Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 19
myndu elskast. Hann kveið fyrir þeim hluta. Hann langaði til að þetta yrði reglulega gott en hann óttaðist að svo yrði ekki. Hann var jafnvel hræddur um að geta ekkert. Geta. Orðið skelfdi hann. Eins og flestir vina hans var honum ekkert um mikið málskrúð gefið en fann samt oft að fyrsta orðið sem honum datt i hug hafði stundum aðra djúpstæðari merkingu. 1 rauninni var hann oft ergilegur út i allt þetta óþarfa mas, það ruglaði hann i ríminu, það ruglaði alla. Sum orð gátu þýtt eitt fyrir þig og eitthvað allt annað fyrir þann næsta. En aftur á móti fann hann alltaf greinilega hvað aðrir hugsuðu og hvernig þeim leið. Sér- staklega ef það var einhver sem hann unni eins og Deedee. Það sem hann hafði áhyggjur af núna var ekki það ævintýri sem hún hafði lent í um sumarið — það hvarflaði aldrei að honum að það hefði verið neitt alvarlegt — eða þær áhyggjur sem það olli henni. Hann skildi það, það gátu þau rætt. Nei, það sem hann haföi mestar áhyggjur af var sá óróleiki sem bjó innra með henni og hafði orsakað það að henni lá svo á að komast til New York. Ekki óróleikinn sjálfur heldur það sem olli honum, hin raunverulega orsök — sem honum fannst og sem hann vissi að var hann sjálfur. Ekki bara brenglað kynferði hans heldur hvað það hafði gert henni. Það var eyðimörkin sem alltaf hafði verið á milli þeirra; hættusvæði sem hann hafði alltaf hörfað frá eins og það væri sprengjusvæði þar sem sprengja gæti sprungið á hverju augnabliki. Þetta hafði alltaf valdið honum áhyggjum, en fyrst eftir að þau giftust hafði hann reynt að leiða þetta hjá sér. Til hvers væri líka að hafa orð á því? Oft má satt kyrrt liggja. Og þannig var það líka með ýmislegt sem veldur manni áhyggjum, eins og til dæmis unglingabólur, að það hverfur með aldrinum. Þannig hafði það líka verið. Þangað til hún fór að verða óróleg og hann áttaði sig á að orsökin var ekki bara Oklahoma City. Þetta vonleysi hennar var honum að kenna. Hann hefði sjálfur átt að fara eftir því ráði sem hann hafði gefið henni i sambandi við Emmu: Tala út um hlutina. En öll þessi bölvuðu orð! Hvert eitt þeirra var eins og sprengja sem gætí sprengt upp eyðimörkina hans og hann með. Og þá myndi hann missa hana. Og hann gat ekki ímyndað sér lífið og tilveruna án hennar. Hann hefði átt að segja henni frá þessu strax í byrjun. Gegnum árin getur smá skeina orðið að banvænu meini sem eyðileggur og drepur tengslin milli tveggja persóna. Að minnsta kosti hafði þetta orsakað óróleika og örvæntingu hjá henni og gæti enn eyðilagt samband þeirra. Það hefði verið svo miklu auðveldara að segja henni þetta fyrir tuttugu árum; hann óskaði þess að sá tími væri kominn aft- ur þegar hún sagði honum að hún væri ófrísk. Hann hefði getað svarið að Deedee var einmitt núna þarna frammi í biðsalnum að óska þess sama. Hann langaði tíl að hrópa. Já! Hann langaði til að útskýra þetta fyrir henni og hughreysta hana. En um leið hljóp Ethan upp í fangið á honum og útund- an sér sá hann Janinu sem gleymdi nú Shirley MacLaine og Anne Bancroft fá mikið lof fyrir leik sinn i kvikmynd- inni. Hér fð þœr loks útrás niðurbældra tilfinninga, sem hafa smám saman verið að eitra út frá sér. algjörlega að haga sér eins og hún væri fullorðin. Hún henti frá sér töskunni tíl að hlaupa á móti móður sinni og faðma hana að sér eins og hún væri afturorðin litil stelpa. En hvar var Emilía? Af hverju hafði hún ekki komið? Hafði hann einhvern veginn valdið henni vonbrigðum; hafði einhver í flokknum sagt henni eitthvað — nei, hættu nú, þetta var ekkert annað en heimskuleg taugaveiklun. En þegar hann leit á Deedee fann hann einhvern veginn að það voru einhver tengsl milli fjarveru Emiliu og kvíða- svipsins á henni. Fjöldskylda hans var klofin. Honum tókst að segja halló við Deedee og kyssa hana yfir höfuð krakkanna sem héngu utan á jieim eins og þau ætluðu með þvi að fyrirbyggja ið þau færu aftur hvert í sína átlina. Meðan þau biðu eftír farangrinum kyssti hann liana aftur. Ennþá var þetta enginn almennilegur koss en hann átti þó að hughreysta hana ásamt augnaráðinu sem hann sendi henni. En honum tókst ekki að hughreysta hana og það sem angraði hana hafði eitthvað með Emilíu að gera því hún stamaði þegar hún var að útskýra af hverju Emilía hefði ekki komið. Framítökur Ethans voru heldur ekki til þess fallnar að hjálpa upp á sakirnar. „Bíðið þið nú hæg,” sagði Wayne. Og bláköld staóreynd Þaó er bláköld staóreynd aó ullarteppin frá Álafossi eru einhverjar hlýjustu og bestu væróarvoóirsem til eru á markaónum .....'•?* .. Tilvalin fermingargjöf Fæst íótrúlega fjölbreyttu litaúrvali íslensk gæóavara úr 100 % ull ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2 - SIM113404 18. tbl. Vlkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.