Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 35
Fimm mítiútur med Z WILLY BREINHOLST EINKAERFINGI MILLJ- ÓNAMÆRINGSINS Fixenberg verksmiðjueigandi virti unga manninn, sem sat í djúpa leðurstólnum beint fyrir framan hann, vandlega fyrir sér. Svo hristi hann öskuna af havana-vindlinum í kristalösku- bakkann á stóra forstjóraskrif- borðinu, stóð á fætur og þrýsti á hnapp. Hluti af veggnum rann hljóðlaust til hliðar og í ljós kom stór, innbyggður barskápur. Hann tók út úr honum glös og flösku og hellti viskíi í glösin. Hann rétti unga manninum í leðurstólnum annað glasið og settist svo aftur við skrifborðið. — Jæja, sagði hann og lyfti glasi sínu. — Svo að þér viljið endilega kvænast einkadóttur minni, Konstönsu? Ungi maðurinn kinkaði kolli og Fixenberg virti hann aftur vandlega fyrir sér. — Konstansa er sem sagt einkadóttir mín og einkaerfingi að gufuvélaverksmiðju Fixen- bergs, sem var stofnsett 1887 og er elsta fyrirtæki sinnar tegundar á öllu meginlandinu. Þér hafið áreiðanlega heyrt talað um Fixenbergmilljónirnar, en það er fjölskylduauður okkar, sem langafi minn lagði hornsteininn að og faðir minn tók síðan við. Ungi maðurinn kinkaði kolli. — Ég hef ekki áhuga á öðru en henni Konstönsu dóttur yðar, herra verksmiðjueigandi, sagði hann hæversklega. — Ég hef engan áhuga á Fixenberg- milljónunum. Ég elska hana og hún elskar mig. Að vísu höfum við ekki þekkst mjög lengi, en þetta var ást við fyrstu sýn. Þess vegna sit ég nú hér. Við erum að vonast til að fá samþykki yðar. Fixenberg verksmiðjueigandi tuggði vindilinn. — Hvað sögðust þér aftur heita? Stabelstein. Felix Stabelstein yngri. — Þér eruð þó ekki sonur hans Jóakims gamla Stabelstein, eiganda járnpottaverksmiðj- unnar með sama nafni? Þessa sem á allar Stabelstein- milljónirnar? Ungi maðurinn kinkaði kolli. Fixenberg verksmiðjueigandi flýtti sér að bjóða hinum unga Felix Stabelstein upp á meira viskí og risavindil. Eins gott að hann rasaði aldrei um ráð fram. Auðvitað var ekkert sjálf- sagðara en að hinn ungi Felix fengi Konstönsu, einkadóttur hans. í því var einmitt björgunin fólgin. í líki þessa unga manns, sem sat í stólnum beint fyrir framan hann. Fixenberg- verksmiðjan var að syngja sitt síðasta, milljónirnar voru búnar og ekkert eftir nema skuldir og kröfuhafar. Tími gufuvélanna var löngu liðinn og breytingin yfir í framleiðslu á flautandi kötlum hafði alveg mistekist. Einbýlishúsið í hinu rándýra hverfi við Strandgötuna var veðsett langt upp fyrir reykháf og það mundi ekki líða á löngu, þar til hann yrði að bjóða upp málverkasafniðsitt. En hvað gerist svo? Sjálfur Felix Stabelstein, einkaerfingi að Stabelsteinmilljónunum birtist skyndilega og biður um hönd Konstönsu. Hvort hann mætti kvænast henni? Já, fyrir alla muni! Falleg hafði hún aldrei verið, stelpan. Gáfurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og líkamsvöxturinn langt frá öllum æskilegum málum. Enda höfðu biðlarnir hingað til ekki látið sjá sig. En svo kemur loksins jafn aðlaðandi maður og Felix Stabelstein yngri. Satt að segja var ekki hægt að hugsa sér neitt ákjósanlegra. Fixenberg verksmiðjueiganda langaði mest til að hrópa hátt af gleði, en hann kunni að stilla sig. Hann reis virðulega á fætur og rétti unga manninum höndina. Þér fáið samþykki mitt, ungi maður, sagði hann. — Ég er viss um að Konstansa gæti ekki lent í betri höndum. Þér getið gefið henni allt, sem stúlka eins og hún á skilið. Ég læt ykkur sjálf um að ákveða brúðkaupsdaginn og allt sem því tilheyrir, en þar sem mér skilst að þið séuð mjög ástfangin getið þið mín vegna gift ykkur eins fljótt og mögu- legt er. Betri undirtektir getið þiðekki fengið, er það? Hann mátti fyrir alla muni ekki sleppa. Gullfiskurinn spriklaði í netinu og hann varð að draga hann í land. Hinn ungi Felix Stabelstein brosti þakklátur. — Faðir yðar veit vist af þessu samtali okkar, spurði Fixenberg verksmiðjueigandi til að vera með allt á hreinu. — Já, hann veit um það. — Og hann er alveg samþykkur þessu? — Já, hann er líka samþykkur. Fixenberg verksmiðjueigandi gat ekki stillt sig urn að núa saman höndunum. Fram- tíð Fixenbergfjölskyldunn- ar var bjargað. Þó að verk- smiðjan rambaði á barmi gjald- þrots, var framtíð Konstönsu að minnsta kosti tryggð. Og hver vissi nema að hann gæti fengið tengdaföður hennar til að samþykkja einhvers konar samvinnu milli verksmiðjanna tveggja? — Jæja, sagði Fixenberg verksmiðjueigandi og sló þar með botninn í samræðurnar. — Nú skuluð þér bara fara heim og tilkynna föður yðar að allt sé í besta lagi. Það var einmitt það, sem hinn ungi Felix gerði. — Sá beit á agnið, pabbi, sagði hann. — Stelpan er að vísu forljót, en hvað gerir maður ekki fyrir aldraðan föður sinn og verksmiðju í klípu? Þú getur frestað gjaldþrotayfirlýsingunni — því við munum brátt komast yfir Fixenbergmilljónirnar... IS.tbl. Vlkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.