Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 48
DAUÐINN UR DJÚPINU Án þess að svara kraup Jan niður til þess að athuga skjaldbökuna. Hún hafði furðað sig á því hvers vegna Jean Louis gerði svo mikið úr hvítu dílunum. Þeir voru, þegar allt kom til alls, eðlilegt einkenni á leðurbökum. En nú sá hún að auk vanalegu dilanna var þykk húðin alsett hvítleitum sárum. Sum voru aðeins eins og nálarstungur en önnur á stærð við tíu króna pening. Meira að segja hörð húðin efstá bakinu var sýkt. Skyndilega fylltust augu hennar tárum vegna þessa sjaldgæfa fallna risa og hún sat hreyfingarlaus i þó nokkurn tima. Hún reis hægt á fætur en leit ekki upp. „Ég verð að athuga hana vandlega. Þetta er sjúkdómur sem ég hef aldrei séð áður.” „Þeir sögðu við mig að ef önnur skjaldbaka kæmi yrði ég að tilkynna það til M. Gerald,” skaut Jean Louis inn í „Hann mun láta þá vita svo þeir geti komið og tekið hana burtu.” Með takmörkuðum útbúnaði sínum gat Jan ekki gert sér neinar vonir um aö gera neina rannsókn sem leiddi mikið í Ijós. Hvað sem því liði myndu rannsóknarmennirnir, hverjir sem þeir svo væru, liklega geta útskýrt allt saman. „Allt í lagi, tilkynnið það. En á meðan væri betra að láta skjaldbökuna vera í skugga. Haldið þið að þið getið dregið hana upp að pálmatrjánum?” Meðan mennirnir drógu skjald- bökuna upp fjöruna flýtti hún sér aftur í kofann sinn. Hún ætlaði allavega aö gera það sem hún gæti. Hún setti filmu í myndavélina og stakk fleiri filmum í vasann á galla- buxunum. Verkfærakassinn hennar, lítill kassi með sýnishomakrukkum og tækjum, sem hún notaði við vettvangs- rannsóknir, var þegar tilbúinn og hún bar hann út í bilinn. Hún ók aftur þangað sem skjald- bakan lá. Hún var farin að finna mikid til í fætinum. Jean Louis beið hennar. „Afsakið, madame,” sagði hann órólegur. „Hvað ætlið þér að gera?" „Mjög lítið," svaraöi Jan. „Taka nokkrar myndir og eina eða tvær skinnflögur.” „Rannsóknarmennimir sögðu að ef önnur skaldbaka kæmi yrði ég að geyma hana handa þeim. Engum öðrum.” Hann var áhyggjufullur. „En eruð þér vinur M. Geralds?” Jan kinkaði kolli. „Þetta verður allt í lagi, hafið ekki áhyggjur.” „Eitt enn...,” Jean Louis var farinn að láta undan siga. „Þér ættuð ekki að snerta skjaldbökuna.Við vissum það ekki. Við tókum hinar tvær berum höndum og urðum veikir.” „Fenguð þið líka sár?” Hann hristi höfuðið. „Nei. Það voru innvortis veikindi. Ekki slæm en því fylgdi ógleði og höfuðverkur með svima. Þegar hann var farinn tók hún fram myndavélina. Hún lagðist á hné og olnboga og tók margar nærmyndir úr öllum hugsanlegum áttum. Hún var næstum búin með fyrstu filmuna þegar bíllinn hans Yves Geralds kom út úr runnunum og niður á ströndina. Jan settist upp og veifaði brosandi. „Komdu þér burtu frá þessu!” hrópaði hann og snarhemlaði. Hann var stokkinn út úr bílnum og hljóp i áttina til hennar áður en hún var staðinn upp. Hann kippti henni harkalega á fætur og dró hana hratt í burtu. II. hluti. „Hvað ert þú að gera?” spurði Yves Gerald. „Þú veikist, kvenmannsbjáni!” „Ég var aðeins að taka myndir af henni,” mótmælti Jan, „ég hef ekki snert hana.” „Hvers vegna í ósköpunum þarftu myndir af þessu skrimsli?” spurði hann. „Ég vil vita hvað er að henni.” „Hún er sjúk. Það er það sem er að henni. Ég er búinn að hringja í yfir- völdin. Þeir munu eyða henni á öruggan hátt — líklega á morgun.” „Eyöa henni?” Hún greip í handlegg hans. „Yves, það má ekki eyða henni! Kannski gera rannsóknarmennirnir ykkar sér ekki grein fyrir því — þetta er annaðhvort mjög sjaldgæfur sjúkdómur eða einhver alveg nýr — ég er alveg viss um það. Það er hafrannsóknastöð í Port Louis, er það ekki? Við