Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 34
Á síðasta plankanum stóð Jón Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum, sem mig dreymdi fyrir ári. Mig dreymdi, að ég og strákurinn, sem ég hef verið með um tíma, vorum að fara með skipi, en pabbi minn var bryti á skipinu, og pabbi stráksins var skipstjóri. Þegar skipið var að fara frá bryggju, datt ég út í sjó. Næsta sem ég man var það, að Jón var að láta planka út í sjóinn, og plankarnir voru þrír, og sá síðasti kom alveg upp að mér. Komst ég á hann og líka þann næsta, en á síðasta plankanum stóð Jón og rétti mér höndina, og ég tók í hana. En þegar ég var að stökkva til hans, þá sá ég tóbaksdós úr gulli með upphafsstöfum pabba míns, og var dósin næstum dottin í sjóinn, en Jón greip hana. Svo var okkur bjargað upp á bryggjuna, og þegar ég leit niður fyrir mig, sá ég tvær tóbaksdósir úr gulli með upphafsstöfum pabba míns og pabba hans. Lengri var draumurinn ekki. Með von um birtingu. Edda. Draumur þessi boðar þér snögg umskipti á mörgum sviðum og óvænt tíðindi í því sambandi. Líklega mun ein- hver verða þér til ómetanlegrar aðstoðar, afleiðingar þess koma síðar i ljós og verða þér til framdráttar. Eitthvað stendur í vegi fyrir þér og áætlunum þínum, sem ekki verður á nokkurn máta yfirstigið nema með aðstoð utanaðkomandi aðila. Óvæntir atburðir, ef til vill tvíþættir og tengdir feðrum ykkar beggja, vega hér þungt. Hálsmen úr appelsínu- bleikum kröbbum Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða draum, sem mig dreymdi og er mjög forvitin að vita, hvað hann þýðir. Eg skrifaði þér fyrir um það bil mánuði, en ég hef ekkert svar fengið svo ég viti ti! nú ætla ég að reyna aftur og vonast eftir ráðningu. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst einhver vera að gefa mér litla appelsínubleika krabba, sem ég átti síðan að gera hálsmen úr. Mér Mig dreymdi fannst eins og það væri pottur fullur af þessum kröbbum. Ég leit ofan I pottinn og mér var boðið að taka einn, en sagði nei, því þeir gætu bitið mig. Þá var mér sagt að þeir væru allir dauðir. Leit ég þá aftur ofan I og sá að einn hreyfði sig. Mér fannst þeir allir Ijótir og svartir nema einn, sem ég var með í lófanum. Mér fannst hann fallegastur, appelsínubleikur ogég passaði hann mjög vel Svo fannst mér ég vera að fá mér gullkeðju til að gera þetta krabbaháls- men. Þá fannst mér ég vera komin með gullhring og úr og einhver vera að setja, pranga eða neyða á mig hálsmeni einnig úr gulli. Mér fannst það a/ltof klossað, en ég er mikið fyrir netta og fina skartgripi. En svo prófaði ég hálsmenið og fannst það ekkert svo slæmt og setti það á mig. Bestu kveðjur, O.S.H. Það er ýmislegt sem vantar í lýsingu þína á draumnum sem gæti skipt máli varðandi ráðninguna, en það má reyna að geta sér til um ákveðna þætti. Að mörgu leyti er þetta fremur slæmur draumur og er þér vænlegast að gæta vel að eigin framkomu og taka nýjum kunningjum með varúð. Ýmislegt í draumi þessum gæti jafnvel boðað fang- elsun annaðhvort mjög náinna vina eða sjálfrar þín. Þó eru þarna einnig mjög já- kvæðir þættir og bendir ýmislegt til að þú eigir vin, sem reynast mun þér meiri vinur í raun en nokkurn gat órað fyrir. Farðu mjög varlega í því að tengjast vafasömum persónuleikum sterkum tilfinningaböndum, þvi þú gætir borið alvarlegan skaða af. Eldsvoði Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum, sem mig hefur dreymt mjög oft. Hér er svo draumurinn: Ég var sofandi og það kviknaði í húsinu. Pabbi minn stóð hjá rúminu mínu og vakti mig. Ég flýtti mér I fötin og hljóp fram. Pabbi minn vildi flýta sér út, en mamma vildi vera eftir og bjarga skartgripaskríni. Pabbi sagði þá: „Ég ætla ekki að brenna mig og tvö börn mín inni fyrir skartgripa- skrín." Svo flýttum við okkur út. Ég vaknaði þegar við komum út. Dóra Líklega er þetta fyrirboði um erfiðleika, sem fjölskylda þín lendir í. Á einhvern máta munuð þið reyna í lengstu lög að forðast að taka ákvörðun í deilumáli, en ættuð að hafa hugfast að það getur enginn flúið vandamálin. Því er skárri kostur að ræða þetta út í eitt skipti fyrir öll og reyna að takast á við dökku hliðarnar í tilverunni í sameiningu. Silfurhringur í viðgerð Kæri draumspekingur! Mig dreymdi að ég fór með silfur- hring í viðgerð. Ekki veit ég af hverju, það kom ekki fram að neitt væri að honum. Ég átti einu sinni svona hring, þetta var grannur silfurhringur með munstri gröfnu á hann allan. Þegar ég sótti hringinn aftur var munstrið horfið, hringurinn orðinn sléttur og breiðari og þynnri, rétt eins og hann hefði bara verið flattur út. Strákurinn sem gerði við hann (enginn sem ég þekki) sagðist ekki hafa getað gert þetta öðruvísi. Hvað lestu úr þessu? Ég man ekkert annað úr draumnum, yfirleitt man ég ekkert af því sem mig dreymir, svo ég er forvitin að vita hvað þú segir. Bestu kveðjur Anna Guðmundsdóttir Þú endurnýjar vináttu við gamlan kunningja og kunningsskapur þessi verður þér meira virði en nokkru sinni áður. Gömul misklíð jafnar sig og þú kemst að raun um að þessi gamli kunningi er þér sannur og tryggur og skilningur ykkar á milli verður dýpri og haldbetri en áður. 34 Vikan is.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.