Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 17
Á KROSSGÖTUM Arnold krafðist af henni. 1 augum ball- ettmeistarans er dansarinn eins og hver annar hlutur, vélmenni, líkami án höf- uðs og hjarta. Þess vegna hafði hún aldrei reynt að gera meira en Arnold bað um, aldrei reynt að bæta við neinu frá eigin brjósti. Á hverju kvöldi stóð hún til hliðar við sviðið og fylgdist með Sevillu og Caro- lyn. Báðar voru þær tæknilega mjög full- komnar en þó hvor á sína vísu; þær túlk- uðu tónlistina hvor á sinn hátt og út- færðu sporin aðeins mismunandi. Út- koman varð einkennandi og persónuleg fyrir hvora fyrir sig og gerði þær að ballerínum. En hún hafði líka fylgst með Emmu. Þó svo farið væri að halla aðeins undan fæti fyrir Emmu var hún samt betri en hinar báðar, því Emma blandaði tilfinningum sínum og hugsunum í dans- inn og túlkun hennar varð þar af leið- andi alveg einstök. Núna í speglunum í æfingasalnum öðlaðist Emilia skilning á öllu þessu. Á bak við ójafnar hreyfingarnar'í abstrakt- ballettinum hans Arnolds eru Yuri og Deedee, ást og hatur, unaður og kvöl, sjónhverfing og opinberun, óróleiki, löngun, þrá, hvatir, örvænting og reiði, allt þetta. Allt þetta býr hið innra og biður þess að komast út í tónlistinni og hreyfingunum eða í hvoru tveggja. Og allt í einu kom þetta allt, hún fékk útrás og einhvers konar dásamlega fullnæg- ingu. Þetta var dans! Arnold klappaði snöggt saman lófun- um. Pianóleikarinn hætti að spila og dansararnir námu staðar. Hann brosti svoskein i tennurnar. „Emilía, þessar tilfinningar eru stór- kostlegar,” sagði hann blíðlega, „i vit- leysingjaatriðinu I Giselle en ekki í mínum ballett. Þú ert ekki að leika neina þorpsjómfrú sem farin er í hundana. Þú ert bara að fylla út í rými. Og þú átt að hreyfa þig í takt við tónlistina i þessu rými. Ekki með tónlistinni heldur í takt við hana. Það er það sem við köllum að dansa. Og i guðanna bænum engar til- finningar, Emilía. Ekki hugsa. Hreyfðu þig bara eins og ég segi þér að hreyfa þig og eins og ég tel. Allt í lagi?” Hann brosti vingjarnlega. Af líkama hennar og gríðarstórum augum var ómögulegt að greina þann óróleika sem ríkti í huga hennar. Engar tilfinningar takk, engan heiðarleika, enga einurð, það var ekki æskilegt í hans augum. Tilfinningar valda sársauka. „Ég tel aldrei sporin,” hvíslaði hún. „Hvernig veistu þá hvað þú átt að gera og hvenær?” spurði Arnold. „Segðu mér það?” Hinir dansararnir horfðu allir niður fyrir sig. „Ég finn það bara — eftir tónlistinni," svaraði Emilía lágt. „Ég læt þetta bara passa saman.” Peter sem stóð við píanóið tók eftir breyttum raddblæ Emilíu. En það gerði Arnold ekki. „Þú verður þá bara að hætta því og fara að telja taktinn," skip- aði hann. „Hvert vorum við komnir, Peter?” „132. taktur," sagði Peter, „og án allra tilfinninga takk.” Arnold opnaði munninn en píanóleik- arinn sló fyrstu nóturnar og dansararnir byrjuðu. Emilia stóð bara alveg grafkyrr og starði kuldalega á Arnold meðan hinir dansararnir svifu i kringum hana. Síðan gekk hún af stað eftir gólfinu, þreif upp peysuna sína eins og Emma hafði gert tveim vikum fyrr og gekk út úræfingasalnum. „Annan?” „Já, takk.” Emilia sendi barþjóninum lokkandi bros. Þegar hann kom aftur með Manhattankokkteilinn hennar veiddi hún kirsuberið upp úr og lagði það við hliðina á hinum tveimur kirsu- berjunum sem lágu á servíettunni við hliðina á glasinu. Það var ákaflega þægilegt að sitja þarna við endann á tómu barborðinu, ákaflega friðsælt. Þetta ætti hún að gera oftar. Það var eins og vingjarnlegt her- bergið væri hálf letilegt í siðdegissólinni eða fyrstu geislum kvöldsólarinnar — hún vissi ekki hvort heldur var. Hún hall- aði sér gætilega til annarrar hliðar svo hún gæti kíkt út um gluggann, hún var að reyna að sjá hvað margir leikhúsgest- ir voru hinum megin við götuna i Lincoln Center Plaza. En sólin blindaði hana og á sama augnabliki fór plötuspil- arinn af stað. Ekki rokk heldur jazz, sætur og ljúfur. Þetta passaði vel við Manhattankokkteilinn hennar. Hún saup stóran sopa og drengirnir sem sett höfðu plötuspilarann af stað voru við hlið hennar. Þeir voru báðir á hennar aldri, snyrtilegir í útliti, stuttklipptir i hrein- um skyrtum og pressuðum buxum. And- lit þeirra voru líka einkar snotur. Þeir voru það sem einhvem tima hefði verið kallað „laglegir” en núna myndi kallast „sveitalegir”. „Værirðu fáanleg til að útkljá smá veðmál?” spurði sá í köflóttu skyrtunni með hreim sem hún þekkti vel. „Við erum utan af landi og við erum vissir um að þú ert það líka!” Emilia gaut augunum á hann; ágætis strákur. „Er það ekki rétt?” spurði hann. Alveg ágætis strákur. „Ég vissi það! Barþjónn! Annan um- gang, takk.” Strákarnir náðu sér i stóla og settust viðhlið Emilíu. „Þetta er Barney Joe frá Lake Charles, Louisiana,” sagði annar þeirra „og ég IS. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.