Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 39
SMÁSAGA EFTIR LILLIAN AHLSTRAND irEGAR Beverley vinkona min var stormandi glöð og lék á als oddi, var sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur. Það gat nefnilega orsakast af því, að hún væri orðin ástfangin og það hafði svo einkennileg áhrif á hana. Ég var því strax tortryggin, þegar hún hringdi til mín og var i skínandi skapi. Hún sagðist vera búin að fá hálfsdags- vinnu hjá lögfræðingi. Hún lagði þunga áherslu á það orð og gerði langa þögn á eftir — sem sagt hjá lögfræðingi og allt var svo óskaplega spennandi og áhuga- vert. — Nú, og hvað gerirðu í vinnunni? spurði ég varkár. — Tek símann og þess háttar. Vélrita ogalltsem tilfeilur. - Ha, vél... En hún leyfði mér ekki að Ijúka setningunni. Hún masaði og vissi áreiðanlega, að ég var ekkert sérlega hrifin. — Skrifstofan er í afskaplega skemmtilegu húsnæði, þetta er gamalt hús. Hurðarhúnarnir úr messing og gluggarnir háir og mjóir. Hún var óstöðvandi, en forðaðist að minnast á það sem máli skipti. — Ég kem i kvöld, kallaði ég og reyndi að stöðva þennan vaðal um ekki neitt. — Humm, ja, það er ekki hægt. Ég er upptekin. Hún hafði aldrei áður verið „upptekin". Hún gat ætlað að gera þetta eða hitt, en „upptekin”, það var eitthvað nýtt. Ég lét hana ekki komast upp með múður: — Hvert ætlarðu? — Á kammertónleika. Beverley og kammertónlist! Mælirinn var fullur. Hún var gengin í gildru. Þessi lögfræðingur hlaut að vera elliær, Beverley var sannarlega of góð til að lenda i klónum á svona manni. — Kammertónlist! sagði ég við Max. — Já, en góða besta, hvað er nú athugavert við það? — Nei, heyrðu góði, Beverley og kammertónlist! Hefur þú einhverntíma heyrt, að hún hefði áhuga á þeirri tegund tónlistar? Það er i hæsta lagi, að hún geti hlustað þegjandi á Armstrong. Ertu skilningslaus, maður? Kannski áttaði hann sig. Hann var hæfari en tíu sálfræðingar, enda átti hann að baki þrjú hjónabönd. Hann hafði fjarska fastmótaðar skoðanir á tilverunni, vildi fá að vera i friði og stunda sjálfskönnun og bjó þess vegna einn. Hann var vinur okkar Beverley einungis vegna þess hvað við vorum frjálsar af okkur og gerðum litlar kröfur. Hann fékk að rausa um sín áhugamál ótruflað við okkur og það var allt í lagi Þegar Jón kom inn í myndina Hún var einkennileg stúlka. Erfitt aö átta sig á henni, og líf hennar var fjölbreytt og sífelld vandrceði í kringum hana. En svo kom Jón inn í myndina og hún varð allt önnur, að minnsta kosti um tíma . . . Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir að þykjast vera að hlusta, ef maður hafði tima og góðan drykk við höndina. — Heyrðu, sagðirðu eitthvað um vinnu? — Það er nú líklega, hjá lögfræðingi. Hún svarar í símann og vélritar, að eigin sögn. Hún kann ekki vélritun. Getur þú imyndað þér vitlausara. Þú veist hvernig hún talar i síma, hún litur áreiðanlega á hverja upphringingu eins og einka- samtal. Hún verður sér til skammar. Það þoli ég ekki. — Ætlaði hún á þessa tónleika í kvöld? spurði hann og var allt i einu áhugasamur. — Látum okkur sjá, hann var kominn með dagblaðið í hendurnar, — hérna er það. Komdu, við ökum á staðinn. Við skulum líta á kauða. — Beverley fyrirgefur okkur aldrei, ef hún sér okkur. — Hún veit mætavel, að ég hefi smekk fyrir kammertónlist, svo að það er bara eins og hver önnur tilviljun, að viðhittumst j>arna. En það væri synd að segja að Beverley tæki þvi illa að