Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 7
Edda: Það getur nú líka stafað af því, að hans kjör versna oft miklu meira en konunnar við skilnað. Venjulega höldum við íbúðinni og börnunum, þannig að heimilislífið er ekki alveg búið að vera hvað okkur snertir. Ég veit líka dæmi þess, að það er kominn það mikill biturleiki í konuna, er til skilnaðar kemur, að menn- irnir fara svo til slyppir og snauðir út úr hjónabandinu og eiga ákaflega erfitt með að hefja nýtt líf joess vegna. Það getur ekki verið neitt skemmtilegt að þurfa að byrja á því að hokra einhvers staðar i einu herbergi úti í bæ. Anna: Og það skýrir líka ofurlítið dæmið með plastpokagæjana, sem að minnsta kosti fjórar okkar hérna hafa kynnst af eigin raun og eru miklu algengara fyrir- brigði en fólk gerir sér grein fyrir. Það er eins og konurnar skammist sin fyrir að hafa lent í þessu og þegi þess vegna um það, þó það sé mesti misskilningur. Skömmin er að mínu mati öll þeirra. Inga: Auðvitað eigum við nokkra sök á þessu sjálfar með því að hleypa þeim inn á okkur í upphafi vega sinna, en oft gerist þetta eiginlega án þess að við gerum okkur grein fyrir hvað er að gerast. Nína: Þarna spilar nú aðstaða okkar lika dálitið inn í. Við kynnumst manni, sem okkur likar vel við, og við, sem erum með ung börn, eigum ekki svo heimangengt. Svo hann tekur að venja komur sínar á heimilið og áður en maður hefur áttað sig á, er hann blátt áfram fluttur inn, jafnvel þó hann haldi einhverju herbergi úti í bæ. Rósa: Þetta byrjar líka svo ósköp pent og huggulega. Fyrst er aðeins komið með einn plastpoka með rakgræjunum og nær- buxum til skiptanna, en smám saman tekur pokunum að fjölga... Inga: . . . og áður en maður veit af, er klæðaskápurinn hlaðinn af fötum, maður- inn farinn að heimta hreinar skyrtur og mat sinn á réttum tíma, rétt eins og hann væri heima hjá eiginkonunni. Það versta er þó, að hann telur sig ekki hafa nokkrar skyldur til að greiða fyrir veitta þjónustu, Munurínn á eldhúsmellu og karímellu er þó sá, að eldhúsmellan sér um heimilisstörfin, en það gerír karlmellan ekki. mat og aðra heimilisreikninga, og er óspar á að tilkynna manni, að hann sé þarna kominn án nokkurra skuldbindinga. Það hefur verið talað mjög niðrandi um heimavinnandi konur og þeim verið gefin nafngiftin eldhúsmellur. En hvað með svona karlmenn? Þeir láta ekki einu sinni í té neina vinnu við heimilisstörfin, svo að í minum augum eru þeir ennþá meiri mellur. Anna: Auðvitað gengur svona samband aldrei nema um tíma. Við konur erum þó alltof þolinmóðar og oftast gefur þessi maður einhverja harmræna skýringu á blankheitunum, sem eru „aðeins tíma- bundin”. Og við erum alltaf tilbúnar til að hjálpa og vera skilningsríkar. Þangað til það rennur upp fyrir manni, að þetta „tímabundna ástand” virðist ekkert ætla að breytast og spennan eykst. Loks hefur maður glatað allri virðingu fyrir manninum og þar með áhuganum. Þar að auki hafa einstæðar mæður a.m.k. alveg nóg með sjálfar sig og hafa ekkert fjárhagslegt bolmagn til að bæta við einu barni í viðbót í búið. Rósa: í minu tilfelli var ég sem betur fer nokkuð fljót að átta mig á hlutunum og hann var í rauninni aldrei fluttur inn. Ég fór nógu fljótt að taka eftir því, að hann var alltaf að læðast í isskápinn á nóttunni og oft var ekki einu sinni nóg eftir i skólanesti barnanna á morgnana. Svo að ég tók mig til iog tæmdi ísskápinn á kvöldin að öllu nema mjólk og faldi matinn í öðrum skápum. Hann sagði að vísu aldrei neitt, en það leið heldur ekki á löngu, þar til samband okkar flosnaði algjörlega upp, sem betur fer. Inga: Ég lenti hins vegar svo illa í svona manni, að það á eftir að taka mig langan tíma að ná mér aftur á fjárhagslega réttan kjöl, að maður tali nú ekki tilfinningalega. Maðurinn, sem ég bjó með, átti við drykkjuvandamál að stríða og eftir miklar umræður ákváðum við að flytja út á land í heimabæ hans, þar sem hann „ætlaði aftur að ná sér á strik”. Svo að ég seldi íbúðina mína hérna í bænum og keypti íbúð í þessum vissa bæ, sem var auðvitað mun verðminni. Afgangurinn fór svo í að bjarga honum út úr víxlaöngþveiti, sem hann var kominn í, svo að hann hefði nú alla möguleika á að „byrja nýtt líf’. En því miður kom bara aldrei að því og árangurinn er sá, að ég sit nú eftir ein með börnin í leiguibúð í Reykjavík. Ég var svo grunnhyggin að álíta, að hann mundi nú kannski borga mér eitthvað til baka, er upp úr slitnaði, en það var nú eitthvað annað. Hann hellti sér bara yfir mig með óbótaskömmum og sagðist ekki borga neitt, nema ég sýndi honum reikningana. Auðvitað hafði ég enga reikninga, við bjuggum jú saman og ég gerði aldrei ráð fyrir, að hann væri sú mannleysa, að ég þyrfti að halda reikningshald yfir útgjöld min í sambandi við hann. Þetta var hræðilega ömurleg lífsreynsla, sem ég verð sjálfsagt lengi að ná mér eftir. Nína: Minn sambýlismaður var einn af þessum, sem hafði eftirlátið fyrrverandi eiginkonu megnið af eigunum, a.m.k. að því hann sagði. Og það var ekki nóg með að hann væri á mínu framfæri á heimilinu, heldur var hann stöðugt að slá mig um smá upphæðir, sem hann ætlaði að borga aftur við tækifæri. En það tækifæri kom bara aldrei. Ég tók fljótt að þreytast á þessu og undir lokin olli þetta þó nokkrum deilum okkar á milli. Það skrítna var þó, að í hvert sinn sem þessi mál bar á góma þaut hann bálreiður út á veitingahús til að drekkja þar sorgum sínum vegna þess hvað ég væri vond við hann. Og þá átti hann alltaf nóga peninga. Það kastaði þó fyrst tólfunum, 16. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.