Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 4
o Menn þurfa að fara að gera það upp við sig, hvort skólinn á að vera dagvistunar- heimili eða kennslustofnun Sumum fannst hann frábær kennari, jafnvel skemmtilegur. Aðrir voru hræddir við hann, og hann átti það til að koma tárunum út á blíðlyndum stúlkum í tímum. En í umræðum um hann var enginn hlutlaus. Ekki frekar en hann sjálfur. Þannig minnist blaðamaður Vikunnar Guðna Guðmundssonar sem kennara við Menntaskólann í Reykjavík. Nú, mörgum árum síðar, hittir blaðamaður hann sem rektor hins sama skóla. Skoðanir hans hafa kannski að ýmsu leyti breyst. En þær eru jafn fastmótaðar og áður. Hann hefur aldrei brostið kjark til að standa við þær. Tækifærissinni er hann ekki. Og við ræðum saman um þær miklu umbyltingar, sem gerst hafa í skólamálum á síðari árum og eru enn að gerast. Mál, sem enginn getur látið sér óviðkomandi, því skólinn verður sífellt snarari þáttur í lífi okkar. Það er skólinn, sem ákvarðar framtíð okkar flestra og sker úr um það á hvaða þrepi þjóðf élagsins við eyðum ævinni. Texti: Jóhanna Þráinsdóttir Ljósm: Jim Smart — Ég byrjaði að kenna við Menntaskól- ann í Reykjavík árið 1951, þá nýkominn heim frá lokaprófi við Edinborgarháskóla. Ég stundaði þar nám í 4 ár og eitt í París. — Þá voru mikil viðbrigði fyrir íslenskan námsmann að fara til náms erlendis. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, og á námsárum minum þar datt okkur ekki einu sinni í hug að fara til Reykjavíkur í páska- eða jólafríi, hvað þá til útlanda eins og nú tíðkast. Þetta var því í fyrsta sinn, sem ég kom út fyrir landstein- ana, og ég var ósköp mikill heimalningur. — íslenskir stúdentar voru í þá daga lítt talandi á erlendar tungur. Tungu- málakennslan fór ekki fram í neinu samræðuformi, heldur lærði maður framburð af lestri. Hins vegar vorum við vel í stakk búnir hvað orðaforða og mál- fræði snertir. Eftir að hafa þjálfað eyrað í nokkrar vikur, stóð heldur ekkert i okkur að tala. Orðaforðinn olli þvi, að við áttum aldrei í erfiðleikum með að fylgjast með fyrirlestrum, og enska stafsetningin, sem annars er það vitlausasta, sem til er, var heldur ekkert vandamál. Við höfðum lært orðið af bókinni. — Nú er stafsetning heilmikið vandamál fyrir nemendur, jafnt í erlendum málum sem íslensku. Þeir læra allt eftir eyranu og vita varla, hvað íslensk málfræði er. Ég held, að fáir skilji þessa aðferð nema sú nýja tegund íslenskukennara, sem búin er að gefast upp á að koma þessu til skila til nemenda. Þetta kemur lika niður á erlendum málum, og að kenna tungumál alfarið, án þess að gera sér grein fyrir að málið er orðin og uppbygging þeirra, er alveg fráleitt. — Það er kannski hægt að kenna fólki nægilega mikið til að versla í Marks og Spencer og panta á veitingahúsum með þessari aðferð, en hún dugir ekki þeim, sem hyggja á framhaldsnám erlendis. Og það er einmitt ein meginástæðan fyrir tungu- málakennslu í menntaskólum. Talmálið verður engum tamt nema við dvöl í landinu sjálfu. Þess vegna finnst mér ósköp fáránlegt að eyða öllum þessum óskapa tíma i framburð og það, sem kallað er tjáning. Það verður aldrei neitt vit í tjáningu, ef orðin skortir, og það mikil- vægasta er, að fólk sé ekki bundið við orða- bækur allt sitt líf. 4 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.