Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 63
Eftir fimm ára afskiptaleysi Ég á við stórt vandamál að stríða. Líklega má kalla það sálrænt að einhverju leyti, en ýmislegt spilar þar inn í að sjáljsögðu. Sagt hefur verið, að feitt fólk sé oftast glaðvœrt, en ég veit sjálf, að sú staðhæfmg er bölvuð della. Ég er mjög feit og hef auðvitað alla þá minnimáttarkennd, sem þvífylgir. Mér gengur illa að koma mér vel við fólk vegna stœlanna, sem ég hef í frammi til að leyna vansæld minni. í skólanum er flestum kennaranna illa við mig, og mér gengur illa að eignast vini, því ég er lítið fyrir að fara út og hljóta að launum hæðnistillit og háðsglósur. Þess vegna er ég alltaf ein heima. Þessa dagana erégað vinna að ákveðnu verkefni með krökkum, sem eru allir í 9. bekk (ég er í 8.). Þeir þekkjast allir og eru alltaf að grínast og skemmta sér, meðan ég sit ein hjá og þori ekki að blanda mér inn í samtöl þeirra. Þú heldur kannski, að það sé auðvelt að svara þessu bréfl og skipa mér bara á strangan megrunarkúr, en það þýðir ekkert, ég hef nú reynt það nógu oft. Eg hef oft óskað, að ég lenti í einhverju slysi og vaknaði svo á spítala eftir margra mánaða legu, tággrönn að sjálfsögðu. Ég veit, að þetta er barnaleg óskhyggja, en engu að síður er þægilegt að hugsa um þetta. Stundum verð ég fram úr hófi vonlaus og flnnst þá allir vera á móti mér. I stað þess að pínast lengur, reyni ég þá auðveld- asta ráðið, sem sagt ég reyni að fremja sjálfsmorð. Ég var bara 9 ára, þegar ég fyrst gleypti allar töflur, sem ég fann í húsinu. í marga daga var ég kolrugluð og ranglaði um allt húsið. í tólf ára bekk reyndi ég aftur, en ekkert gekk. Nú fyrir skömmu komst ég yfir eitt kast í viðbót með því að skrifa hugsanir mínar niður á blað, og það róaði mig. Þegar allt er í lagi, er ég mjög fegin að hafa ekki tekist þetta, en ég get sárasjaldan hugsað skynsamlega, þegar þetta kemur yflr mig. Hver veit nema þú lesir bráðlega í blöðunum, að 13 ára stelpa hafi framið sjálfsmorð! Ég vona, að þú getir geflð mér einhver góð ráð. Finnst þér, að ég ætti að leita til sálfræðings eða gera eitthvað róttækt. Eitt veit ég, ég verð að gera eitthvað, áður en ég verð vitlaus. Ein vonlaus. Það er óumdeilanlegt að þú átt svo sannarlega við slæmt vanda- mál að stríða og margþætt eins og þú segir sjálf í bréfinu. Höfuðvandinn er minnimáttarkenndin, sem er að sliga þig, og veldur því að þér finnst allt miklu erfiðara en það er í raun og veru. Minnimáttarkenndin gerir það að verkum að þér finnst að öllum líki illa við þig, sem er ekkert annað en þitt eigið hugar- fóstur. Kennurunum er örugglega ekkert illa við þig, miklu líklegra er að þeir geri sér grein fyrir að agnúar í framkomu þinni eigi sér djúpar rætur í minnimáttarkenndinni, en geti lítið að gert þér til hjálpar. Þarna er aðeins um einn að ræða, sem getur læknað þig, — það ert þú sjálf og þinn eigin vilji til að breyta ástandinu. Við getum víst verið sammála um að lang- réttast væri að þú gerðir eitthvað sem fyrst, (áður en þú verður vitlaus eins og þú segir sjálf) og aðferðir eins og sjálfs- morðstilraunir og sjálfsmeðaumkun eru sjaldnast mjög árangursríkar, ef þú hefur haft í huga að LEYSA vandann. Gerðu endilega eitthvað róttækt — annað en að gleypa pillur, sem þú líklega bara fitnar af. Farðu til sálfræðings, hertu upp hugann og dembdu þér út i námskeið eins og Dale Carnegie, eða annað þvi skylt, og svo er Línan eini rétti staðurinn fyrir þig, ef þú vilt reyna raunverulega og árangursríka megrun. Pósturinn vonar svo sannarlega að hann eigi ekki eftir að lesa um sjálfsmorð þrettán ára telpukorns í blöðunum, vill miklu heldur að að þú skrifir honum aftur örmjó og full sjálfstrausts og látir vita hvernig lækningin hefur gengið. Með hólótta húð! Hæ Póstur! Við erum hér tvær vinkonur úti á hjara veraldar, og við lesum alltaf Póstinn. Okkur finnst Vikan ágætt blað, en gæti verið betri. 1. Hvað er hœgt að gera við hólóttri húð? 2. Hvað er hægt að gera við fllapenslum, sem við getum gert sjálfar, en ekki með læknisráði? 3. Hvað á maður að vera þungur, þegar maður er 1.70 m á hæð? Er ekki alltof mikið að vera 65 kg? En ef maður er 1.65 á hœð? 4. Er ekki hægt að hafa fleira um fegrunina? Jæja, þá hættum við þessu rausi. Asdís og Lilja. Því miður stelpur mínar, árangursríkast væri að fara á snyrtistofu. Hins vegar gætuð þið reynt að baða andlitið í gufu, nudda fast með snörpu handklæði og bera síðan eitthvert gott mýkjandi krem á andlitið. Svo sakar ekki að vanda fæðuvalið sem mest, engin sætindi og sem minnst af mat, sem inniheldur mikið fitu- magn. Sá sem er 1.70 á hæð ætti að vera í kringum 63 kíló, en 65 er ekki of mikið fyrir beina- stóran kvenmann. Eitthvað í kringum 59 kíló ætti að vera hæfileg þyngd fyrir kvenmann sem er 1.65 á hæð. Það er endalaust hægt að deila um efni í vikublaði sem þessu og hætt er við að einhverjum öðrum finnist ef til vill nóg um fegrun og annað slíkt efni í blaðinu. Hér er reynt að gera sem flestum til hæfis, því Vikan er ætluð allri fjölskyldunni og þá er erfitt að hafa mjög mikið magn af ein- hverju einstöku efni fremur en öðru. Gamlar plötur Kœri Póstur! Mig langar til að spyrja þig, hvar sé hægt að fá gamlar hljómplötur t.d. dr. Hook, The Ghosts og fleiri, sem voru vinsælir árin 75 og 76. Bless, bless. Sjöfn. Það væri reynandi fyrir þig að hafa samband við Safnara- búðina í Verslanahöllinni á Laugavegi 26, eða Tónaval, Laugavegi 28, því á Jxssum tveimur stöðum er talsvert úrval af gömlum og notuðum hljóm- plötum á vægu verði. 16. tbl. Vlkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.