Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 36
 'INTI PERSPIMNT DEODOMNT tvofold vernd í24tíma! Admiral svitavarinn veitir þér tvöfalda vernd Hann hefur bæói hemil á svita og eyóirjykt í 24 tima samfleytt. ADMIRAL SVITAVARI fæst bæói á spraybrúsum: ADMIRAL DRY og á kúluflöskum: ADMIRAL ROLL-ON. ílHAllltAI AUAUICAL SPARI- DÚKUR Allir vilja eiga fallegan dúk að leggja á borð við hátíðleg tæki- færi. En nú er það svo að ekki hafa allir ánægju af útsaum né hafa til þess tíma að sauma út í stóran dúk. Er þá ekki upplagt að setjast við saumavélina og fella blúndur á fallegt efni? Á myndinni sést glöggt hvernig leggja ber blúndurnar og eins hvernig þið gangið frá hornunum. Þið veljið auðvitað efni og lit eftir ykkar smekk en hér er notað 115 x 150 sm af brúnu lérefti. Athugið vel að efnið sem þið veljið hlaupi ekki. Blúndan er 2 sm breið. Blúndan sem felld er inn í dúkinn er með jöðrum og af henni þarf 9,65 m. Kringum dúkinn þarf 5,50 m af blúndu sem er með tökkum annars vegar. Finnið nú miðju efnisins og þræðið eftir miðjunni. Mælið 8,5 sm sitt hvorumegin frá miðju og þræðið einnig línur. Leggið blúnduna yfir miðju merktu línanna og þræðið blúnduna fasta. Klippið efnið sundur eftir þráðlínunni og pressið saumana að efninu. Saumið nú blúnduna með þéttum zig-zag sporum í blúndujaðarinn. Snyrtið kant- ana frá röngunni alveg upp við sauminn. Mælið nú 5 sm frá köntunum og merkið línu á sama hátt hringinn í kring. Þræðið því næst blúnduna á og gætið þess að ganga fallega frá í hornunum. Þræðið að síðustu blúnduna kringum dúkinn, pressið saumfarið inn og saumið fast á sama hátt. Farið að síðustu yfir dúkinn með heitu járni og rökum klút. WILLY beygir hann fyrir hom á tveimur hjólum við Hamman-Bent-es- Sultan bænahúsið. — Nú eru nákvæmlega 36 mínútur síðan hann fór og nú staðnæmist hann fyrir utan Zeena barinn, grípur vasa- pelana, þýtur inn og nær í Múhammed. — Nú réttir hann Múhammed flöskurnar. — Og nú er verið að fylla þær. Hann þýtur eins og elding út í jeppann, gefur síðan bensínið í botn og aftur út á olíumettaða götuna ... — Og nú . . . eru 45 mínútur liðnar. Hann fer framhjá bensínstöðinni við Oudjda Nwala. Nú beygir hann út á veginn. 50 mínútur! Hann þýtur framhjá Beni Zusfana. Þvílíkur ökuþór! Enginn fær hjólin til að snúast jafnhratt og Abdullah. Hann er að vísu þrjóskari og stoltari en fjandinn, en hann kann að keyra, sá þeldökki eyðimerkurdjöfull. Yfirverkfræðingurinn hafði ekki augun af vísunum á úrinu sínu. — Og nú þýtur hann í gegnum Wed Zusfana vinina, svo arabagríslingar, hænur, geitur og gamlar bedúína- kellingar flýja í allar áttir, æpandi og skrækjandi, bölvandi og ragnandi. — Og nú er hann kominn í sandhólana við Ben 1 Ounef! — Nú beygir hann og hefur borturninn í sjónmáli. Hann sér allt svæðið, geymsluskúra, tjöld og allt kramið. Skjátlist mér ekki því hrapallegar, Liam, þá eru ekki nema 5 mínútur þar til hann kemur... 4 mínútur... 3 mínútur ... 2 mínútur . . . ein mínúta... Yfirverkfræðingurinn þagn- aði, því nú heyrðist fótatak í sandinum. Abdullah nálgaðist mennina tvo, nöktum, breiðum, ilsignum bedúínafótum. Hann nam staðar frammi fyrir húsbónda sínum og handleggir hans héngu silalega niður með síðunum. — Effendim inglese, sagði hann og horfði fast á Webster Booth dökkbrúnum augum. — Hvar sagðirðu aftur að vasa- pelarnir væru? Abdullah leitaði alls staðar, en gat ekki fundið þá! * 36 Vlkan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.