Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 28
Prjónað af fingrum fram Prjón, hnýtingar og hekl er ævagömul list, svo gömul aö vitað er að Forn-Eygyptar prjónuðu sandalasokka til þess að klæðast á hinum köldu eyðimerkurnóttum. Alls staðar í heiminum hefur mannkynið lagt fyrir sig prjónaskap en einkum þó í strand- og fjallalöndum þar sem veturinn er harður og skammdegið manninum þung- bært. Sagt er að sá sem talar deyi ekki svo auðveldlega af sorg og prjón var talið ákveðinn tjáningarmáti. Hér áður var það haft fyrir satt að sumir listamenn í prjónaskap hefðu gætt mynstur sín þeirri biturð og hræðslu sem þeir sjálfir börðust við í einkalífinu. Karlmennirnir stóðu konunum síst að baki i prjónaskapnum, til dæmis í Danmörku, en þar hafa hnýting- ar og ýmiss konar vefnaður tíðkast allt frá 16. öld. Indián- arnir suðuramerísku, sem bjuggu í hálendinu, kunnu þá list að prjóna. Þar prjónuðu bæði menn og konur og gera það enn þann dag í dag — húfur og ponchoa úr hinni brúnu og hvítu ull lamadýrsins. Þeir notuðu einnig ull af sauðfé, lituðu í sterkum litum og _ mynstrið var þrungið dulúð og sérstaklega flókið í vinnslu. Peysur fiskimannanna á írlandi eiga sér langa sögur. Þær voru hvítar og einlitar, í mörgum mynstrum, og átti hver ætt eða fjölskylda sitt eigið mynstur. Þannig var mögulegt að greina ætt og heimahérað manna á mynstri peysunnar og fyndist sjórekið lík var stundum hægt að rekja ætterni mannsins á mynstri peysunnar og viðkomandi fjölskyldu tilkynnt um fundinn. Þar klæddust konurnar mikið peysum með mynstrinu „Lífsins tré” því það átti að færa þeim langlífi og sterka syni. í Færeyjum voru treyjur kvennanna bláar og rauðar en karlanna ljósbláar og dökkbláar. í tímanna rás hefur það svo breyst og færeyska sjómannspeysan varð einlit og dökkblá, eins og við þekkjum hana nú á dögum. I Noregi tengjast mynstrin umhverfinu, hver sveit hefur sínar sérstöku mynsturhefðir. i Harðangri og Hallingdal eru mynstrin sérlega lifleg og nafn eigandans oft á barminum eða á ermi. Þegar iðnaðurinn kom til sögunnar urðu mikil umskipti á fjölskylduforminu. Karlmenn- irnir fóru að vinna i verk- smiðjum, hættu að taka þátt í því sem unnið var á heimilinu, og smám saman einangraðist kvenmaðurinn og urðu konur í mörgum tilvikum aðeins illa launaðir húsþrælar. Tilkoma iðnvæðingarinnar varð til þess að farið var að líta niður á þessa tegund heimalistar og öll vinna kvenna í höndunum þótti fremur niðurlægjandi sýslan. Nútíma viðhorf til saumaklúbba eru alkunn og þar má ef til vill segja að fordómarnir komi best í ljós. Forverar þessara sauma- klúbba nútímans voru hins vegar handavinnustofur sem voru bæði í Noregi og Danmörku stofnaðar af karl- mönnum. Þar var ein handa- vinnustofa í hverju þorpi þar sem karlmennirnir hittust á kvöldin, ræddu saman og unnu við prjón, vefnað og hnýtingar. Iðnvæðingunni fylgdu að sjálfsögðu verksmiðjufram- leiddar prjónavörur og ýmsar tegundir gerviefna svo ullin fór halloka i samkeppninni. Glæsileg prjónablöð litu dagsins ljós og ekki þótti lengur hæfa að prjóna án uppskriftar. í raun og veru varð stöðug notkun aðkeyptra uppskrifta aðeins til þess að hefta sköpunargáfu þeirra sem prjónuðu og átti það sinn þátt í að niðurlægja prjóna- skap sem listgrein. Nú á síðustu árum hafa þær raddir orðið háværari sem vilja taka aftur upp gamlar hefðir á heimilum, binda fjölskylduna traustari böndum og reyna að oc Ý h l> k k Y * r u y v ó 0 th 0 r k h n 2 o fil é l X H t & P Y A i y e d ð a a e s f d b P m 1 R e 28 Vlkan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.