Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 52

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 52
STJÖRMSPÁ llniliirinn 20.>riI \;uili<> 2l.;ipril 2l.ni;ii T\ihur;irnir 22.inai 2l.júni Það væri æskilegt að þú gæfir þér tíma til þess að öðlast betra yfirlit yfir afkomuna og ekki er ósennilegt að það hafi nokkuð afgerandi áhrif á lífsviðhorfin. Óvæntar fréttir berast og þú veist hreinlega ekki hvort þú átt að hryggjast eða gleðjast. Veittu nánum vini umbeðna aðstoð því að i hans tilviki er sannar- lega þörf. Erfitt vandamál sem þú hefur glímt við að undanförnu leysist á undraverðan máta og þú átt í miklum erfið- leikum við að gera þér grein fyrir hvað liggur þar að baki. hr;'l>hinii 22.Jlini JJ. jiili l. jonió 24. jti11 24. :íijú»l Lífsleiði hefur náð tökum á þér og satt að segja gerir þú litið til að ráð bót þar á. Breyttu til og gerðu eitthvað sem þú hefur lengi hugsað um en fckki framkvæmt. Þú hefur lengi haft í huga að breyta lífs- venjum þínum og nú er rétti timinn til þess. Mundu þó að það eru aðrir líka sem taka þarf tillit til i þeim fram- kvæmdum. Kunningi þinn hefur sagt þér rækilega til syndanna og þú gerir allt til að verða honum til tjóns. Líttu í eigin barm, þvi í rauninni áttu þetta fyllilega skilið. Gamlar minningar brjótast um í þér og ein- hverra hluta vegna eru þær þér ekki að skapi og þó sérstaklega einhver ákveðinn atburður, sem kemur illa við þig. Gleymdu ekki sjúkum ættingja, sem þarfnast aðstoðar og sýndu þínum nánustu meiri áhuga og ástúð. Vertu sem mest heima hjá þér og reyndu að styrkja fjölskylduböndin sem mest. Itoitmuúiirinii 24. nó\. 2l.úcs. Það er eitthvað skemmtilegt á döfinni, sem þú hlakkar mikið til að gerist. Varastu þó of mikla bjartsýni, svo vonbrigðin verði ekki of mikil ef illa fer í þvi efni. Þú hefur orðið fyrir miður jákvæðum áhrif- um af kunningja þínum og er það síður en svo til bóta. Þú ættir að íhuga vel alla atburði og taka síðan sjálfstæðar ákvarðanir án tafar. Valnshcrinn 2l.j;in. I*>. fchi. Varastu að hugsa svo mjög um öll aukaatriði að þú sjáir ekki það sem raunverulega skiptir máli, því skap þitt er viðkvæmt um þessar mundir og dómgreindin fremur tæp. hiskarnir 20.fchr. 20.mars Hafðu ekki allan hugann við eigin vandamál og gættu þín á að láta ekki lífsgæðakapphlaup ná tökum á þér. Allir hlutir hafa sinn gang og þú getur í raun litlu breytt. — Ég vona það. Hann sneri höfðinu hægt til dyra. — Situr einhver við dyrnar? — Já, vopnaður lögregluþjónn. — Hingað kemst þá enginn inn án þess að fara framhjá honum? — Hann krefst skilríkja. — Eru fleiri lögregluþjónar frammi? Hún hikaði, það virtist ekki koma honum á óvart þó vopnaður vörður gætti hans. Hún svaraði svolítið háðsk- um róm: — Það er eins og helmingurinn af lögregluliði Stokkhólms sé samankom- inn hér uppfrá. Þeir þora greinilega ekki að taka neina áhættu ef þér kæmi til hugar að strjúka á ný. — Þú skilur ekkert, tautaði hann. En áður en hann lokaði augunum aftur sá hún óttann i augum hans, ekki sársauka heldur ótta. Augnaráðið fylgdi henni á stofugang- inum. Þessi skelfdu augu létu hana ekki í friði. Um ellefuleytið drakk hún te og fékk sér brauðsneið í kaffistofunni. Nóttin virtist ætla að verða róleg. Annars var næturvakt á skurðdeild alltaf óútreikn- anleg. Oft tókst henni varla að blunda nema stund og stund en stundum fékk hún sjö tíma svefn. Birtan í kaffistofunni var óþægileg. Hún hafði litla lyst og í henni var einhver óhugur. Það lá við að hún óskaði þess að Mads skyti upp koll- inum. Og þó, það var liklega eins gott að hitta hann ekki núna. Þau færu bara að kýta. Eiginlega vissi hún ekki hvernig það byrjaði. Ef til vill var hún einfald- lega