Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 47
Hún var dregin niður þegar leður- bakurinn kafaði. Jan leitaði í ákafa eftir hnífnum, rak hann fast í nálægasta hreifann og skók hann til. Hún hafði lítil áhrif á harða húðina. örmjó blóðrák streymdi út í hreint vatnið, en skolturinn hélt fast. Jan var þegar byrjuð að berjast við að ná andanum og af hræðilegri glöggskyggni komst hún að því í hve vonlítilli aðstöðu hún var. Ef hún gæti ekki losað tak skepnunnar myndi hún drukkna. Jan sneri upp á líkamann og losaði hnífinn. Sársaukinn í fætinum var hræðilegur en henni tókst að komast að hrukkóttum hálsinum og höggva, fast. um lyfið. Hvað er það? Hvernig verkar það? Eru aukaverkanir? Og þá hverjar? Þetta eru alveg eðlilegar spurningar og sjálf- sagðar. Til að ná betri samvinnu við laskninn þarf maður að læra að opna munninn og nota hann rétt. Svo einfalt er það, að spyrji maður ekki, fær maður engin svör. Og skilji maður ekki svarið — skal spyrja aftur og aftur þangað til svar fæst, sem maður skilur. Hættum að skammast okkar fyrir að vera sjúklingar Það er vel kunnugt að flestir sjúklingar vilja gjarnan vera þægilegir, auðveldir og góðir sjúklingar. Það gerir starfsfólki sjúkrahúsanna auðveldara fyrir við störf þess, og kannski hugsa margir sjúklingar sem svo: — Ja, ef ég er þægilegur og veld ekki meira ónæði en nauðsynlegt er, þá verð ég kannski meðhöndl- aður sérstaklega vel — það er ekki óeðlilegt að þessi hugsun 8æti gripið sjúklinginn. Að lokum, þessi grein er ekki á nokkurn hátt ætluð til að ásaka ei'nn eða neinn, heldur aðeins til að vekja athygli á þess- um málum, vegna gefins tilefnis. ■ En sjúklingar verða að læra að hætta að skammast sín fyrir að vera sjúklingur. Hafi einhverjir áhuga fyrir umræðu um þetta efni, vinsam- legast skrifið þá til Bláa fuglsins, ^ikunni, Síðumúla 12, R. Háðfyrir sjúklinginn ~~ Skrifaðu öll sjúkdómsein- kenni niður á blað, áður en þú ferð til læknis. Skjaldbakan sneri upp á höfuðið og fleygði henni til, svo hún gæti ekki höggvið aftur til hennar. En hún hafði sært hana. Vatnið litaðist skyndilega blóði. Takið á fætinum linaðist. Svo var hún iaus. Skjaldbakan sökk niður, hún synti hægt og hnykkti höfðinu krampakennt til. Lungun voru að springa, Jan slíðraði ■ hnífinn aftur og spyrnti sér upp á við. í annað sinn greip hún andann á lofti og synti til strandar af öllu afli. t þetta sinn tókst það. Móð af áreynslu skjögraði hún á blautum sandinum en féll síðan í yfirlið, örmagna af áreynslunni og geðshræringunni. — Farðu fram á að fá nægan tíma til að koma þeim á fram- færi. — Haltu því stíft fram, að þú viljir fá skýrar upplýsingar um, hvað læknirinn heldur að sé að þér. — Taktu með þér blað og penna, og skrifaðu niður það sem hann segir. — Vertu ekki hrædd/ur við að sýnast heimskur, þótt þú skiljir ekki læknamál. Haltu áfram að spyrja, þar til þú færð svar á því máli sem þú skilur. — Fáir þú lyfseðil hjá lækn- inum, hikaðu þá ekki við að spyrja, hvernig lyfið verkar — sömuleiðis hvort um auka- verkanir geti verið að ræða. (Mundu að það ert þú og þinn líkami, sem lyfið á að verka á). Finnist þér læknirinn vera of upptekinn og gefa sér ekki nægan tíma fyrir þig — biddu þá um annan tíma, þar sem þið getið rætt betur saman. — Sértu lagður á spítala, skaltu muna að spítalinn er rekinn fyrir þig sjúklinginn — ekki til að læknar og hjúkrunarlið geti stundað atvinnu sína. — Þú skalt ekki láta þér nægja hinar stuttu og oft litlu upplýs- ingar um sjúkdóm þinn, eins og oft eru veittar á stofugangi. Segðu skýrt, að þú óskir eftir persónulegu samtali. Eigir þú að ganga undir uppskurð, skaltu spyrja um, hvernig þér muni líða eftir uppskurðinn. — Einnig er þörf á að vita um eftirköst eftir ýmsar aðgerðir og þá hvaða reglum þú ættir helst að hlíta. — Gerðu þér í eitt skipti fyrir öll ljóst, að þú getur ekki gert að því að þú ert veikur. Hún lá í hlýjum sandinum langa stund áður en andardráttur hennar varð aftur eðlilegur. Og enn lengra leið áður en hún hafði öðlast nógan styrk í hendur og fætur til þess að geta hreyft sig. En að lokum stóð hún upp. Þykkt gúmmíið á fótablöðkunum hafði bjargað fætinum frá alvarlegum meiðslum. ökklinn var þegar orðinn rauður og bólginn. En harður skolturinn hafði aðeins sært ristina. Þetta var ljótt sár, rifið og stórt. En það var ekki djúpt. Rifin voru aum en aðeins marin. Hún var heppin. Jan