Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 7
Vandamál Allendes — Salvador Allende var niðurdreginn á þessu flakki sínu sem við eðlilegar aðstæður er tilgangslaust. Allir vilja vera þar sem þeir eiga heima, meðal vina og kunningja. — Flestir útlaganna reyna að gera allt sem þeir geta til að verða undirokuðum löndum sínum að liði. Skrifa í blöð og ræða við talsmenn ríkisstjórna í því landi sem þeir eru staddir. Gera allt sem þeir geta til að breyta almenningsálitinu í heiminum gegn herforingja- stjórninni. Ég hef ekki talað við íslenska ráðamenn um þetta, enda hafa íslendingar engra hagsmuna að gæta í Chile, þannig að það myndi koma að litlu gagni. En þetta er ástæðan fyrir því að ég veitti heimilis- blaðinu Vikunni viðtal, því ég er sannfærður um að margir af lesendum hennar hafa litla sem enga hugmynd um hvernig ástandið er í Chile. En það er ólæsið og rnenntunarskorturinn sem er og hefur alltaf verið aðal- vandamál þjóða S-Ameríku. góður leiðtogi og hliðhollur fólkinu. Vandamál hans var ein- faldlega það að hann hafði ekki þau völd sem nauðsynleg eru til að stjórna. Það eru nefnilega þannig í Chile að þing- og forsetakosningar fara ekki fram samtímis. Þegar Allende var naumlega kosinn forseti 1970 þá var búið að kjósa þing sem var hægrisinnað og því andsnúið honum. Hann átti i sífelldum örðugleikum við að koma málum sínum fram og því fór sem fór. Hann var drepinn i forsetahöllinni af andstæðingum sinum og þeir tóku völdin. Þá hal’ði hann setið í valdastóli i 3 ár. — Allur heimurinn veit, eða ætti að vita, að mannréttindi eru l'ótum troðin í Chile. Það eitt ætti að vera næg ástæða fyrir stuðningi heimsins við málstað okkar. En málið er tvíeggjað. Það kemur t.d. að litlu gagni þó Carter Bandaríkjaforseti gagnrýni ástandið í Chilc, á meðan bandarísk stórfyrirtæki, sern engu vilja breyta, starfa enn í landi okkar. Carter hefur ekki það mikil völd að hann skipi stórfyrirtækjum fyrir. En sá dagur rnun koma að réttlætiö fái að njóta sín í Chile — það er aðeins spurning um hvenær. Á meðan bíðum við flótta- mennirnir átekta og geturn ekki annað en vonað að brátt munurn við geta snúið aftur heirn til ástvina og félaga. . Aftur á móti skortir ekki huggu- legheitin hjá þeim betur settu. Hér sjást sumarhús þeirra, en þau standa auð mestan hluta ársins. 15. tbl. Vikati 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.