Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 53

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 53
Næturvaktin aö reyna að lappa upp á þig og koma þér héöan sem fyrst. — Liggur mikið á? Þvi þá? . — Meðal annars vegna þess að við neyddumst til að flytja þrjá sjúklinga okkar á aðrar deildir þar sem alls ekki er pláss fyrir þá og nýuppskorinn sjúkling- ur liggur nú á baðherberginu. — Og er það mín sök? Er fótbrot smitandi? Hver fjandinn er að? Hún stakk höndunum í vasann og reyndi að stilla sig. — Þetta er samkvæmt skipun lög- reglunnar. Ég hefði fyrir mitt leyti látið þig vera á baðinu. — En það var ekki hægt. Þið hefðuð líklega orðið að flísaleggja upp á nýtt ef ég hefði komið þar inn ... rödd hans dó út í hásu hvísli og hún sagði hratt. — Þú mátt ekki tala svona mikið, kvalirnar verða meiri. Ef þú skiptir um skoðun varðandi svefntöflurnar skaltu hringja. — Er lögreglan ennþá fyrir framan? — Já, viltu tala við hann? — Nei, ég vil bara vita það. Verður hann hér í alla nótt? — Sjálfsagt. Og einn situr frammi við dyrnar inn á deildina. Hann kinkaði kolli. Síðan sagði hann: — Kannski að ég ætti að þiggja svefn- töflurnar. Ég verð brjálaður á að liggja hér og stara út í loftið. — Það er skynsamlegt af þér, ég skal sækja töflurnar. Nokkrum mínútum síðar stóð hún við rúmið hans aftur með tvær litlar, hvítar töflur í lófanum og vatn í glasi. Hann stakk töflunum í munninn og hún hjálp- aði honum að drekka vatnið. Svo hallaði hann sér á koddann og sagði: — Ef ég hefði átt þrjátíu stykki af þessum hefði ég sloppið við að liggja hér. Hún laut yfir hann. — Hvað áttu við? Hann horfði lengi á hana, augnaráð hans var nú ekki fyrirlitningarfullt heldur lýsti botnlausu vonleysi og skelf- ingu. Augun þrengdu sér djúpt i vitund hennar og hún fann að hjartað sló hrað- ar. — Hvað heldur þú? hvíslaði hann. — Heldur þú að ég hafi stokkið út um glugg- ann til að öðlast frelsi? Ó, nei! Satt að segja hélt ég að ég væri uppi á sjöttu hæð og að um leið og ég stykki út um gluggann væri Kim Anderson allur. Skil- urðu ekki að ég vildi Ijúka þessu helviti — vildi binda endi á þetta hörmulega líf. Grár Saab-bíll hafði numið staðar við hliðargötu í nágrenni sjúkrahússins. Úr gluggum sjúkrahússins skein víða ljós þó klukkan væri nálægt miðnætti. Maðurinn við stýrið ók sér í sætinu og kveikti í nýjum vindli. — Nú förum við, sagði hann. — Við getum ekki setið hér í alla nótt. Maðurinn við hlið hans kinkaði kolli. Konan í baksætinu virtist ekki heyra. Bíllinn rann hægt niður götuna, ók meðfram sjúkrahúsgarðinum, framhjá lögreglubílnum sem stóð við hliðið og ók áfram í átt að ráðhúsinu. — Við vitum að hann lifir, sagði maðurinn við stýrið. — Annars myndu þeir ekki gæta sjúkrahússins. En við vitum ekki hvar hann liggur. — Það þarf nú engan gáfumann til að giska á það, sagði konan hæðnislega. — Niðri í anddyrinu er stór auglýsinga- tafla þar sem tilkynnt var að heimsóknir yrðu ekki leyfðar á deild 3. Ég þori að veðja tiu á móti einum að það er hans vegna. — Hvað gerum við nú? — Ekkert, sagði konan. — Jú, þú setur mig út við Sheraton. — Ekki strax. Þetta er þitt starf. — Vertu rólegur, Kim spjarar sig. — Þú ert svei mér drjúg með þig. Við höfum ekki hugmynd um hve lengi hann verður að liggja þarna og hans er gætt eins og þjóðhöfðingja svo... — Vertu ekki með áhyggjur. Ég sé um Kim. — Því í ósköpunum gerði hann þetta, sagði hinn maðurinn. — Að stökkva á ég við. — Hann er aumur, gunga. Það er allt og sumt. Hann hefur alltaf verið það. — Þú