Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 11
árekstrar við umheiminn á þessu þróunar- skeiði og barnið getur sýnt mikinn mótþróa og fengið mikil reiðiköst. Á þessum aldri eru börn upptekin af ýmiskonar leikjum og sú tegund leiks sem kallaður er hlutverka- leikur hefur göngu sína. Það er sá leikur sem mótast af því að börn bregða sér í ýmis- konar hlutverk, t.d. leika pabba, mömmu, bangsa, ljón o.s.frv. 4ra ára börn Á þessum aldri eru börn mjög virk. Leikur barnsins mótast nú meira en áður af frjóu hugmyndaflugi. Það segir gjarnan hinar ótrúlegustu sögur og leikur eitthvað allt annað en sig sjálft. Barninu finnst mjög gaman að heyra fullorðið fólk segja frá og því finnst einnig sjálfu gaman að segja frá. Oft býr það til (skrökvar) hinar furðulegustu sögur í huganum. 4 ára börn spyrja mikið og þau hlusta með meiri eftirtekt en áður. Spurningar barnsins eru innihaldsríkari en fyrr og þegar barnið hefur fengið eitt svar við spurningunni heldur það gjarnan áfram að spyrja. 4 ára börn hugleiða mikið lífið og tilveruna. Þau hugsa um hvernig börn verða til, hvernig þau fæðast og hvernig þau stækka. Þau hugsa á svipaðan hátt um dýr. Hugrenningar um sjúkdóma og dauða manna og dýra eru algengar á þessum aldri. Við 4 ára aldur þarfnast börn enn meira en áður félagsskapar annarra barna. Þau lenda ennþá í árekstrum við umhverfi sitt en oft er auðveldara.en áður að lagfæra það sem úrskeiðis fer. Það tilheyrir þessum aldri að barnið er mikill vinur vina sinna. En skyndilega getur slest upp á vinskapinn og vinurinn sem var svo góður fyrir stuttri stundu er nú hinn versti óvinur. En ósamlyndið getur lagast fljótt og börnin verða perluvinir á ný. 5 ára börn Á þessum aldri eru þrjóskuköst æ sjald- gæfari og það er oft auðvelt að fást við 5 ára börn. Barnið getur skipulagt lengra fram í tímann og leikur þess getur haft ákveðnari tilgang en fyrr. Börn á þessum aldri segja oft fyrirfram frá því sem þau ætla að taka sér fyrir hendur og tala svo á meðan þau framkvæma. Barnið byrjar gjarnan að hugsa um hvernig maður „á” að vera og hvernig mað- ur „á” að haga sér undir ákveðnum kring- umstæðum í ákveðnum hóp. Samfara þessu kemur hugsunin um hvaða leikreglur gilda um mannleg samskipti. Á þessum aldri er barnið ekki eins háð þeim fullorðnu og áður en beinir huganum sifellt meira að umheiminum. En 5 ára börn hafa mikinn áhuga á lífi og tilveru fullorðinna og þau íhuga margt i þvi sambandi. 6 ára börn Það gerist margt nýtt í lífi 6 ára barna. Hugsun barna á þessum aldri mótast meira af raunveruleikanum og barnið gefur sig að umheiminum á raunhæfari hátt. Dagdraumar eru oft miklir á þessu tímabili en þrátt fyrir það er barnið færara en áður um að greina á milli ímyndunar og raunveruleika. Börn breytast oft í útliti við 6 ára aldur. Mörg þeirra verða nú öll á lengdina og kringlótt smábarnsútlit hverfur. Hinn hraði líkamsvöxtur sem barnið merkir, veldur því að barnið þarf að fá útrás fyrir spennu og óróleika. 6 ára börn hafa mikla þörf fyrir hreyfingu og virkni. Vinir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr. Leikur barna verður enn skipulagðari en áður og í sameiginlegum leikjum skipta börnin oft hlutverkum á milli sin. 16. tbl. Vikan IX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.