ættum að hafa samband við þá.” „Hvað veist þú um svona lagað?” „Ég er menntaður sjávarlíf- fræðingur.” „Og algjör sérfræðingur í skjald- bökum sem þessum?” „Nei. En ég veit nóg til þess að vera viss um að það verður að rannsaka þessa skjaldböku — sérstaklega ef þeir hafa eytt hinum tveim...” „Hinum tveim?” Hana langaði mest til þess að tuska hann til. „Þú veist vel um hinar tvær! Jean Lous sagði að þú vissir um þær. Hverjir eru þessir rannsóknarmenn, Yves? Úr hvaða deild?” „Spurningar, spumingar! Hver veit? Hverjum er ekki sama?” Hann yppti öxlum. Hún riðaði, hana svimaði skyndilega. Hann tók í hana til þess að styðja hana. „Þú ert örmagna,” sagði hann. „Þú ættir að vera i rúminu.” Hann hjálpaði henni inn i sandbílinn og ók henni aftur í kofann. Hún mótmælti ekki þegar hann bar hana inn og lagði hana varlega á rúmið. Hann lagaði te og þegar hún hafði drukkið það og sagt að sér liði betur fór hann út í dyrnar og leit út. „Það er óveður í aðsigi,” sagði hann. Hann kom aftur og leit niður til hennar. „Ertu viss um að þú viljir fara að sofa?” Hún kinkaði kolli og hann beygði sig niður til að kyssa hana. Eftir langa stund sleppti hann henni. „Þetta er til þess að þig dreymi ekki skjaldbökur,” sagði hann blíðlega. Eins og Gerald hafði sagt kom mjög fljótt óveður. Eftir fáeinar mínútur var regnið farið að berja pálmana fyrir utan gluggana. En hávaðinn hélt ekki vöku fyrir henni. Jan hrökk upp, skyndilega glaövakandi í dimmunni. Andartak hélt hún að hún hefði vaknað mjög snemma en leit svo á klukkuna og sá að hún var naKtum átta. Það hafði ekki stytt upp. Skýin lágu enn lágt og virtust hóta skýfalli. Hún klaeddi sig í flýti og fór út. Meiddi fóturinn var stífur og sár. Land- Roverinn var enn þar sem hún hafði skilið hann eftir. Hún gekk hægt og reyndi að nota veika fótinn minna en hann var orðinn helaumur áður en hún komst alla leið. Hún hallaði sér þakklát upp að bílnum — en starði síðan. Skjaldbakan var horfin. Hún var slegin köldum grun. Hún flýtti sér upp í bílinn og ók hratt til kofans. Myndavélin var á hillunni þar sem hún hafði skilið við hana. Hún var opin. Ónýt filman var ennþá I. Kona Jean Louis stóð eins og klettur í kofadyrunum. „Hann er veikur,” sagði hún þurrlega og svört augu hennar voru fjandsamleg. „Of veikur til þess að geta talað við nokkurn mann.” „Mér þykir jrað leitt,” byrjaði Jan. „Er þaðeitthvað sem ég get...” „Bara að láta hann i friði,” greip konan fram í. „Ekkert annað. Láttu hann bara í friði.” Jan gekk aftur á bak og leit í kringum sig. Það var ekki mann, konu eða barn að sjá. Hún var í þann mund að kalla inn um dyrnar á næsta kofa þegar hún sá fiskibát nálgast. Hún gekk niður til þess að hitta fiskimennina en á meðan þeir drógu þungan bátinn yfir blautan sandinn sneru þeir andlitunum undan. „Skjaldbakan er farin,” sagði hún áköf. „Heyrði einhver ykkar nokkuð? Voru það rannsóknarmennirnir sem komu?” Mennirnir hristu höfuðin og sögðu ekkert. Jan fór aftur upp í Land-Roverinn og ók í átt til plantekrunnar og Yves Geralds. Sandvegurinn lá í gegnum þétt frum- skógarbelti og síðan yfir slétta sykur- reyrsakra þar sem hópar indverskra kvenna unnu meðfram röðunum. Þegar hún kom upp á fyrstu hæðina gat hún séð stórt hvítt húsið með óreglulegri þyrpingu útihúsa i kring. Þegar hún var næstum komin þangað sá hún að Yves Gerald stóð á svölunum. Hann var að tala við eldri mann, lægri og þreknari en hann sjálfan. Þeir litu upp, þegar hún ók inn, en héldu talinu á- fram þar til hún var komin út úr bilnum og gekk í átt til þeirra. Þá kom Gerald á móti henni og brosti. Framh. ínæsla blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.