notaður í skreytingar og páskavendi, kostaði frá 500 og upp í 630 kr. stk. Auk þess buðu flestar blómabúðir upp á vendi, sem lækkar verðið á hverju blómi fyrir sig. En af þessari litlu markaðs- könnun okkar má draga þann Sannkölluð páskaskreyting, mastmagnis úr tvöföldum túHpönum og páskaliljum og fyllt upp með þurrkuöum stráum i fallogum litatónum. Við hliðina á blómaskreytingunni er Htil karfa með vinberjaklasa og hænuungum, sem eru vitanlega ómissandi i páskaskreytínguna. lærdóm, að það geti borgað sig að leita fyrir sér í búðunum. Hafa ber í huga, að þessar línur eru skrifaðar fyrst í mars, og er hugsanlegt, að blómaverð hafi breyst eitthvað, þegar þetta er lesið. K.H. VÁN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI 14. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.