Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 23
Suzi Quatro er geysivinsæl um þessar mundir, enda á stöðugum hljómleikaferðum. Vinsældir hennar eru hvað mestar á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Albúmið If You Knew Suzi, litla platan If You Can’t Give Me Love og lagið Stumblin’In, sem hún söng með Chris Norman, hafa aukið á vinsældir hennar að undan- förnu. Danskur blaðamaður spurði hana nýlega,hvernig á þvi stæði, að ekki væri meiri sala í plötum hennar í Bretlandi, þar sem það væri hennar heimaland. — Stumblin’In með Chris Norman hefur gert mikla lukku. Hvernig er með framhaldið, t.d. ef lagið nær vinsældum í Bandaríkjunum? — Þetta var bara gert upp á grin, en gerði lukku. Það eru engar áætlanir um framhaldið, en ef Bandaríkin taka vel við því, verðum við eflaust að hugsa fyrireinhverju fleiru. — Þú ert búin að eyða ótrúlega mörgum árum í hljóm- leikaferðir. Verðurðu aldrei þreytt á þessu? — Mér leiðist á milli hljóm- leika, á ferðalögunum, á hótelunum, en ég verð aldrei leið á því að koma fram. Fyrir svo sem hálfu öðru ári hallaði undan fæti hjá okkur og við tókum það rólega í nokkra mánuði. Það kom sér reyndar ágætlega, út úr þeirri hvild kom If You Can’t Give Me Love. — Ferðu eftir óskum fólks á hljómleikum? — Já, ég reyni að mynda mér skoðun á því hverju sinni, hvað áheyrendur vilja fá að heyra, og svo fá þeir það: Can The Can, 48 Crash, Devil Gate Drive o.s.frv. — Lifirðu heilbrigðu lífi? — Ég grennist um a.m.k. eitt kíló á hverjum hljómleikum, en ég þarf samt að gæta að matar- æðinu. Ég leik squash (bolta- leikur, sem ekki þekkist á íslandi) og syndi. Við höfum sundlaug heima, Og svo iðka ég jóga. Það kennir manni að slaka á. „ROKKIÐ LIFIR LÖIMGU EFTIR AÐ HEIMURINN ER DAUÐUR" segir Suzi Quatro, sem svarar hér tíu góðum spurningum — Kannski er það vegna þess að ég hef haldið svo fáa hljóm- leika í Bretlandi. Annars náði If You Can’t Give Me Love miklum vinsældum þar, og reyndar hefur salan á þeirri plötu nú náð 1.5 milljón eintaka í heiminum. — Af hverju hættirðu allt i einu að sjást í leðurfötum? — Ég vildi ekki láta rugla mér saman við punkrokkara. Ég hef ekkert á móti leðrinu sem slíku og finnst reyndar mjög gott að klæðast leðurfatnaði. Það er því ekkert ólíklegt, að ég halli mér aftur að leðrinu, þegar þessi nýja bylgja er gengin yfir. — Hvernig ganga heimilis- störfin fyrir sig hjá stórstjörn- unni Suzi? — Ég bý um rúmin, Len (eiginmaðurinn, gitarleikarinn Len Tuckey) býr til matinn og svo fáum við konu heim til að gera hreint. Þegar garðurinn þarfnast umönnunar, köllum við til garðyrkjumann. — Hvaða skoðun hefurðu á kvenréttindamálum? — Eru þau ekki að verða úrelt? Mér finnst sjálfsagt, að konur láti til sín taka í rokktón- listinni, en mér líkar ekki, að þær noti kynferði sitt sér til framdráttar. Ég er rokkari, þegar ég kem fram, ekki bara kona. — Nú eru liðin 25 ár síðan fyrsta platan með Bill Haley kom út, Rock Around The Clock. Heldurðu, að rokkið verði enn við lýði eftir 25 ár? — Rokkið? Auðvitað! Rokkið lifir löngu eftir að heimurinn er dauður! Þetta var annars vel sagt hjá mér! — Þú hefur verið með í sjónvarpsþáttunum Happy Days með The Fonz. Áttu von á að gera meira að sliku, eða stendur til að koma fram í kvik- mynd? — Hvort tveggja. Happy Days halda áfram. En ég ætla líka að koma fram í kvikmynd. Um það get ég þó ekki sagt meira eins og er, það er hernaðarleyndarmál. Annars hefði ég vel getað hugsað mér hlutverk Oliviu Newton-John í Grease, en ég hefði leikið það öðruvísi. 16. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.