Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 19
var fyrir alla, það var ein af ástæðunum fyrir því að hún barðist enn fyrir því að sum sætin væru höfð ódýrari. Ekki það að þessir gallabuxnahirðingjar sátu ekki í ódýru sætunum. Þeir eyddu jafn- miklum tíma og peningum í að velja þessar tuskur sínar eins og hún hafði eytt i kjólinn sem hún svo gleymdi að vera i. Eða eins og Michael og Peter sem stóðu við hlið hennar höfðu eytt í sin föt: Michael í fallegum svörtum flauels- jakka; Peter í allt of kynferðislegum svörtum, silkisamfestingi og með þungt silfurbelti sem hvildi á mjöðmum hans. Já, þessi samfestingur var vissulega í sér- stökum stíl en raunverulegur glæsileiki var nokkuð sem hann var of ungur til að þekkja. Meira að segja ballerínurnar, nema þær sem voru eins gamlar í hettunni og Emma, höfðu ekki lengur þennan stíl. Eða glæsileika. Ó, einu sinni hafði bara það að ganga inn i leikhúsið verið eitthvað kitlandi! Þá voru allir, já allir, svo glæsilegir að rómantikin blómstraði. En nú var hún ekki lengur til, það var hlegið að öllu sliku, rómantík var gamaldags. Hið frjálsa kynlíf var það sem komið hafði í staðinn. En þar var heldur ekkert sem kom lengur á óvart, allt var orðið ósköp venjulegt. Jafnvel frumlegustu sér- vitringar voru orðnir ósköp venjulegir. Allt sem var óvenjulegt var horfið. Horfið með kertaljósunum. sam- ræðunum og almennum kurteisis- venjum. Og ef hún átti að fara að telja upp það sem horfið var, mátti hún ekki gleyma peningunum sinum. Það eina sem eftir var af því sem hún hafði elskað var ballettinn, hann hélt ennþá velli. En hana grunaði að peningaleysi ætti fljótlega eftir að verða honum að falli og þá kannski fyrir fullt og allt. En eitt var þó í fullu fjöri: þrjóska hennar. Hún mundi selja hverjum sem var og hvemig sem hann væri klæddur aðgöngumiða — jafnvel þó þeir væru með lendastykki, eða skýldu sér með laufblaði einu saman — bara ef hún gat límt upp miðann þvert yfir auglýsingaspjaldið sem auglýsti viðhafnarsýningar hennar. Miðann sem á stóð: UPPSELT: „Ef það verður uppselt I tvær vikur,” sagði hún sigurglöð við Michael og Peter, „endum við árið með tekjuhalla sem nemur innan við áttatíu þúsundum!” „Að hugsa sér,” sagði Michael. „Það er svipað verð og hálsfestin þín,” bætti Peter við. Adelaide hló. „Ó, elsku besti, þetta er eftirlíking. Sú jjpprunalega fór fyrir — ja fyrir hverju fór hún, Michael?” „Verkfalli hljómsveitarmannanna.” „Ó, já. Svínin.” Ames hefði hlegið hefði hann heyrt hana segja þetta. En það höfðu allir hærra kaup en dansaramir hennar, meira að segja sviðsmennirnir sem voru að spila póker niðri í kjallara hálft kvöldið. Þeir voru svín, meira að segja gömul svín flestallir. Þeir entust lengur en dansaramir lengur en allir nema hún. „Eigum við ekki að fara á bak við?” spurði Michael. „Ég er ekki tilbúin.” 