sjá okkur i hléinu. Við höfðum veitt því athygli inni i salnum, að hún átti erfitt með að halda sér vakandi og mátti stöðugt fela geispann. Hún virtist því guðsfegin að sjá einhvern kunnugan í hléinu og lifnaði öll. Ó, en gaman, sagði hún óþarflega hressilega. — Má ég kynna, Jón, lögfræðingurinn, sem ég vinn hjá. Þetta eru vinir mínir, Katrin og Max. Við vorum sannarlega búin að virða gripinn vandlega fyrir okkur inni i salnum og gátum því dulið undrun okkar. Maðurinn var hár, horaður og næstum skorpinn, aldurinn var erfitt að dæma. Hárið var þunnt og dökkt, varirnar þunnar og samanbitnar og hann bar þykk gleraugu. Þetta var þá opinberun Beverley, það var sannarlega breyttur smekkur! Max var taugaóstyrk- ur og hringlaði lyklunum í vasa sinum. Ég vissi ekki, hvort mér tókst að halda andlitinu. Beverley vildi fyrir alla muni, að við sætum við hlið þeirra eftir hlé. Beverley dottaði og hrökk upp, þegar lista- mönnunum var klappað ákaft lof í lófa. Hún bauð okkur heim í smáhressingu. Max sagði strax já, en mig Iangaði ekki vitund. Ég þekkti ekki þessa hlið á vinkonu minni og þessi Jón leit út eins og hann myndi á hverri stundu draga upp skammbyssu og skjóta okkur niður. Partýið var alveg jafn skelfilegt og ég hafði reiknað með. Beverley ræddi um bókmenntir við Jón. Hún drakk bara ávaxtasafa og borðaði vínber. Hún var í megrun. — Ó, flærð, nafn þitt er kona, tautaði Max, sem ekki hafði látið sér nægja ávaxtasafa. Beverley heyrði hvað hann muldraði, sneri höfði brosandi og malaði: — Shakespæ-rrr. Næst þegar við Max hittumst bárum við saman bækur okkar. Við höfðum notað tímann vel, Max hafði hugsað, ég gert ýmsar athuganir. Hann varð að sjálfsögðu að eiga fyrsta orðið, þó að ég hefði auðvitað ólikt fleira vitlegt að segja. — Beverley er ekkert nema leikfang i hans augum, Ijóska — óskadraumur allra manna. Með þessum voðalegu gleraugum greinir hann ekki smáatriðin. —■ En hvað með Beverley? — Ja .. tja .. — Nú skaltu heyra. Það eru fleiri lögfræðingar á þessari skrifstofu og hver og einn hefur sinn ritara. Þær sinna ýmsum verkum, svo sem skjalavörslu og almennum skrifstofustörfum, allar nema Beverley. Hún er bara hálfan daginn og aðstoðar Jón. Hún er inni hjá honum mest allan timann. Hann faest aðallega við fasteignasölu. Hún segir, að það sé svo mikið einkamál, dásamlegt allt, segir hún. — Fasteignirnar? — Nei, sauður! Vinnan auðvitað, ansaði ég. — Og launin? Eiginlega hafði ég ekki ætlað að segja það, en ég mátti til. — Já, það er það skrýtna. Hún fær næstum ekkert — ekki i peningum alla vega. — Hvernig ber nú að skilja þetta? — Það er vegna skattsins, segir hún. Hún fær greitt í öðru formi. Max var sauðslegur á svip. — Sagði hún ekkert hvaða? — Ekki beint. En ég fékk svona smá- hugmyndir, hún nefndi t.d. kampavin, ilmvötn og svona ýmislegt lúxusdót. Max var greinilega nóg boðið. Ég bætti við: — Hún hefir aðgang að kassanum. — Nei, heyrðu mig Katrín, áttu við frímerkjakassann eða aðalpeninga- geymsluna? — Skiptir þaðmáli? — Af hverju? — Æi, jæja, ég segi nú bara svona. En það var greinilegt, að Max var eitthvað að brjóta heilann. Ég vildi gjarna fá góð ráð hjá Max, en honum hætti við að hanga í smáatriðum. — En annars virðist Beverley hamingjusöm, sagði ég og breytti nú um tón. — Það gerir málið flóknara. — Kannski gerir henni ekkert til, þó að hún komist aðeins í snertingu við 15. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.