Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 35
Eyjan var ekki stór, en lífríki hennar frjótt og margbreytilegt. Kókospálmarnir, eins fallegir og þeir nú eru, þöktu strand- lengjuna. Bananatré og ávaxta- runnar uxu villt innan um litskrúðug blómin. Angan frjóseminnar lá í loftinu. Sex litlir og frumstæðir kofar stóðu í hálfhring í kringum annan eilítið stærri. Allir voru þeir gerðir úr tunnustöfum, sem rekið hafði á land i gegnum tíðina. Fyrir utan stærsta kofann sat Hugh O’Neill, írskur sjómaður, ungur og rauðhærður og var í óða önn að flétta saman pandanusblöð, en úr þeim ætlaði hann að gera nýtt þak á kofann sinn. Hugh O’Neill hafði skolað á land eftir að skip hans fórst. En þetta var ekki mannlaus eyja. Sex ungar, suðrænar meyjar bjuggu á eynni. Þangað höfðu þær flúið til þess að þurfa ekki að ganga til sængur með hinum ófrýnilega og feita Manahiki-höfðingja, sem hafði það fyrir reglu af trúarlegum ástæðum að fórna sex ungum stúlkum í hvert sinn sem tungl var fullt. Þetta hafði verið erfiður tími fyrir O’Neill. Hann mátti ekki sjást fyrir utan kofa sinn, án þess að þær suðrænu köstuðu sér yfir hann og reyndu hver fyrir sig að draga hann inn í kofa sinn. Þær suðrænu lifa nefnilega ekki á banönum, kókoshnetum, taorótum og hua-hua-fiski eingöngu — þær þurfa líka ást og hlýju karlmanns. Og þegar á fjörur þeirra rekur stóran, sterkan og vöðvamikinn sjómann, sem þar að auki er írskur og rauðhærður, er þeim mikið í mun að sýna honum, að þær kunni að meta návist hans. En allir geta fengið of mikið — meira að segja írar. Eftir nokkrar vikur leið O’Neill eins og útbrenndu kerti. Hann lokaði sig inni í kofa sínum og fór ekki út, hvað svo sem stúlkurnar veinuðu og börðu á hurðinni hjá honum. En þegar sulturinn fór að sverfa að, sá O’Neill sæng sína uppreidda. Og eins og neyðin kennir naktri konu að spinna, fékk írski sjómaðurinn hugmynd. Hann hafði lært nokkur orð af þeim suðrænu, og Fimm minútur med WILLY BREINHOLST Þýð.: Eirikur Jónsson ÁSTIR Á AHUURA eins og málum var komið varð sú kunnátta að bjarga honum. Hann fjarlægði trédrumbana, sem hann hafði hlaðið fyrir dyrnar hjá sér og steig hikandi út í brennandi sólina. Stúlkurnar trylltust af gleði og komu hlaup- andi, valhoppandi og jafnvel á handahlaupum í átt til hans. En O’Neill bandaði frá sér höndunum og sagði: — Stopp! — Bíðið rólegar stúlkur, æpti hann, hio e hoahoo! — Ég ætla að gera ykkur tilboð. Ég ætla að skíra ykkur Mánudag, Þriðjudag, Miðvikudag, Fimmtudag, Föstudag og Laugardag. Tu na ianoo? Skiljið þið? Stúlkurnar skildu ekki orð. O’Neill benti nú á þá, sem hann hafði skírt Mánudag. Svo benti hann á kofann sinn. — Hio mai naraoa! Á hverj- um mánudegi mátt þú hvíla hjá mér yfir nóttina, og þú, Teriieroo, á hverjum þriðjudegi mátt þú hvíla hjá mér yfir nóttina. Tu ni iannoo ea? Skiljið þið núna? Stúlkurnar var farið að gruna ýmislegt. Sú sem O’Neill hafði skírt Laugardag mótmælti lítil- lega, því það var mánudagur og langt til laugardags. En skynsemin náði yfirhöndinni, og hún gekkst inn á þetta samkomulag, því það tryggði alla vega, að engin yrði útundan. Með þessu móti komst góð regla á allt daglegt líf á eyjunni Ahuura, en svo höfðu stúlk- urnar skírt eyjuna eftir að O’Neill hafði skolað þar á land. Á máli stúlknanna þýðir Ahuura Ástareyja. Svo leið hálft ár. En dag einn gerðist dálítið, sem kom ókyrrð á sálarlíf O’Neills. Hann stóð og hallaði sér upp að risavöxnum kókos- pálma ásamt Teaea, en það var sú, sem hann hafði skírt Laugar- dag, og horfði dreymandi út yfir hafflötinn. Það var hlýtt i veðri og loftið þrungið blómaangan. öldurnar léku sér blíðlega við sandinn, runnu að og frá, aftur og aftur og aftur. Úr kofunum mátti heyra angurværa tóna frá strengjahljóðfærum stúlknanna, sem blönduðust blómaangan- inni. Teriieroo söng um Ahuura, eyjuna þeirra, og hinn stóra og dásamlega hvíta mann með vöðvana og rauða skeggið. — Areoi! æpti Teaea allt i einu og benti út á haf. Lítill bátur nálgaðist eyna. O’Neill flýtti sér niður í fjöruna. Bátur- inn nálgaðist óðfluga, og nú sá hann, að í bátnum var ung suðræn stúlka, sem veifaði gleiðbrosandi til hans. — Dauði og djöfull! hreytti hann út úr sér. Þar fara sunnudagarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.