Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 48
DAUÐINN UR DJUPINU að skúrnum og hallaði sér varlega upp að dyrasafnum til þess að sjá inn. Síðan smeygði hún sér inn fyrir. Hún var stödd í þröngu bili milli vagnsins og veggjarins. Á vagnpallinum, undir stórum dúk, var eitthvað sem að- eins gat verið skjaldbaka. Jan lagði pokann frá sér á vagninn, tók upp skurðarhníf og litlar tengur. Æfðum höndum, en án þess að snerta skjaldbökuna með höndunum, fjarlægði hún svolítinn húpflipa sem hafði sýkst af hvítu dílunum. Henni tókst að fylla litla sprautu af blóði. Tveir eða þrír skinnsepar í viðbót og glösin voru öll orðin full. Hún lét þau varlega í pokann. Hún hafði ekki verið lengi í skúrnum en vaxandi grunur um yfirvofandi hættu ýtti á eftir henni. Hún dró blýhúðaðan gúmmídúkinn aftur yfir skjaldbökuna. Þá mundi hún eftir eggjunum og fór að leita að þeim í flýti. Hank blístraði. Hún stóð stjörf í eina sekúndu. En síðan beygði hún sig eftir pokanum. Hann var ekki hnýttur aftur. Hún gat ekki borið hann svona án þess að skemma sýnishornin. Hún fitlaði í fáti við spennurnar. Hún hnipraði sig saman bak við stórt hjól dráttarvélarinnar um leið og sand- bíllinn ók fyrir hornið og stansaði fyrir utan skúrinn. Jan gat aðeins séð fætur þaðan sem hún lá þegar mennirnir nálguöust vagn- inn. Stígvél Geralds; brúnir fótleggir og fætur i sandölum; svartir skór Dubois undir gráum buxum. „Enn önnur fyrir brennsluofninn,” sagði þriðji maðurinn. „En ég held að það sé farið að verða minna um þær.” „Kannski. Það er ekki gott að segja. Varptíminn hjá þeim er langur. Hvar eru eggin, Gerald?” „Niðri i húsinu — sami kassinn. Vilt þú ná í hann, Alan?” Beru fæturnir hlupu út úr skúmum og svörtu skórnir komu nær. „Ég skal setja dráttarvélina í gang.” Gerald steig fram og Jan bjóst til þess að stökkva. Bilið milli stóra svarta hjóls- ins og dyrastafsins var of þröngt. Hún varð að standa upp og hlaupa fram. Án þess að gefa sér tíma til þess að hugsa stóð hún upp og skaut sér á hlið gegnum bilið. Tvö undrandi andlit störðu á hana en svo var hún komin fyrir hornið og hljóp af stað. „Ég skýt!” Sterk röddin bak við hana kafnaði í háum hvelli, hræðilega háum. Moldin rauk upp af jörðinni rétt fyrir framan hana. Hún stansaði eins og hún hefði hlaup- ið á vegg. Það glumdi í stigvélum fyrir aftan hana. Gerald greip ómjúklega í annan handlegg hennar og sneri henni við. Dubois stóð við skúrhornið og beindi enn stuttri, þungri skammbyssunni að henni. Alan hljóp upp brekkuna í átt til þeirra og hélt á litlum kassa. Jan þekkti hann þegar hún sá stuttbuxurnar, vestið og rifinn stráhattinn. „Hvað er um að vera?” spurði hann. „Þú myndir ekki trúa þvi,” svaraði Gerald. „Það myndi enginn trúa því!” Dubois teygði sig í poka Jan. „Hvað ert þú með?” Meö snöggu handbragði hvolfdi hann innihaldi pokans á jörðina. Sprautan brotnaði — lítið klingjandi hljóð — og blóðið dreifðist í rykið. Eitt augnablik stóðu þau öll og horfðu á litla blettinn sem myndaðist milli glasa og tækja. Dubois leit upp, augu hans voru köld og harðpeskjuleg. „Mjög sniðugt. Mjög sniðug, forvitin kona. Og til vandræða ..Hann hnykkti höfði til Geralds. „Farðu með hana í kofann.” Jan drúpti höfði þegar henni var ýtt af stað. Það var ekkert sem Hank gat gert gegn þrem mönnum og byssu. Hún mátti ekki láta líta svo út sem hún vænti hjálpar. Inni í íbúðarhúsinu ýtti Gerald henni inn í lítið, autt herbergi, lokaði dyrunum og læsti. Hún skildi aðeins slitur af samtali þeirra. Dubois var að tala. „... best að fara með farminn út á eyjuna. En í þetta sinn.... vertu viss.” Útidyrnar opnuðust og lokuðust. Jan flýtti sér þvert yfir litla herbergið, þegar Gerald gekk inn, lokaði dyrunum og læsti þeim aftur. Hann stakk lyklinum í vasann. „Það er leitt,” sagði hann, „að þú skyldir hafa haft meiri áhuga á skjald- bökum en mér.” Jan svaraði ekki, hann hló og kom nær henni. „Ég er ekki vanur að biða ósigur, Jan.” Hann gekk snöggt fram og þrýsti henni fast upp að veggnum. Með ann- arri hendi lyfti hann höku hennar og þrýsti vörum sínum að hennar, fast. Hún hreyfði sig ekki þegar hann sleppti henni. „Þú getur ekki sagt að ég hafi