1 allan þennan taugaæsing og skapofsa? Nei takk fyrir. Hún lét Peter um að deila út róandi orðum og kossum. Hún fengi nóg að gera við að óska þeim til hamingju á eftir. Hún gat ekkert gert núna. Sýningin var héðan af í þeirra höndum. Það vissu þau líka öll að tjaldabaki og sú vitneskja gerði þau taugaóstyrk. Ennþá taugaóstyrkari en venjulega af því að þetta var sérstök viðhafnarsýning. Og eins og Emma hafði sagt, þá rikti þar mikil samkeppni. Þau heyrðu fyrstu tónana berast frá hljómsveitinni og meðan þau biðu hituðu þau upp, löguðu GEMINI Erum einnig umboðsmenn fyrir úrvalsmerkin: Randall, Hondo, Guild ásamt Londoner strengjum. TÖLVU- STÝRÐ SKEMMTI- ORGEL Mefl nýrri gerfl Intergrade rósa. Sýnishorn ð staðnum. Leggið inn pantanir sem fyrst. Kaupifl afleins þafl besta. HLJÓMBÆR Hverfisgötu 108 — Sfmi 24610 Á KROSSGÖTUM andlitsfarðann, mýktu skóna sína, sléttu úr búningunum og töldu blómin. Alls staðar var allt fullt af blómum, í búningsherbergjunum og fram alla ganga, svo það var bæði erfitt og hættulegt að komast leiðar sinnar. Sumir vendirnir voru frá stjórninni, aðrir frá aðdáendum, vinum, foreldrum, elskhugum, mökum — sumir jafnvel frá þeim sjálfum til þeirra sjálfra. Carter hafði sent Emmu demants- nælu í staðinn fyrir blóm en svo skipt um skoðun og sent stóran blómvönd að auki. Til þess að vera viss um að staða hennar á sviðinu breyttist ekki gat hún sér til um. Nælan átti illa við nýja kjólinn sem hékk á veggnum. Hún ætlaði að vera með demantseyma- lokkana og enga aðra skartgripi. Hún lagði frá sér næluna og hélt áfram eins og hún var vön. Hún hafði hitað upp snemma og látið Freddie setja vafningsbindi um slæma hnéð (þú mátt trúa því að það sést ekki í gegnum þessar sokkabuxur). Hún hafði málað sig í rólegheitum, greitt hárkolluna sjálf, gert við smá saumsprettu á búningnum sínum og saumað nýja borða í skóna sina. Núna sat hún við snyrtiborðið sitt og horfði á sjálfa sig i speglinum tilbúna til að verða að sönnum Rússa, tilbúna til að einbeita sér að því að breyta hinni jafnlyndu Emmu i hina ástriðufullu önnu. Það var barið að dyrum. Emilía kom inn, hún var með legghlifar og i peysu utan yfir búningnum. Emma hafði ráðlagt henni i sambandi við andlits- förðun. „Ertu kvíðin?” Emilia hristi höfuðið. „Ég er að einbeita mér eins og þú sagði mér.” „Gangi þér vel.” Emma kyssti hana á kinnina. „Þér lika.” Emilia endurgalt kossinn en fór samt ekki. „Jæja, Arnold bíður eftir mér.” „Láttu hann ekki breyta neinu,” aðvaraði Emma hana. „Ég passa það." Hún sneri sér við en var ennþá hikandi. „Ætlar þú að vera til hliðar við sviðið og horfa á mig?” „Já, en þú sérð mig ekki.” „Þakka þér fyrir. Fyrir allt. Og ég ætla að horfa á þig og ég veit að þú verður dásamleg. Gangi þér vel” Hún kyssti Emmu aftur og hraðaði sér fram ganginn. Emma var komin á fremsta hlunn með að elta hana, hana langaði til að segja eitthvað meira, eitthvað róandi, eitthvað hvetjandi; hana langaði til að segja henni að það væri ofur eðlilegt að vera með sviðsskjálfta. Það var Emmu engan veginn eðlilegt en samt fann hún fyrir honum núna eða það hlaut að vera það. Eða af hverju ætti hún annars að vera farin að undirbúa sig fyrir fimm mínútna atriði úr ballett, sem hún hafði dansað hundrað sinnum og hún átti ekki að sýna fyrr en eftir klukkutíma? En hún hélt áfram eins og hún var vön. Hún . hristi hendumar og dró djúpt að sér andann — hægt inn, hægt út, hægt inn, hægt út, innöndun og hvila, útöndun og hvila. Það hlægilega við þetta var að hún hafði allt of mikinn tíma. Hún gat ekki bara