Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 50
LEIÐRETTING AÐ HANDAN Það er litlum vafa undirorpið, að drýgsta sporið í þá átt að koma á fót kerfisbundnum og vel skipulögðum vísindalegum rannsóknum á dulrænum fyrirbærum var stigið árið 1882, þegar breska sálarrannsókna- félagið var stofnað. Það var gæfa þess félagsskapar að frægir visindamenn og mikilsvirtir á sviðum raun- vísinda voru meðal stofnenda hans. Fyrsti forseti félagsins var hinn mikilsvirti heimspekingur Henry Sidgwick prófessor og meðal félaga ýmsir Nobelsverð- launahafar. Menn eins og eðlisfræðingurinn Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge og franski heim- spekingurinn Henry Bergson. Og þá má telja Frederick W. H. Myers, sem síðar skrifaði hið mikla og fræga sannanarit um líf að þessu loknu The Human Personality And Its Survival Of Bodily Death (Persónuleiki mannsins og líf hans eftir dauðann) og þýska líffræðinginn Haris Driesen, franska lífeðlis- fræðinginn Charles Richet, og heimspekingana F.C.S. Schiller og D.C. Broad. Bandaríska sálarrannsókna- félagið var stofnað þrem árum siðar og meðal hvatamanna að stofnun þess var fremsti sálfræðingur Bandaríkjanna, William James, sem löngu er heims- frægur orðinn sem einn af helstu brautryðjendum í sálfræði 20. aldar. Breska sálarrannsóknafélagið setti sér það mark að rannsaka án hleypidóma eða fyrirfram mótaðra skoðana og í anda vísindanna þá hæfileika mannsins, sem taldir eru þess eðlis, að almennt viðurkenndar tilgátur nægja ekki til skýringa. Allt frá upphafi hafa þessi merku félög safnað úrvali fyrirbæra í skýrslur sínar, sem nú orðið skipta tugum eða hundruðum þykkra binda. Við skulum nú fletta upp I þessum þykku doðrönt- um og rifja upp einkennilegt mál, sem finna má i skýrslum breska sálarrannsóknafélagsins í Lundúnum. Verð ég hér að láta nægja að rekja það i höfuðdráttum. James L. Chaffin var bóndi í Davie-sýslu i Norður- Karolínu í Bandaríkjunum. Hann var kvæntur og átti fjóra syni. Þeir voru þessir taldir í aldursröð: John A. Chaffin, James Pinkney ChafFin, Marehall A. Chaffin og Abner Columbus Chaffin. Þann 16. nóvember 1905 skrifaði gamli Chaffin erfðaskrá sina, sem var löglega vottuð af tveim vitnum. Þar var kveðið svo á, að bændabýlið skyldi þriðji sonurinn, Marshall, hljóta og var hann jafn- framt útnefndur skiptaráðandi. En ekki féll neitt i hlut ekkjunnar eða hinna þriggja sonanna. Nokkrum ár- um síðar virðist Chaffin gamli hafa verið orðinn óánægður með þessa ráðstöfun eigna sinn, og þann 16. janúar 1919 gerði hann nýja erfðaskrá svohljóðandi: Eftir að hafa lesið 27. kapítula I Fyrstu bók Móse, þá lýsi ég, James L. Chaffin, yfir minum siðasta vilja í þessari erfðaskrá, sem er eftirfarandi: Eftir að jarðneskar leifar mínar hafa hlotið sómasamlega greftrun, skal eignum mínum skipt jafnt milli fjögurra barna minna, séu þau á lífi, þegar ég dey. En sé eitthvert þeirra látið, skal hlutur þess, bæði fasteignir og stakir munir, renna til barna viðkomandi. Og verði hún á lífi, verðið þið öll að sjá fyrir mömmu ykkar. Þetta er þá hinsti vilji minn og erfðaskrá. Því til staðfestu set ég hér undir nafn mitt og innsigli. Þann 16. janúar 1919 James L. Chaffin. UNDARLEG ATVIK XXV m í 1 v VífvT ^ dlEllSÍ! W feK— ÆVAR R. KVARAN Þótt þessi síðari erfðaskrá væri ekki vottfest, þá taldist hún samt gild, samkvæmt lögum I Norður- Karolínufylki, þar eð hún var skráð með eigin hendi bóndans og næg vitni gátu staðfest það, að hún væri í rauninni skrifuð með rithendi hans. Þegar Chaffin gamli hafði skrifað þessa erfðaskrá, kom hann henni fyrir milli tveggja blaðsiðna í gamalli fjölskyldubibliu, sem áður hafði verið i eigu föður hans, séra Nathans Chaffins. Hann braut blaðsíðurnar þannig saman, að þær mynduðu eins konar poka utan um erfðaskrána. En blaðsíðurnar voru úr 27. kapitula Fyrstu bókar Móse, sem segir frá því, hvernig yngri bróðirinn Jakob kom í stað eldri bróðurins Esaú og vann frumburðarréttinn og blessun föður síns. En eins og við munum, þá var einn af yngri bræðrunum einkaerfingi Chaffins gamla samkvæmt fyrri erfðaskránni. Eftir því sem komist