ekki reynt mildari aðferðir,” sagði hann. „Ég verðekki lengi.” Þegar dyrnar lokuðust á eftir honum lét Jan sig falla niður og þurrkaði sér um munninn með hendinni. Hundurinn gelti fyrir utan og Gerald sagði: „Góður hundur. Vertu á verði!” Hljóðið í dráttarvélinni dó út í fjarska. Það var eins og margir klukkutímar hefðu liðið þegar dyrnar opnuðust aftur. Hár Geralds var greitt aftur í blautum lokkum frá nýþvegnu andlitinu og erm- arnar voru brettar upp að olnboga. Hann skildi dyrnar eftir opnar og gekk yfir herbergið. „Þú hefðir getað opnað gluggann.” Hann opnaði neðri helming hans. „Þetta var betra. Nú ...” Hann teygði sig letilega fram og tók um axlir hennar. Jan vatt sig úr greipum hans. Hann greip í hár hennar og dró hana til sín. „Láttu ekki eins og bjáni. Þú meiðir þig bara.” IV. HLUTI. Hundurinn gelti. Þau stóðu bæði kyrr og lögðu vandlega við hlustirnar. Geltið varð ákafara — síðan heyrðist ýlfur — og annað, hátt og hvellt, svo var þögn. Framhald í næsta blaði. NANCI HELGASON ^ í ELDHÚSINU BAKSTUR Berið ögn af stífþeyttri eggja- hvitu 6 pœdeigsbotn og stráifl öriitiu af hveKi yfir til þess afl hindra, afl botninn verfli mjúkur. Til þess afl fé léttan flögóttan pædeigsbotn: • Hafifl smjöriíkið vel kælt. • Notifl u.þ.b. 1/3 af smjöriíki é vifl hveitimagn. • Blandið deigifl daginn éður en é afl baka þafl og geymifl i issképnum. • Fletjifl deigifl variega út og notíð eins títífl hvertí og þifl komist af mefl. • Beitið keflinu fré miflju og út til allra étta, aidrei f ram og aftur. Penslifl létt yfir deigbotninn mefl mjólk, éður en þifl setjið hann inn i ofninn, og þifl féifl jafnan, brúnleitan botn. Ef þifl ætiifl að baka hjartalaga köku, er þetta aflferflin: Fletjifl út kringlótta köku og aflra femings- laga. Skerið kringlóttu kökuna i tvennt Snúifl femingslaga kökunni þannig, afl e'rtt homið viti beint afl ykkur. Leggifl nú hvom helming kringlóttu kökunnar vifl þær hliðar femingsins, sem vita fré ykkur, og þé erufl þifl búin að fé fullkomlega hjartalaga köku. Setjifl ilét mefl vatni f ofninn, ef þifl óttíst, afl kakan verfli of þurr. Pé getur hrtinn ekki dregifl rakann úr deiginu. Stréifl örlrtlu kartöflumjöli efla Cl yfir tertur, sem é afl hella i yfir, þé rennur þafl siflur út af kökunni. Ef nota é rúsinur i kökuna, skulufl þið vefta þeim upp úr hvertí til afl hindra, að þær sökkvi til botns, meflan é bökun stendur. Ef é afl frysta tertu mefl kremi é, skulifi þifl setja hana óvarfla í frystinn i u.þ.b. 15 minútur, pakka henni siflan inn og setja aftur i f rysti. Ágætt er afl dýfa hnffnum i kalt vatn, þegar skera é nýbakafla köku. Bankifl rösklega i botn kökuformsins, éflur en þið setjifi það inn i ofninn, til þess afl hindra afl loftbólur myndist i deiginu. KJÚT OG FISKUR Geymifl mylsnu fré kom- flögum, kexi og braufli f lokaflri krukku. Blandið saman vifl þafl ögn af hveití og notífl sem rasp é kjöt efla f isk. Edik er néttúriegur kjötmeyrir. Geymifl afganga af baunum, kartöflum, lauk, seljurót og fleiru I luktum plastílétum i kælisképnum og blandifi saman vifl kjötafganga og sósur. Þegar þifl leggifl af stafl f ferfla- lag, er égætt réfl afl stínga pylsum i h'rtabrúsa, helst délitífi viflan, og fylla hann mefl sjóðheitu vatni. Pylsumar verfla tílbúnar til étu, þegar komið er f éfangastafl. Kjúklingabitar, sem velt er upp úr mjólkurduftí i stafl hvertís, verfla gullnir vifl steikingu. Ef ekki é afl borfla kjúklinginn um leifl og hann er tílbúinn úr ofninum, skulifl þifl vefja hann í élpappir og stínga göt pappírinn. Gufan kemst þé út um götín, og skorpan verflur ekkj of mjúk. Gam, sem er sérstaklega ætiafl tíl afl hreinsa é milli tanna, er égætt tíl þess að binda upp kjúkling mefl. Það er mjög sterict og brennur ekki. Bakið fisk é befii af söxuflum lauk, seljurót og steinselju. Þafl gefur gott bragfl, og fiskurinn festist ekki vifl pönnuna. Hreinsifl potta og framburðar- ilét fyrir fisk mefl ediksblöndu, þafi hindrar, afl fisklyktín sitji eftir. Nýtifl afganga af hrærflum eggjum i túnfisk- efla kjúklinga- salat Drýgið túnfisksalat með epla- og seljurótarbitum. 48 Vikan XB.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.