setíð og beðið. Hún ætlaði að heimsækja dansarana sem komið höfðu erlendis frá og óska þeim góðs gengis. Hún skoðaði sjálfa sig í speglinum. — Já, hún ætlaði að leggja sig alla fram í kvöld. Hún yrði alveg einstök. Anne Bancroft f hlutverfci Emmu er ekki sfflur hrifin af sögu Arthurs Laurents en Shiriey. Carolyn stóð úti i homi á sviðinu. Það glitraði á svarta svanabúninginn hennar. Hún var að æfa nokkur erfið spor en jafnframt var hún að reyna að gera upp við sig i hvaða skóm hún ætti að fara í veisluna um kvöldið. Ef hún færi i silfur- skónum yrði Yuri eins og dvergur við hlið hennar og hún mundi líta út eins og hvitur strútur, sérstaklega með allar þessar fjaðrir. En ef hún aftur á móti færi I sléttbotna skóm myndi hún detta um kjólinn nema hún héldi honum uppi. Og það mundi eyðileggja allt. Kannski ætlaði hann að vera í stígvélunum með háu hælunum. Hún ætlaði að komast að því og ákveða sig svo. Þessi spor gátu ekki orðið betri. Úti í hinu horninu var Yuri að teygja á lærvöðvunum. Hann reyndi eins og hann gat að hlusta ekki á Sevillu því hún gerði hann svo taugaóstyrkan. Hann teygði og teygði og hún talaði og talaði og gerði enga tilraun til að hita sig upp ISVlkan 16. tbl. „Og hvað heldurðu að þessi asni hafi svo sagt,” hún var auðvitað reykjandi. „„Sevilla, ef þú hættir ekki við að fara til Ástralíu þá er allt búið á milli okkar.” Jæja, þú veist nú hvernig ég er. Ég stökk beint út úr rúminu og sagði: „Richard, ég hætti aldrei við það, sem ég er búin að ákveða. Þú getur átt þig." Ó, Yuri, hvað á ég nú að gera?" volaði hún. ,,í guðanna bænum, Sevilla,” sagði hann ergilegur, „reyndu bara að dansa almennilega.” Hún leit undrandi á hann. „Elskan min, það geri ég." Og það myndi hún lika gera. Hún var eins og postulinsbrúða með engar tilfinningar. Hann reyndi að fá útrás fyrir innri spennu með ótrúlega hröðum snúningum sem enduðu ekki fyrr en inni á miðju sviði þar sem Arnold var að gera síðustu breytingar á hlutverki Emilíu. „Þú gerir hana taugaóstyrka,” sagði Yuri. „Ég er ekkert taugaóstyrk." Emilía roðnaði. „Það er ég ekki heldur.” Hann var ánægður með að snúningarnir höfðu tekist svo vel og hann fór að láta eins og hálfgerður trúður, hristi sig og skók af ímyndaðri hræðslu. „Hvers vegna ætti ég lika að vera það? Þetta er bara mikilvæg- asta kvöldið á árinu, mikilvægasta tækifærið. Stórkostlegt tækifæri fyrir Arnold....” „Þegi þú bara,” greip Arnold fram i fyrir honum. Hann langaði mest til að segja honum að hypja sig aftur til Rúss- lands, en bæði var pabbi Arnolds gamall marxisti og auk þess var Yuri frábær dansari og kannski ætti hanu meira að segja einhvern tíma eftir að dansa í ballett eftir Arnold. Ef hann fengi tækifæri til að setja upp annan ballett eftir kvöldið í kvöld. Hann var að fá i magann og hljóp að næsta klósetti. „Það er ekkert að þvi að vera tauga- óstyrkur,” sagði Yuri við Emilíu. Hún svaraði engu. Ég er alltaf hálfóstyrkur þangað til ég er kominn á sviðið. Þá er allt i lagi.” Hann brosti. Hann fékk heldur ekkert svar við þessu. „Gangi þér vel, Emilia,” sagði hann og kyssti varir hennar. „Gangi þér vel,” svaraði hún eins kuldalega og hún gat og klemmdi saman varirnar því hana