Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin: 15. Rauðvín úr ýmsumálfum Eitrað fyrir fólki Við skemmd vin er ekki annað að gera en að hella þeim niður. Aldrei hef ég verið nær því að gerast bindindismaður en daginn, sem ég bragðaði á nokkrum rauðvinum úr ýmsum áttum fyrir lesendur Vikunnar. Annan eins hrylling hef ég aldrei látið inn fyrir minar varir. Kannski er það líka stefna Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að gera þjóðina að bindindisfólki með því að selja henni eiturbras undir nafni léttra vína. En hví ekki bara selja skósvertu, gasmjólk og kogara? Svo eru það líka forvitnilegar spurningar, hvort lög um verslunarhætti ná ekki yfir forráðamenn Ríkisins og hvort þeir eigi ekki í rauninni að sitja inni fyrir að reyna að eitra fyrir fólki með skemmdri vöru og svikinni og það á okurverði. VEGG- OG LOFTPLÖTUR WiWuÍLÍUil coíours /35 brown /36 sahara /50 green colours /02 oak /06 wainu’t order-no. 5082 colours /02 oak /81 white order-no. 5008 order-no. 5025 coiours /02 oak /06 walnut /81 white coiours /81 white order-no. 5071 order-no. 5041 mm coiours iflPl /02 oak /08 ash /81 white order-no. hflfiitfni; soao Hústré ÁRMÚLA 38 - REYKJAVÍK - s/f SÍMI 81818 - PÓSTSENDUM Ég náði mér ekki upp úr bindindis- hugleiðingunum fyrr en ég var búinn að skola munninn með hálfri flösku af góðu, þýsku hvitvíni, sem Ríkið hefur á boðstólum þrátt fyrir allt. Forráðamönnum þess er þó ekki alls varnað. Eini ljósi punkturinn í þessari gæða- prófun Vikunnar var sá, að ódýrasta rauðvinið í Ríkinu reyndist vera gott vín. Trakía frá Búlgariu bætti örlitið úr vondri skák Frankovka frá Tékkóslóvakiu, Lake Country frá Bandaríkjunum og Sunflower frá Kína. Hvaö höfum við saka unnið? FRANKOVKA, án árgangs, frá Závody i Bratislava í Tékkóslóvakíu, er skilyrðislaust versti vökvi, sem ég hef komist í tæri við. Það var ógeðslega matt og rauðbrúnt á litinn og reyndist hafa olíulykt og oliubragð. Yfirvöld í Tékkóslóvakiu hafa kannski ástæðu til að spara gjaldeyri. Neytendur eru vafalaust ekki spurðir ráða þar í landi. En ég veit ekki, hvað Islendingar hafa til saka unnið í þessu máli. Frankovka fékk 0 í einkunn i gæða- prófun Vikunnar, lægstu einkunn, sem enn hefur verið gefin á þeim vettvangi. Vökvi þessi ætti í rauninni að heita Frankenstein. Flaskan kostar l .700 krónur. Tékkar ættu að geta búið til sæmileg vin, úr þvi að Austurríkismenn geta það i Falkenstein-vínhéraðinu aðeins nokkra kílómetra frá Bratislava. Að visu er yfir sjálft Járntjaldið að fara, og kannski ræður þaðúrslitum. Tvö ódrykkjarhæf stórveldavín LAKE COUNTRY, án árgangs, er framleitt af Taylor við Fingravötn New York ríkis i Bandaríkjunum og selt hér í 24 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.