starði á friðsælan flóann og hristi höfuðið, full efa, þegar hún endurlifði atburðina í huganum. Nú þegar allt var afstaðið náði undrunin tökum á henni. Þetta var ómögulegt. Stóru leðurbakarnir voru friðsælustu skepnurnar í sjónum. Þetta var allt ómögulegt. Nokkur börn hlupu á móti Jan þegar hún nálgaðist fiskiþorpið næsta dag, hálfhölt. Hún hafði haft lítið samband við> fiskimennina. Gerald hafði kynnt hana stuttlega fyrir hávöxnum og grófgerðum formanninum, Jean Louis. Feimin og brosandi fylgdu börnin henni inn í þorpið til feðra sinna. Fiskimennirnir stóðu i hálfhring og hlustuðu gaumgæfilega á hana segja frá árásinni. „Þér segir að þetta hafi verið dröfnótt skjaldbaka?” sagði Jean Louis. „Þessi stóra með mörgu hvítu dílunum?” Jan kinkaði kolli og hann hristi höfuðið alvarlegur á svip. „Þetta er enn ein af þessum sjúku skjaldbökum.” Andlit mannanna voru enn svipbrigðalaus en konur og börn gripu andann á lofti. „Þetta er plága,” hélt Louis áfram. „Þetta er sú þriðja.” „Þriðja árásin?” spurði Jan. „Já, þetta er mjög einkennilegt. Þangað til fyrir nokkrum vikum höfðum við aðeins séð þessar skjaldbökur synda í djúpum sjó. Ekki margar en við og við komum við auga á eina.” Hann veifaði hendi I átt til flóans. „Langt fyrir utan. Aldrei innan rifsins. Aldrei á ströndinni.” „Ekki einu sinni um varptímann?” spurði Jan. „Koma ekki kvendýrin á land til að verpa?” Jean Louis hristi höfuðið. „Afi minn mundi eftir því þegar skjaldbökurnar komu hingað til þess að verpa, eins og mauramergð. Þegar hann var barn stönsuðu skipin hérna til þess að veiða skjaldbökur til matar. Meira að segja kom það fyrir meðan faðir minn var ungur. En ekki núna.” „Ég hef heyrt að það séu eyjar þarna fyrir utan” — hann veifaði aftur með hendinni — „þar sem þær verpa stundum. En hingað til höfðu þær ekki komið hingað.” „Segið mér frá hinum tveim,” sagði Jan. „Eitt kvöldið, þegar við vorum á leið gegnum rifið með aflann,” sagði Jean Læus, „réðst skjaldbaka skyndilega á bátinn aftur og aftur. Við lömdum hana með árunum en hún var óð. Að lokum velti hún bátnum. Við syntum upp á líf og dauða. Hún sneri sér að aflanum okkar og við komumst undan. Hún hafði slæma sjón. Kannski hún hafi ekki getað veitt sér til matar. Þetta var áreiðanlega veik skjaldbaka. Daginn eftir fundum við hana dauða, rekna upp á ströndina.” „Hvað gerðuð þið við hana?” „Við grófum hana I sandinn þar sem hún var.” „Mér þætti gaman að sjá hana,” sagði Jan. „Ég hef rannsakað svona lagað.” Jean Louis hristi höfuðið. „Hún er þar ekki núna. Nokkrum dögum síðar kom svo önnur. Nokkur börn voru að leik við sjóinn, þegar skjaldbaka kom að þeim. Það er furðulegt hvað þær eru snöggar í hreyfingum, jafnvel á landi. Börnin hlupu, hrópandi á hjálp, en í hræðslunni gleymdu þau lítilli stúlku, sem ekki gat hlaupið eins hratt. Hún datt og skjaldbakan beit hana.” Hann tók um öxl sér og var hljóður eitt andartak. „Við hlupum á staðinn með axir og drápum dýrið. Síðan fórum við með telpuna til nunnanna. En sárið vildi ekki gróa og hún dó.” „Mér þykir það leitt,” muldraði Jan. Eftir andartak hélt Jean Louis áfram. „Rannsóknarmennimir komu til þorpsins sama dag. Þeir fóru með skjaldbökuna. Hún var líka sjúk. Og við grófum þá fyrri og þeir tóku hana einnig.” „Lögreglurannsóknarmenn?” „Nei, þeir voru ekki I neinum einkennisbúningum. Þeir voru ókunnugir.” „Hvert fóru þeir með skjald- bökurnar?” Hann yppti öxlum. „Ég veit það ekki. Yfirrannsóknarmaðurinn kom aftur, einu sinni, til þess að athuga hvort meiri vandræði hefðu orðið. Við sögðum honum að veiðamar væm ekki orðnar að neinu. En auðvitað gat hann ekki hjálpað. Síðan kom fiskurinn aftur og við héldum að þetta væri liðið hjá.” Jan starði á hann djúpt hugsi. „Hvers vegna ætti fiskurinn að hafa horfið?” Jean Louis lyfti höndum, ráðþrota. „Hver kemur nálægt slíkum sjúklingi?” Alvarlegir á svip tóku mennirnir til net sin og báta og rem út að rifinu. t langan tíma drógu þeir netin fram og aftur með mikilli einbeitni. Þeir ráku upp siguróp þegar þeir náðu skjaldbökunni. Þeir drógu reipin inn og reru til strandar. Þegar þeir komu á grynningamar stukku sex menn til og drógu þungt netið upp á sandinn. Stór skjaldbakan lá máttlaus og kyrr. „Ég held að þér hafið þegar drepið þessa. Við hefðum ekki þurft að ómaka okkur,” sagði Jean Louis. X6. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.