ekki sú manngerð sem hann vildi umgangast. En samt var það ekki næg skýring. Eitt sinn þegar hann hafði reitt hana ærlega til reiði hafði hún slengt því framan I hann að hann þjáðist af minnimáttarkennd gagnvart yfirstétt- inni. Hún hafði strax iðrast orða sinna enda meinti hún þetta meira sem grín. Hún reyndi að taka orð sín aftur en sá að hann var reiður. Hafði hún hitt á auman blett? Af hverju lét hann gremju sina alltaf bitna á henni? Það var eins og hann léti hana sifellt fara i taugarnar á sér. Hún lifði tryggu og öruggu lífi, framkoma hennar var yfirveguð, klæðnaðurinn óaðfinnan- legur og hún var þægileg i samræðum við fólk. Þetta virtist áreita Mads. Mads var vinsæll á sjúkrahúsinu og honum var fundið allt til afsökunar. Þegar hún fann að framkomu hans höfðu menn alltaf eitthvað á takteinum honum til málsbóta. Faðir hans hafði verið skógar- höggsmaður og Mads orðið að vinna hörðum höndum með náminu, auk þess sem hann hafði tekið lán og þegið styrki. Hann var skuldum vafinn og sennilega iþyngdi það honum. Líklega bitnaði það á henni þegar hann var að ergja sig yfir afkomunni. Hann kallaði hana lúxusdýr læknastéttarinnar sem hafði getað helg- að sig náminu áhyggjulaus. Ekki var það hennar sök að faðir hennar var prófessor og hún hafði vissulega orðið að leggja hart að sér við námið eins og aðrir. Hún sat i þungum þönkum og horfði ofan í tóman bollann þegar skyndilega kom kall. Hún stóð upp og gekk að inn- anhússsímanum. — Lund læknir. — Deild 3 kallar á Lund lækni. — Ég kem að vörmu spori. Hún tók lyftuna. Innan við glerhurð- ina virtist allt vera rólegt. Það logaði á lampanum í herbergi næturhjúkrunar- konunnar en hún var ekki inni. Lög- regluþjónninn sem setið hafði við stofu C gekk fram og aftur um ganginn. Svo opnuðust dyrnar á stofunni og hjúkrun- arkonan kom hljóðlega fram og lét hurð- ina aftur. — Hann heimtar að tala við lækni, sagði hún. — Hvernig liður honum? — O, svona þokkalega, sagði hjúkr- unarkonan rólega. — Hann fékk sprautu fyrir hálfri stundu og hún er farin að verka. En hann er ennþá ansi órólegur og neitar að taka svefnlyf. — Þaðerbestaðégtali viðhann. Hún gekk inn í sjúkrastofuna. Augu hans störðu á dyrnar og mættu hennar um leið og hún kom inn. Hún sá að hann varð fyrir vonbrigðum. — Ég vildi tala við hinn lækninn, sagði hann. — Ég er á næturvakt. Hvaða lækni áttu við? — Ég veit ekki hvað hann heitir, en það var ungur maður hér þegar ég kom. — Það hefur verið Hallberg læknir, það er langt síðan hann fór heim. Hann hreyfði sig með erfiðismunum í rúminu. 1 skini vegglampans virtist hann ennþá magrari en fyrr um kvöldið. — Er ekki hægt að hringja til hans? — Ekki að ástæðulausu. Hann hefir rétt á sínu fríi, sagði hún og heyrði að þetta hljómaöi eins og hjá gamalli kennslukonu. — En getur þú ekki taiað við mig, segðu mér hvað þú vilt Hallberg lækni. — Ekkert. Viðskulum gleyma því. — Þú þyrftir að sofna. Ég veit að það er erfitt að venjast gipsinu en nóttin verður löng ef þú sefur ekki. Ég ætla að biðja hjúkrunarkonuna að gefa þér eitt- hvað til að sofa af. Hann reyndi að reisa sig og studdist við óbrotna handlegginn og horfði ein- beittur á hana. — Ekkert svefnmeðal fyrir mig. — Væri ekki skynsamlegast að leyfa okkur að ráða því. — Heyrirðu ekki hvað ég segi, ég vil ekki svefnlyf. — Ef ég get ekki gert neitt fyrir þig fer ég núna. En gleymdu þvi ekki að næturhjúkrunarkonan hefur um fleiri að hugsa en þig svo að þú ættir ekki að ónáða hana aftur að óþörfu. — Ekki hef ég beðið um að vera læstur hér inni, fjandinn hafi það, sagði hann fjandsamlega. — Nei, en þú ert hér og við verðum 52 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.