hefur ekki alltaf hugsað svona, sagði konan hörkulega. — Mig minnir að þú hafir kallað hann séní. — Allt í lagi, hann fékk góðar hug- myndir annað veifið, ég skal fúslega viðurkenna það. En nú getum við ekki treyst honum. Hann hefur að vísu ekki kjaftað frá ennþá, annars væru þeir á hælunum á okkur. En ég held að hann þoli ekki álagið, það má búast við öllu þegar hann er þjáður og illa fyrir kallað- ur. — Veit ég vel. Hún var þreytuleg og það var uppgjafartónn í röddinni. — Ég er líka búin að segja að ég skuli sjá um hann. Ég verð bara að bíða eftir réttu tækifæri. — Gerðu hvað sem er, það eina sem við krefjumst er að þú lokir kjaftinum á honum áður en hann leysir frá skjóð- unni. Okkur kemur ekkert við hvaða að- ferðum þú beitir. Bíllinn nam staðar framan við breiðar glerdyr Sheratons. Hún opnaði bíldyrn- ar. Ljósið féll á ljóst hár hennar og það virtist næstum sjálflýsandi. — Nei, skítverkin ert þú vanur að fela öðrum sagði hún. Hún skellti hurðinni fast á eftir sér, gekk hröðum skrefum eftir gangstéttinni að hóteldyrunum og sigldi inn. Grái bíllinn ók hratt burtu. Það var siður Árna Sundbom prófess- ors að halda daglega morgunfundi með samstarfsfólki sínu á skurðdeildinni. Þennan heita júlímorgun var Gunnar Svendsen rannsóknarlögreglumaður meðal þeirra. Hann bar fram afsakanir vegna þess ónæðis sem starfsmenn hans hefðu valdið á sjúkrahúsinu. Hann spurði hvort hægt væri að segja til um hve lengi Kim þyrfti að dvelja á sjúkra- húsinu. — Við útskrifum hann þegar við erum vissir um að ekki sé um innvortis meiðsl að ræða, svaraði prófessorinn. — Andleg heilsa hans er ekki sem best, hann hefir fengið lost. En á morgun ættum við að geta gefið nákvæma skýrslu. — Því fyrr sem við losnum við hann því betra, sagði Viktor Medsen aðstoðar- læknir. — Nærvera hans og lögreglu- þjónanna skapar óeðlilegt andrúmsloft á deildinni og sjúkrahúsinu í heild. Ekki rétt systir Astrid. — Jú, þó hefi ég á tilfinningunni að bæði sjúklingum og starfsfólki finnist þetta mál spennandi. Heimsóknar- bannið er vitaskuld ekki vinsælt, en þeir sjúklingar sem hafa fótavist fá leyfi til að taka á móti heimsóknum niðri í anddyr- inu. Þeir framvísa leyfi lögreglunnar. — Spennandi! endurtók Mads Hall- berg. — Hér liggur þessi vesalings maður alvarlega slasaður og illa kvalinn, skelfingu lostinn ungur maður. Og svo finnst fólki það spennandi! — Skelfingu lostinn! Ég myndi nú ekki nota slíkt orð um Kim Andersen, sagði lögreglumaðurinn glottandi. 1 huganum sá Kristín fyrir sér augna- ráð Kims þrungið ótta og djúpri angist. Henni hafði vissulega skilist að Kim var óttasleginn. En við hvað var hann hræddur? Lögregluna eða refsinguna sem beið hans? Óttaðist hann fangelsið? Upphátt sagði hún: — Ég hefi annast hann síðustu tólf tímana og ég tel mig geta mælt fyrir munn allra aðila, þegar ég segi að við verðum að útskrifa hann sem fyrst. — Ein starfsstúlkan spurði mig á leið- inni hingað hvort hann væri hlekkjaður við rúmið, sagði Mads. — Systir Astrid hefur greinilega á réttu að standa. Þetta er afskaplega spennandi! Við gætum kannski haldið sýningu á honum þegar við útskrifum hann! — Megum við ekki vera laus við þessa hótfyndni þína. Kristín gat ekki leynt gremju sinni. LINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæði á hljómplötum og kassettum Við veitum fúslega allar upplýsingar og póstsendum hvert á landsem er Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 ifl 14. tbl. Vlkan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.