Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 47
Hann gekk aftur niður að ströndinni með þeim. „í gærkvöldi spurðuð þér um stóru dröfnóttu skjaldbökurnar.” Hann leit á Jan en síðan niður. „Það er ekki hættu- laust að tala opinskátt. Það eru til menn sem vilja ekki að neitt fréttist.” „Hverjir eru þeir?” spurði Jan. „Eru þeir frá yfirvöldum ykkar.” „Nei,” sagði Beauvais með áherslu. „En óvissan gerir okkur hrædd við að fara til lögreglunnar. Þessir menn koma og fara með miklum hraða og eru mjög nákvæmir, alltaf...” „Alltaf í sambandi við skjaldbökurn- ar?” spurði Hank. Beauvais kinkaði kolli. „Þetta er mjög einkennilegt. Áður sáum við varla stóru skjaldbökurnar. Nú eru þær allt í einu orðnar plága. í gærkvöldi komu nokkrir ungir menn frá þorpinu seint heim og gengu eftir ströndinni. Þeir fundu stóra kvenskjaldböku á ströndinni. Hún hafði grafið sér hoiu til þess að verpa í og var byrjuð. En svo virtist sem hún hefði dáið af áreynslunni.” „Hve langt...?” byrjaði Jan áköf. „Biðið,” hélt Beauvais áfram. „Þeir tilkynntu um hana.” Hann leit afsak- andi á hana. „Ég held að mennirnir hafi komið með dráttarvél og vagn snemma í morgun og farið með hana.” Það var ekki erfitt að finna staðinn og auðvelt var að lesa söguna í sandinum. Þarna voru djúp för þar sem þung skjaldbakan hafði skriðið upp í fjöruna, stór holan sem hún hafði grafið, fótspor- in og hjólförin. Jan gróf varlega en ekkert af eggjun- um, sem deyjandi leðurbakurinn hafði verpt, hafði verið skilið eftir. „Ég ætla að fara og reyna að líta á þessa skjaldböku,” sagði hún við Hank. Hann yggldi sig. „Þú ert brjáluð.” „Það eru aðeins einn eða tveir klukku- tímar síðan hún var tekin,” flýtti hún sér að segja. „Líkur eru á því að farið hafi verið með hana til Dubois plantekrunn- ar. Það eru ekki nema tíu eða tólf kíló- metrar þangað. Ef ég kæmist að henni og næði einu eða tveimur sýnishornum af skinninu væri það nóg. Við gætum þá hætt að velkjast um allan sjó.” „Ég hef áhuga á því,” sagði Hank ákafur, „en þetta virðist hættulegt. Þessir piltar eru ekki að leika sér, það ættirðu að muna.” Þau sigldu Hafgolunni eins nálægt plantekrunni og þau þorðu. Jan setti ýmis nauðsynleg áhöld í poka og bjóst til að láta gúmbátinn síga í vatnið. Hank virti hana nákvæmlega fyrir sér, hann leit á hárið, upplitað af sólinni, snjáðar gallabuxurnar og strigaskóna. Hann hristi höfuðið. „Þú ert sá ómögu- legasti skæruliði sem ég hef séð. Ég býst við að þú hyggist afvopna Gerald með því einu að berja hann augum.” „Ég hyggst halda mig úr augsýn.” Hún sneri sér að gúmbátnum. „Ég get bjargað mér sjálf,” sagði hún. „Þú vilt ekki blanda þér í málið.” „Þú getur sett það á reikninginn,” sagði hann tómlega og tók upp árarnar. Þegar þak stóra hússins kom í augsýn reri Hank að landi og þau báru gúmbát- inn yfir sandinn og földu hann i þykkum runnagróðri. „Ef leiðir skiljast hitti ég þig hér,” sagði hann þegar þau voru að leggja greinar yfir bátinn. Þau tróðu sér gegnum runnana þar til þau komu að jaðri reyrakurs og gengu þá með fram háum, þéttum gróðrinum í átt aðhúsunum. Það var enginn sjáanlegur en þau fóru samt varlega. Bifreið Geralds stóð fyrir utan bárujárnsskúrinn og þrír menn voru önnum kafnir við að flytja eitthvað í farangursgeymsluna. Gerald stóð með annan fótinn á höggvaranum og horfði á, Elsass-hund- urinn lá við fætur hans. Dráttarvélin var fyrir utan skúrinn. Jan og Hank lögðust niður þar sem þau voru og hún leit á hópinn í gegnum sjónaukann. „Þeir eru að bera rör,” hvislaði hún, „og kaðla — hérna, sjáðu.” „Virðist vera lítill krani,” sagði Hank eftir litla stund. „Ég sé tvær trissur — þetta er sú gerð sem sett er upp eins og þrífótur.” Hann lyfti sjónaukanum og leit á svæðið í kring. „Það virðast engir aðrir vera þarna. Enginn í verkamanna- bústöðunum eða kofunum. Ég sé enga skjaldböku.” „Hún er líklega í skúrnum,” sagði hún. Þegar búið var að ganga frá rörunum ók Gerald hinum burtu og beygði í átt til strandarinnar. „Þvílík hundaheppni?" sagði Jan. Þau skriðu hratt úr einum felustaðn- um í annan. Hank stansaði bak við stein þar sem hann gat séð yfir nokkuð stórt svæði. „Blístraðu ef einhver kemur,” hvíslaði Jan. Hún leit varlega í kringum sig og hljóp siðan með pokann i annarri hendi Gæðavara á góðu verði Girmi rafmagnstækin létta þér heimilisstörfin. ★ Girmi eldhústæki ★ Girmi heimilistæki * Girmi snyrtitæki , RAFIÐJAN /RAFTORG | Aðalumboð Kirkjustræti 8, s.: 19294 — 26660 Girmi raftækin fást í öllum helstu raftækjaverslunum landsins. 18. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.