Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 20
Þau voru svo nákomin, að hún hafði strax vitað hvað hafði hent. Nú gilti að haga sér skynsamlega, hún mátti ekki missa stjórn á tilfinningum sínum. Hún elskaði hann og varð að berjast fyrir ást sinni. Þýð: Svanhildur Halldórsdóttir. Er það bara draumur... ? H ann horfði á hana yfir borðið. Vínið örvaði hana eins og alltaf og hann þurfti ekki að halda uppi samræðum. Hún malaði um allt og ekkert og klóraði annars hugar litla skeinu á kinninni. Hann snerti varla matinn, samt var hann ljúffengur og hann var sjálfum sér reiður að geta ekki borðað því hann vissi að hún tæki strax eftir því og þætti það miður. Hann tók upp glasið. — Skál, sagði hann. Hún hló og lyfti glasi. — Góður árgangur, er ekki fáránlegt að geta keypt vín á útsölu! — Tappamir gáfu sig. Fimm af hverjum tíu molnuðu þegar þeir voru dregnir úr flöskunum. Annars höfum við verið heppin hingað til, það er alltaf einhver gild ástæða ef verð er sett niður. Hann stakk upp í sig bita af grænum pipar. Hann horfði á hendur hennar og minntist þeirrar blíðukenndar sem þær vöktu honum þegar þau voru í tilhuga- lífinu — fingurnir heldur stuttir og neglurnar ekkert sérstaklega vandlega snyrtar. Hún masaði um ferðalag, sem hún hafði farið í fyrir þeirra kynni. Hún gerði þetta oft, þurfti alltaf að segja frá því liðna. Hann horfði hugsandi á hana. Hún var lagleg í andliti — glaðsinna og vel gefin, hafði góða stöðu og elskaði hann. Hvers gat hann óskað frekar? Hún lagði frá sér hnífapörin og leit upp. — Þú borðar ekkert, liður þér ekki vel? Hann hló óeðlilega og stakk upp í sig bita. — Bara að ég vissi hvað gengur að þér, sagði hún hugsi. — Ég er þreyttur, þetta var erfið vika. Hún hnyklaði brýnnar. Svo hló hún striðnislega. — Mér finnst stutt síðan þú gortaðir af feikimiklu úthaldi, kannski er ekkert að marka það? Hann kærði sig ekki um að svara, vissi líka að þegar hún fann á sér varð hún þrasgefin. Hann fékk sér ostbita og reyndi að víkja að öðru: — Ertu búin með auglýsinguna, sem þú varst að vinna að? Hún bandaði hendi til hans. — Látum vinnuna mína eiga sig, annars frestuðum við þessu og ég kæri mig ekki um að ræða það. — Hvaða tónn er þetta, þú sem ert venjulega svo upptekin af vinnunni þinni. Hver hefur nú móðgað þig? Hún hleypti í brýnnar. — Enginn. Góði Árni, við skulum njóta kvöldsins, leyfðu mér að slaka á nokkra tima, gleyma því að vera skynsöm og sjálf- stæð. Kvöldið byrjaði annars svo vel... Gamalkunna blíðukenndin gagntók hann eitt andartak og hann teygði fram höndina og strauk henni létt um vangann. Augnaráð hennar varð strax blíðlegt og ástúðlegt. Hann teygði sig eftirblaðinu. — Við ættum kannski að skjótast í bíó? Blikið í augum hennar slokknaði. — Ekki i kvöld. — Er nokkuð í sjónvarpinu? Hún svaraði ekki. Hann blaðaði i blaðinu. Hann vissi hvað hún var að hugsa, vissi nákvæmlega hvernig hún vildi að þau verðu kvöldinu. En hann gat ekki, hann gat einfaldlega ekki orðið við óskum hennar. Hún stóð upp og setti upp vatn i kaffið. Hann horfði á hnakkasvipinn og minntist þess hve oft hann hafði kysst í hnakkagrófina. Tómleikatilfinning gagntók hann. Hún var svo næm — e.t.v. hafði hún þegar getið sér þess til hvað að var. Hánn stóð einnig upp og fór að taka af borðinu. — Ætlarðu að þvo upp núna? Hún kinkaði kolli. — Opnaðu bara sjónvarpið, ég kem með kaffið eftir smá- stund. Hann heyrði að henni þótti miður. Hún kærði sig ekki um að horfa á sjón- varpið, hvað þá fara i bíó. Hann vissi alveg hvað hún vildi. Hann greip blaðið og fór innfyrir. Óþreyjutilfinning náði tökum á honum, honum fannst hann ekki ætla að ná andanum. Hann opnaði gluggann og dró djúpt andann, ferskt loftið hafði róandi áhrif. Hann horfði annars hugar á skýjað loftið og mánann sem óð i skýjaslæðum. Það var fagurt kvöld. Ef allt hefði verið með felldu hefði hann notið þess að virða kvöldhimininn fyrir sér nokkra stund. En hann átti erfitt með að vera kyrr og lokaði glugganum og dró tjöldin fyrir. Þau drukku kaffið og horfðu á fréttirnar og á eftir var einn af þessum uppskrúfuðu þáttum, þar sem stjórn- málamaður svaraði spumingum frétta- manna. