Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 43
„Dömurnar fyrst,” svaraði hann á- kveðinn. Hann drap á vélinni og lagði aðra stígvélaklædda löppina upp á mælaborðið. Allt í lagi hugsaði hún með sér í skyndilegu kæruleysi — ef hann var svona ákveðinn í að vita hvert hún væri að fara þá skyldi hún leyfa honum að reyna aðelta sig! Land-Roverinn var enn í gangi. Hún skellti honum i gír og rauk af stað. Hann var ákveðinn í að vera kæruleysislegur og hún var komin úr augsýn áður en hann kom sér af stað. Full einbeitni þeytti Jan farartækinu til í kröppum beygjum á bugðóttum veginum án þess að hægja á sér. Hún heyrði í hinni bifreiðinni. Hljóðið í henni var hærra en i hennar. En sandbíllinn sást ekki enn í speglinum. Hún var viss um að hún færi brátt að nálgast afleggjarann en hún vogaði sér ekki að líta á kortið sem lá í hinu sætinu. Hallinn minnkaði. Nú sá hún afleggjarann. Hún beit sig í vörina um leið og hún snarhemlaði, rak bílinn í lægri gír og smeygði sér inn á þröngan slóðann. Hljóðið í vél sandbílsins hækkaði skyndilega. Jeppinn skoppaði yfir lága sandskaflana en svo var hún komin á ströndina, á opið svæði, og hún gat ekkert farið. Hún stansaði móð og más- andi og drap á vélinni. Eftir augnablik rann litli bíllinn upp að hlið hennar og stansaði. Jan starði beint fram og beit saman vörunum. „Bravó!” Það var glettni í rödd hans. „Þú ekur alveg stórkostlega. Og drembilegur svipur þinn er TRÉS MAGNIFIQUE.” Jan fann að hún gat ekki haldið munnvikjunum kyrrum. Frakkar! Hver einasti þeirra var uppblásinn af ódrepandi sjálfsáliti! „Allt í lagi.” Hún brosti, ennþá móð. „Þú vinnur!” Hann kinkaði kolli ánægður með sjálfan sig. „Auðvitað. Og ég skal setja upp verðlaunin. Fyrst hvað þú heitir. Ég heiti Yves Gerald.” Hún yppti öxlum. „Jan Whittaker”. „Þú ert frá Englandi?” spurði hann og Jan kinkaði kolli. „Jæja, Jan Whittaker, vilt þú leyfa mér að bjóða þér í mat í kvöld?” „Hann tók eftir varkárninni í augum hennar og brosti. „Það verður allt í lagi. Þessi hluti strandarinnar er ekki enn orðinn fjölmennur en það er lítið hótel nálægt sem ég mun fara með þig á.” Hann hélt áfram eins og málið væri út- kljáð. „Ætlar þú aðdvelja hér?” „Ég held það. Já, þetta hlýtur að vera bústaðurinn.” örlitið lengra inn með ströndinni gat hún séð lítinn kofa með stráþaki, næstum falinn í frumskóginum, sem náði niður á sandinn. Hinum megin flóans voru sex hrörlegir pálmakofar og tveir veður- barnir gráir bátar dregnir upp á sandinn. FYRSTI HLUTI Þýð.: Emi! örn Kristjánsson Eins og hún hafði vonað var þetta fullkominn staður til köfunar. Breitt kóralrifið lá næstum því alveg yfir mynni flóans. „Hvað ætlar þú að gera hérna?” spurði Gerald. „Synda. Sóla mig. Hvílast. Borða.” „Alein?” „Það er ágæt tilbreyting.” Hann lyfti brúnum fullur grunsemda en Jan brosti bara. Hún þurfti ekkert að útskýra það að hún væri óbundin — að hún væri ekki að komast frá neinum manni eða reyna að gleyma einhverjum manni. „Býrð þú nálægt?” spurði hún. „Mmmm.” Hann kinkaði kolli. „Ég er umsjónarmaður á sykurplantekru rétt ofan við ströndina.” Hann rétti úr sér með tregðu og teygði sig í kveikjulyk- ilinn. ,.Og þvi miður hef ég verk að vinna. En ég verð kominn aftur um klukkan sex.” 16. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.