Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 9
snemma undir komu systkinis og leyfa því að taka þátt í öllum undirbúningi. Þannig getur barninu fundist að það taki sjálft þátt í að eiga barnið. Barnið verður einnig að finna að foreldrarnir skilji afbrýðisemi þess en fordæmi hana ekki. Foreldrarnir verða að reyna að hjálpa barninu til að stjórna tilfinningum og hjálpa því að takast á við neikvæðar tilfinningar svo að þær fái nokkuð eðlilega útrás. Það er mikilvægt að barnið fái að sinna litla barninu. Leyfið þvi t.d. að sitja með það, hjálpa til að skipta á því, halda á pelanum o.s.frv. Aðalatriðið er, að barninu eða börnunum sem fyrir eru, finnist að þau séu nauðsynleg og að þau fái greinilega tilfinningu fyrir því, að þetta er litla barnið okkar — ekki bara barn pabba og mömmu. Af brýðisemi gagnvart systkin- um er algengust en hún kemur líka f ram við aðrar aðstæður Afbrýðisemi getur komið í kringum 1 árs aldur en er algengust á aldrinum 3-6 ára. Því minna sem barnið er þeim mun meira er það upptekið af eigin heimi. Og því minna sem barnið er, þeim mun háðara er það fullorðnum. En afbrýðisemi kemur ekki bara fram þegar barn eignast systkini, þó að hún komi kannski mest og sterkast fram við þær aðstæður. Afbrýðisemi getur svo að segja komið fram við allar aðstæður: Þegar foreldrarnir tala saman í staðinn fyrir að tala við barnið. Þegar foreldrarnir taka til í staðinn fyrir að leika við barnið, eða vera með barninu. Það er ef til vill erfiðast fyrir foreldrana að takast á við afbrýðisemina þegar nýtt barn bætist í hópinn m.a. vegna þess að konan er mjög þreytt eftir fæðinguna og á erfitt með að sinna öðru en því allra nauðsynlegasta. Þetta er óheppilegt þar sem afbrýðisemin er yfirleitt sterkust einmitt við þessar aðstæður. Það væri mjög æskilegt, að allir foreldrar ættu þess kost, að fá heimilisaðstoð undir þessum kringum- stæðum svo að þeir slyppu við hið daglega amstur og gætu einbeitt sér að börnunum. Hvað er hægt að gera þegar barn eignast systkini? Það er æskilegt að búa barnið mjög Þegar nýfætt barn kemur í fjölskylduna verða foreldrarnir ennfremur að hugsa um, að eldri börnin þurfa ekki minni um- hyggju og athygli en það litla. Eldri börn vilja oft undir þessum kringumstæðum reyna aftur hvernig það var að vera lítill. Þau vilja stundum fá að liggja í faðmi foreldranna, fá hjálp við að fara i og úr, liggja í vagninum, prófa snuð og þvíumlíkt. Það er mikilvægt að fullorðnir sýni þess- háttar breytni skilning og leyfi barninu þessa hluti. Þetta gengur þá yfirleitt fljótt yfir, án mikilla árekstra. Ættingjar og vinir sem koma í heimsókn til að sjá litla barnið, ættu að veita eldri börnunum eins mikla ef ekki meiri athygli en því nýfædda. Eldri börnum finnst gjarnan, að þeim sé ofaukið við slíkar heimsóknir, þar sem þau finna fyrir afskiptaleysi. Það gerir litla barnið hins vegar ekki. Ef börn eru vel undir það búin að eignast systkini er möguleiki á að þessi reynsla þroski barnið og að lagður sé grundvöllur að góðu sambandi á milli systkina. í því sambandi er afar mikilvægt að barnið hafi fengið réttar upplýsingar og hreinskilin svör ásamt meðábyrgð á litla barninu. SKARTGRIPIR Fermingargjöfin í ár SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sími 21355. 15. tbl. Vlkan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.