Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 45
DAUÐINN ÚR DJUPINU Hann kom aftur eftir fáein augnablik og brosti breitt. Á eftir honum kom maður í þjónsjakka, augljóslega mjög tregur. „Myndir þú trúa þvi?” sagði Gerald. „Ég fann landa þinn.” „Suður Afríkumaður núna,” urraði maðurinn. „Ég flutti fyrir mörgum árum.” Gerald veitti honum enga athygli. „Hann vinnur hér um tíma. Rudman, sagðir þú ekki Hank Rudman?” „Það er rétt.” Rödd hans var köld og hann starði köldum augum út í fjarskann. Hann var ekki eins hár og Gerald en þreknari. Þegar hann hreyfði sig, eins og hann gerði núna, til þess að ná i bakka á næsta borði, voru hreyfing- ar hans óvenju léttar. Hann beygði sig og setti tómu glösin á bakkann. „Get ég hjálpað ykkur um eitthvað annað?” „Eruð þér i vinnufríi?” spurði Jan alúðlega. Þjónninn kinkaði kolli án þess að lita á hana. „Þaðer rétt?” Hún reyndi aftur. „Hvaðan eruð þér?” „Jo’burg.” Gerald hafði fengið nóg. Hann pantaði meira að drekka og benti manninum með handarsveiflu að fara. „Önugur betlari,” tautaði hann. „Brytinn var að segja mér frá honum. Hann á snekkjuna þarna, þessa í miðjunni, held ég. Hún heitir víst Haf- golan. Hann býr á henni, að því er virðist. Þegar hann verður blankur stoppar hann og vinnur eilítið.” Jan horfði á Rudman með meiri áhuga þegar hann kom aftur með drykkina. Hún tók eftir, sér til gamans, að þrátt fyrir hreinan jakkann og snyrtilegar buxumar var hann i þeim verst förnu strigaskóm sem hún hafði nokkurn tíma séð. „Hljómar skemmtilega,” sagði hún þegar hann var farinn. Gerald setti upp fyrirlitningarsvip. „Stefnulaus.” Hann lét málið niður falla og fór að tala um plantekruna sína, eyjuna og fegurðina sem hann ætlaði að sýna henni á fjöllunum og skerjunum. Þegar þau voru tilbúin til brottfarar kom Hank Rudman með reikninginn. Gerald borgaði og afhenti honum siðan, dramb- samlega, mikið þjórfé. Maðurinn roðn- aði en hann kinkaði kolli kurteislega og sagði „Þökk”. Jan leitaði að sjalinu sínu og þóttist ekki taka eftir þessu. En þegar hún stóð upp brosti hún blítt. „Þetta var góður matur. Verðið þér hérna lengi?” „Nei,” sagði hann lágri röddu. „Ég fer í næstu viku.” „Góða ferð þá,” sagði hún vingjarn- lega. Hann ómakaði sig ekki til að svara. Morgunninn var fölur eins og skel séð innanfrá þegar Jan gekk út á lítinn pallinn með bolla af rjúkandi kaffi milli handanna og settist á þrepin til þess að bíða sólaruppkomunnar. Eftir fimm daga I kofanum var sólar- upprásin orðin að vana. Hún fylgdist með því með ánægju þegar himinninn dökknaði og varð ótrúlega blár og silfurlitað vatnið varð grænblátt. Hún velti því fyrir sér hvort Yves Gerald myndi koma I dag. 1 gær hafði hann ekið henni um plantekruna. Hún hafði ekki hitt Dubois majór en hún dáðist að fallega gamla húsinu hans með stóru svölunum. Á morgun, hafði hann sagt, gæti ver- ið að þau færu upp i fjöllin. Jan stóð upp og teygði úr sér. Eitthvað skvettist til, einu sinni og svo aftur, hinum megin við rifið. Þungt hljóðið vakti strax athygli hennar. Hún virti sjóinn vandlega fyrir sér. Þar var ekkert að sjá nema daufa rák sem þvarr en kom svo aftur I ljós aðeins lengra meðfram rifinu. Henni datt í hug, að það gæti verið fiskur í ætisleit. Rifið, með sínu fjölbreytilega lífi, var heillandi og hún ákvað að synda út og athuga þetta nánar. Hún smeygði sér i upplituð bikinibaðföt, hnýtti lauslega saman sítt Ijóst hárið og spennti á sig köfunarút- búnaðinn. Hún gekk eftir mjúkum sandinum til sjávarins. f flæðarmálinu setti hún á sig fótablöðkurnar, lagaði grimuna og óð varlega út I kalt vatnið. Hún synti kröftuglega að staðnum, þar sem hún hafði siðast séð hreyfinguna, og sem hún nálgaðist rifið lyfti hún höfði og reyndi að sjá merki um einhverjar athafnir. Þar var ekkert nema smáöldugangur sem gaf til kynna hvar rifið lá. Jan lét höfuðið síga aftur og synti síðustu metrana rólega, hún virti vand- lega fyrir sér skuggana og götin I rifinu I gegnum köfunargrímuna. Skyndilega greip hana óróleiki. Ekkert hreyfðist fyrir neðan, nema sjávar- gróðurinn sem óx hér og þar, og skugginn af henni, aflagaður og stór- gerður, þar sem hann leið yfir kóralnabbana. Vanalega var hér krökkt af fiski. Nú var ekkert hér. Ekki einu sinni krabbakríli skríðandi inn í einhverja holuna um leið og hún synti fram hjá. Ekki ein einasta branda faldi sig f Labbakútarnir 16. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.