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði slíkur þáttur vakið henni hlátur og gefið tilefni til gamansamra athugasemda, en nú var hún þögul. Sat þögul og einkennilega stillt, það var eins og hún biði einhvers. Hvers? Hann vissi hvernig henni leið, sjálfur hafði hann oft fundið spennuna sem myndaðist, þegar maður vissi að eitthvað myndi gerast, eitthvað sem ekki varð umflúið. Hann fann til samúðar, sterkrar og innilegrar samúðar með henni.. Klukkan hálf níu var amerísk vellumynd. Hann stóð upp og slökkti á tækinu. Þögnin sem fylgdi var þrúgandi. Hann stóð upp, gekk eirðarlaus um gólf og sagði svo óeðlilega hátt. — Eigum við að opna gluggann, það er svo mollulegt hér núna. Hann opnaði gluggann og horfði upp í stjörnubjartan himininn, skýin voru næstum horfin og máninn skein. Þráin eftir heitari nóttum og annarri konu varð allt í einu yfirþyrmandi. Hann sneri sér snöggt við og hálfhrópaði áður en hann vissi af: — Ég varð ástfanginn þegar ég var á Kaprí! — Ég vissi það. Hann hrökk við. — Vissir þú það? Hún leit á hann með fyrirlitningar- svip. — Auðvitað! Hefði það hent mig, hefðir þú líka vitað það. Maður finnur það á sér. Maður veit það án þess að vita það! Svo einfalt er það. Hún bætti við eftir andartaks hik: — Samband okkar hefur verið svo náið. Hún táraðist og leit undan. Hann vissi að nú færi hún að gráta. Hann fékk kökk í hálsinn. Svo gekk hann til hennar og settist við hlið hennar í sófann. Þegar hann greip hönd hennar var hún köld og þvöl. Hann þrýsti hana fast. — Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að segja þetta svona. Hún svaraði ekki. Heit tárin féllu niður á hendur þeirra. Þau sátu graf- kyrr. — Segðu mér frá því, sagði hún um síðir. Hann hikaði. Átti hann að gera það? Gæti hann það? Segja frá þvi sem einnig tilheyrði leyndustu tilfinningum ann- arra? Hann átti þetta með henni, henni sem hann elskaði. En orð hennar höfðu áhrif á hann, allt sem hann hafði ætlað að þegja um leitaði fram. Því ekki að gripa tækifærið, sem hún gaf honum. Hann sæi sjálfsagt hlutina í öðru ljósi, þegar hann segði frá. Hann horfði á vangasvip hennar, hárið féll niður og huldi næstum fallegan hliðarsvipinn, hún var hætt að gráta. Svo hóf hann frásögnina, hikandi til að byrja með, en varð ákafari eftir því sem á leið og gleymdi næstum hver það var sem hlýddi á mál hans. Hún var pianisti. Hún hét Vanja — hafði dökkt sítt hár og skipti fyrir miðju. Húð hennar var óvenju falleg, hvít og rauð eins og á gömlu málverki. Hún skipti svo fallega litum, en fegurst voru augun — djúpblá og augnahárin löng og þétt. Hann tók ekki eftir því að hann talaði í þátíð. Við og við gaut hún augunum eldsnöggt til hans, sársaukinn nísti hjarta hennar. Það sem hann sagði skýrði allt. Strax og hún hitti hann á flugvellinum um daginn hafði hún fund- ið að eitthvað hafði gerst. Hann hafði forðast að lita i augu hennar og að snerta hana. Það líktist honum ekki, svo hún skildi strax hvernig í öllu lá. Samt hafði hún ekki treyst sér til að spyrja beint og þar sem hann hafði ekkert sagt heldur, hafði hún vonað að þetta liði hjá. — Hún var þarna í fríi, stundum lék hún í kapellunni. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Við vorum aldrei mörg þar. Maurice var oft þarna nálægur — hann hafði tileinkað henni nokkur lög. Einkennilegur náungi, eiginlega hefur maður aldrei kynnst honum. Hann þagnaði og var hugsi. Hún hreyfði sig ekki, eitthvert einkennilegt sinnuleysi greip hana. Henni fannst hún köld og tilfinningalaus, eins og þetta snerti hana ekki. — Snemma einn morgun skruppum við til Amalfi. Maurice hafði leigt bát og við tókum með okkur vín, ost og kex. Við vorum fimm saman, allir glaðir og í góðu skapi. Veðrið var unaðslegt og náttúran skartaði sinu fegursta. Loftið var mjúkt eins og silki.... Hann talaði hægt og naut orðanna, þau þrengdu sér inn í vitund hennar, særðu og rifu hana skyndilega upp úr tilfinningaleysinu. Hún fann að grátur- inn var aftur að brjótast fram. Smásaga eftir Majbritt Sjödin 20 Vlkan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.