langaði svo til að kyssa hann til baka. Hann beið. Hún óskaði þess að hún gæti staðið þarna og látið hann biða lengi lengi. Ef hún gerði það færi hún kannski að hlæja og gengi í burtu. Ef hann gerði það gæti hún sparkað i rassinn á honum. Hann hafði stórkostlegan afturenda. Það var lika nokkurs konar hefð að grípa undir fólk til að óska þvi góðs gengis en það þorði hún ekki. Hún óskaði þess að hann færi en stæði ekki þarna og horfði á hana eins og hann gerði þegar þau voru að elskast. Hún kyssti hann. Hann rétti fram hendurnar til að gæla við andlit hennar en áður en hann kom við hana hafði henni tekist að slíta sig í burtu. Einbeitni sagði Emma aftur og aftur, einbeitingin var það sem mestu skipti. Hún var á leið út af sviðinu og til búningsherbergjanna þegar hún sá einhverju brúnu og appelsínugulu bregða fyrir utan við sviðið. Hún breytti rólega um stefnu og gekk framar á sviðið. Þar stóð hún, hristi hendurnar og andaði að sér og frá eins og Emma hafði kennt henni. Þetta brúna og appelsinugula var sami kjóllinn og Deedee hafði verið í þegar ballettinn kom til Oklahoma City. Kvöldtaska, sem hékk i gullkeðju utan um úlnlið hennar, var það eina sem var nýtt. 1 töskunni var hún með frum- sýningargjöf handa Emilíu: litið gullhjarta. Asnalegt kannski en einkennandi fyrir það sem hún meinti að minnsta kosti. Hún beið fyrir utan sviðið eftir tækifæri til að afhenda Emilíu gullhjartað en þá sá hún að Emilía sneri sér við af ásettu ráði til að forðast hana. Eins og hún væri Rose, þessi hræðilega móðir í Gypsy. Hún hafði reyndar heyrt suma dansarana líkja henni við Rose. Það var ekki satt, ekki sanngjarnt og virkilega and- styggilega gert en þó betra en framkoma Emiliu. Þær sváfu i sama herbergi, borðuðu við sama borð, notuðu sama baðherbergi. Emilía sýndi henni alltaf fyllstu kurteisi og virðingu og hún gætti þess að Ethan og Dahkarova vitnuðu henni i hag. Kurteisi hennar var svo ýkt að Deedee langaði mest til að æpa eða grenja eða slá hana. En í staðinn var eins og hún væri með sársaukafullan blýklump í maganum þar sem barn þetta, sem nú hataði hana, hafði einu sinni verið. Nei. Hún hataði hana ekki, hún hafði megnustu fyrirlitningu á henni og var henni reið; hún hlaut að komast yfir þetta. En hvenær? Balletttimunum í Oklahoma lauk á laugardaginn og Wayne kæmi með Janinu á sunnudaginn. Hann hafði viljað koma fljúgandi til að vera viðstaddur opnunar- kvöld þessarar viðhafnarsýningar og fara svo heim næsta morgun. Sem betur fer höfðu flugáætlanirnar verið henni hliðhollar og henni hafði tekist að fá Wayne til að bíða á þeirri forsendu að það væri meira gaman að sjá Emilíu þeg- ar ballettinn yrði sýndur í heild. Hvenær sem það nú yrði. Hún gaf í skyn að það gæti orðið í næstu viku, en kannski yrði það ekki fyrr en á næsta ári. Hún háði örvæntingarfulla baráttu við tímann. Ef Wayne kæmi núna tæki það hann ekki nema eina mínútu að finna kuldann sem ríkti milli þeirra. Og eftir fimm minútur væri Deedee farin að segja honum or- sökina, það yrði hún að gera. En það var þetta vesalings heimska barn hennar sem myndi þjást mest. Framhaldínœsta blaö'i. DÖMU OG HERRA 16. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.