Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 70

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 70
PÓSTIRINX James Last og stóra stjarnan í hásuðri Kcera Vika! Getur þú sagt mér eitthvað um hljómsveitarstjórann James Last, uppruna hans og feril. Hvað heitir stóra stjarnan, sem sést þessa dagana, snemma á morgnana lágt á lofti í hásuðri. § Þessar síður teljast varla til poppfræðidálks, svo það skal alveg látið vera að svara spurningum um James Last. Æ, æ, nú stendur Pósturinn alveg á gati, veit í sannleika sagt skammarlega lítið um himin- stjörnurnar. Kannski einhver lesandinn gæti frætt okkur um þessa stjörnu? Aftur poppfræði- ritið Ég sé fram á það að ég verð að skrifa hinu háttvirta tísku- tímariti aftur. Ég skrifaði Vikunni fyrir um fjórum vikum og ætlaðist til að það hréf birtist einhvers staðar í blaðinu. En Vikunni hefur greinilega fundist þetta ósanngjörn gagnrýni, sem ég setti fram í bréfi mínu. Ég ætla mér að gefa Vikunni einn séns enn og ef hún notar ekki þennan séns, þá sé ég ekki fram á annað en ég neyðist til að segja upp áskrift blaðsins. Ég er viss um að það gera fleiri ef Vikan heldur áfram á þeirri línu, sem hún er á nú. Hér kemur innihald fyrra bréfs míns. Fyrir nokkrum mánuðum hætti í tímaritinu Vikunni fastur þáttur, sem bar nafnið Poppfræðirit. Þessi þáttur var mjög góður og fróðlegur og þar var í flestum tilfellum talað um raunverulega tónlistarmenn, en ekki neinar eftirhermur og diskósnúða. í staðinn byrjar Vikan svo með þáttsem kallast Poppkorn. Þessum þætti stjórnar hinn ágæti maður Helgi Pétursson. Ég tel að þessi þáttur hans Helga særi tónlistarsmekk fólks, sem hlustar og fylgist með raunverulegri tónlist, en ekki einhverri skrumtónlist. Helgi virðist þarna í þætti sínum vera að fylgja tískufyrirbæri en ekki tónlistarstefnu. Síðan þátturinn byrjaði hefur nær eingöngu verið rætt um diskótónlist, ef tónlist skyldi kalla, og súkku- laðidrengi og stelpur. Boney M, Andy Gibb, Bee Gees, Osmond og fleiri slíka misþyrmara tón- listar. Eins og fyrr segir tel ég að þetta tal sœri tónlistarsmekk þess fólks, sem les Vikuna og hefur gaman af tónlist. Ég skoraði á Helga Pétursson og Vikuna að bæta ráð sitt og snúa blaðinu við og tala um og birta fréttir af RAUNVERULEGU tónlistar- fólki. Ég og örugglega fleiri erum búin að fá nóg af þessu diskó- skrumi, sem fyllir allar popp- síður dagblaðanna, dynur í útvarpinu og treður upp í kvikmyndahúsunum. Ég enda svo bréf mitt á því að skora enn einu sinni á Helga Pétursson og Vikuna að bæta ráð sitt og birta myndir, fréttir og snakk um almennilegt listafólk svo sem: Santana, Frank Sappu, Subertramp, Kinks, Peter Gabriel, Steely Dan, Jethro Tull, Thin Lissy, Bob Marley, King Crimson, Tangerine Dream, Weather Report og marga, marga fleiri virkilega listamenn. Þeir eru eitthvað skárra en þetta eilífa Gibba gibb og Boney M skrum. Svo skora ég á Vikuna að sýna hugrekki og birta bréfið. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Áskrifandi Svo mörg voru þau orð og skutu þau Póstinum svo mjög skelk i bringu að hann birtir þitt annað bréf um þetta efni, svo ef það aðeins er uppsagnarástæða getur þú nú óhræddur verið áskrifandi til dauðadags. Kærar þakkir fyrir umsögn þína um hugrekki Póstsins og Vikunnar og skulum við vona að þér fari senn að svella móður. Hvað tónlistarsmekk Helga Pé viðkemur hefur þér verið svarað í fyrra bréfi og svari við því og vonandi sættirðu þig við þau málalok. Annars væri ekki úr Gerir ekkert annað en sofa hjá Kœri Póstur! Nú langar mig að leita ráða hjá fólki, sem er vitrara en ég. Hvað á ég að gera? Sonur minn, sem er 23ja ára, kemur heim með 15 ára skólastelpu, sem þar með hættir í skóla og gerir ekkert annað en sofa hjá. Hvernig á ég að snúa mér í svona máli? Foreldrar hennar skipta sér ekkert af þessu. Ég vil ekki hafa hana á heimUinu, en það þýðir ekkert að segja henni það. Nú bið ég ykkur um góð ráð. Með kveðju. Didda. Það er í rauninni fátt, sem hægt er að ráðleggja þér að gera, því allar athafnir þínar verða að byggjast á hvernig sambandi þír.u við soninn er háttað. Hafi það verið gott og þið átt auðvelt með að tala saman til þessa, ættir þú að ræða við hann og reyna að hafa einhver áhrif á gang mála. Ef samband ykkar hefur hins vegar verið stirt myndir þú gera langréttast í því að láta þetta afskiptalaust eins og foreldrar stúlkunnar virðast gera. Það er oft aðeins til hins verra að skipta sér af einkamálum annarra, því sonur þinn er fullorðinn maður og á að geta tekið eigin ákvarðanir hjálparlaust. Þú verður líka að gera þér grein fyrir hvort þú ert aðeins afbrýðisöm út í stúlkuna eða hefur einlægar áhyggjur af námi hennar og framtíð, þvi þetta gæti orðið tengdadóttir þín. Ef hið síðara er raunin getur þú örugglega hjálpað, því Pósturinn á bágt með að trúa að ekki sé hægt að ganga í skóla líka, þótt kynlífið reynist þeim eitthvað tímafrekt. Láttu alveg vera að ýta henni út af heimilinu. Það gæti orðið til þess að sonur þinn færi líka og vanhugsuð orð og athafnir foreldra eru oft orsök slæms sambands við tengdabörn síðar. 70 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.