verður næst, minntist Chaffin gamli aldrei á seinni erfðaskrána við nokkurn mann. En í innri vasa á frakka nokkrum sem hann átti, saumaði hann pappirsrúllu, sem hann hafði skrifað á orðin: „Lesið 27. kapitula i Fyrstu bók Móse í gömlu biblíunni hans pabba”. Þann 7. september 1921 lést James Chaffin af slys- förum. Hann slasaðist í falli. Þriðji sonur hans, Marshall, fékk svo fyrri erfðaskrána staðfesta þann 24. september sama ár. Móðir hans og hinir bræðurnir þrír mótmæltu ekki erfðaskrá þessari, þar eð þau töldu sig ekki hafa neina lagalega ástæðu til þess að efast um gildi hennar. Hér eftir er best að láta hinar eiðsvörnu yfirlýsingar tala, sem herra Johnson, lögræðingur nokkur og félagi í Sálarrannsóknafélaginu, fékk í heimsókn sinni til bændabýlisins þann 21. apríl 1927. Þá kemur fyrst útdráttur úr yfirlýsingu James Pinkney Chaffins, en hann var næstelsti sonur arfleiðanda: „Ég hef aldrei á ævi minni heyrt föður minn minnast á það að hafa gert aðra erfðaskrá en þá, sem dagsett er árið 1905. Ég held að það hafi verið í júní árið 1925, að mig fór að dreyma skrítna drauma um það, að faðir minn birtist mér við rúmstokk minn, en sagði þó ekki neitt. Nokkru seinna, ég held það hafi verið i lok júnímánaðar 1925, þá birtist hann aftur við rúmstokk minn. Hann var þá klæddur með sama hætti og ég hafði oft séð hann, þegar hann var á lífi. Hann var í svörtum yfirfrakka, sem ég vissi að hann átti. Að þessu sinni ávarpaði andi föður mins mig. Hann tók í yfirfrakkann sinn, dró hann aftur og sagði: „Þú munt finna erfðaskrána mína í frakkavasanum minum,” og síðan hvarf hann. Morguninn eftir fór ég á fætur fullkomlega sannfærður um, að andi föður míns hefði heimsótt mig i þeim tilgangi að leiðrétta ein- hver mistök. Ég fór til mömmu að leita að frakkanum, en komst að því, að hann var horfinn. Mamma fullyrti að hún hefði gefið John bróður minum frakkann, en hann býr í Yadkonsýslu i um 30 km fjarlægð fyrir norðvestan heimili mitt. Ég held það hafi verið þann sjötta júli, sem var næsti mánudagur eftir atburðinn sem ég lýsti áðan, að ég fór til heimilis bróður míns í Yadkonsýslu og fann þar frakkann. Þegar ég rannsakaði innri vasann kom í ljós að fóðrið hafði verið saumað saman. Ég spretti upp saumunum þegar i stað og fann þá samanvafinn pappirsmiða, sem bundið hafði verið utan um með garni. Það sem á miðann var skrifað með rithendi föður míns voru aðeins þessi orð: „Lesið 27. kapítula í Fyrstu bók Móse í gömlu bibliunni hans pabba.” Þegar hér var komið, var ég orðinn svo sannfærður um það, að hér lægi skýringin á þessu dularfulla fyrir- bæri, að faðir minn birtist mér, að mér var óljúft að fara heim til móður minnar og rannsaka gömlu biblíuna án þess að það væri gert í vitna viðurvist. Ég fékk því nágranna minn, Thomas Blackwelder, til þess að slást í för með mér. Dóttir mín og dóttir Blackweld- ers voru einnig viðstaddar. Þegar við komum heim til móður minnar kostaði það okkur talsverða leit að finna gömlu bibliuna. Að iokum fundum við hana í efstu skúffu í herbergi á efri hæðinni. Bókin var svo illa farin, að þegar við opnuðum hana, datt hún í þrjá parta. Herra Blackwelder tók upp þann hlutann, sem Fyrsta bók Móse var í og fletti blaðsíðunum, jrangað til hann kom að 27. kapítula, og þar fundum við tvö blöðsamanbrotin. Vinstri handar blaðsíðan var brotin til hægri, en hægri handar síðan til vinstri og mynduðu þær eins konar vasa. Og í þessum vasa fann herra Blackwelder erfðaskrána, sem nú hefur verið staðfest (þ.e.a.s. hún fékk lagalega staðfestingu í desember 1925). 1 desember 1925 birtist faðir minn mér aftur, um það bil viku áður en taka átti fyrir málið Chaffin gegn Chaffin, og sagði hann: „Hvar er gamla erfðaskráin min?" og virtist hann talsvert þungur í skapi. Af jtessu dró ég þá ályktun, að ég myndi vinna erfðamálið, eins og kom i Ijós. Ég sagði lögmanni mínum frá þessari sýn morguninn eftir. Margir vina minna trúa því ekki, að það sé mögulegt fyrir þá sem lifa, að hafa samband við þá framliðnu, en ég er hins vegar sannfærður um SOVikan I6.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.