Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 8
endur, sem stefna ákveðið að háskólanámi, þar sem ríkisskólarnir sjá þeim ekki lengur fyrir nægilegri undirbúnings- menntun. Og þar með iokast hringurinn, það verður farið að mismuna fólki í menntun eftir fjárhag foreldranna, eins og gert var í gamla daga. — Höldum við áfram á sömu braut, endum við líka í sömu aðstöðu, og er þá illa farið fyrir allri þeirri félagshyggju og stétt- leysi, sem við íslendingar stærum okkur af. Ég er líka hræddur um, að það yrði skrítið upplit á landsfeðrum vorum, ef íslenskir stúdentar hættu að vera gjaldgengir í erlenda háskóla og hrúguðust allir í Háskóla íslands, sem þykir víst alveg nógu dýr í rekstri eins og hann er. Þarna færi tvennt forgörðum, sú ódýra menntun, sem við höfum hingað til sótt til erlendra landa, og þeir menningarstraumar, sem fólk ber með sér til okkar litla eyríkis að námi loknu. Sennilega hefur fátt verra gerst í íslenskum skóla- málum en vísan um, að það sé leikur að læra. — Nú tíðkast að skrökva því að bömum allt frá því að þau byrja í bamaskóla, að námið sé leikur. Það er líka hættuleg þróun. Sennilega hefur fátt gerst verra í íslenskum skólamálum en vísan um, að það sé leikur að læra. Auðvitað hefur höfundurinn, Steingrímur Arason, á sínum tíma átt við það, að það væri skemmtilegt að læra, en ekki létt, eins og nú virðist útbreiddur misskilningur. Nám er í eðli sínu erfitt, og það er ekki hægt að gera hlut, sem í eðli sínu er erfiður, auðveldan. Náms- efnið krefst sömu heilastarfsemi af hálfu nemandans og áður, jafnvel þó því sé spilað inn í fólk af segulbandi eða lætt inn í það með myndvörpum og kvikmyndavélum. Það er samt sem áður jafn erfitt að læra og verður aldrei auðveldara. Fólk er mismun- andi vel til þess fallið, og það tekur það mis- munandi langan tima að meðtaka fróðleik, og því verður ekki breytt. Hvaða gagn er þá að slíkri blekkingu? Sjálft lífið er enginn leikur, enda ekkert æskilegra, að svo væri, því fólk þroskast yfirleitt meira á mótbyr en meðvindi. Fólk, sem matað er á þvi öll sín uppvaxtarár, að allt eigi að vera leikur, er óhjákvæmilega enn verr í stakk búið til að mæta þeim erfiðleikum, sem enginn fær leyst úr nema það sjálft. Enda hefur það aukist að mun, að fólk falli og hreinlega Vlðtum«kkl»ln« vttlMi«lrofl»umlr»é>fr«B<Hnflf halda. gefíst upp við menntaskólanám. Og hin mikla aukning nýrra nemenda hefur aðallega orðið í lægstu einkunnastigunum, eins og þessi allsherjar samræming á kerfinu og samræmd námsskrá býður upp á. r Eg er eins og_ Maó gamli. Ég vil leyfa öllum blómum að blómstra. — Mín kenning er sú, að tilgangur skólans eigi að vera sá að koma öllum upp á hæsta mögulegt þroskastig, en ekki að gera alla eins með því að ýta þeim niður í sömu flatneskjuna. Ég lít ekki á námsgáfur sem eitthvert líkamslýti, sem helst ætti að skera i burtu. Fólk með námsgáfur á ekki síður rétt á að nýta hæfileika sína en þeir, sem miður eru til bóknáms fallnir. Hins vegar er auðvitað feikna vandi að finna það jafn- vægi, sem þarf til að þroska þær marg- víslegu tegundir gáfna og hæfileika, sem búa í mannfólkinu. — Vissulega þarf lika að útrýma þeim fordómum, að það sé eitthvert heimsku- merki að vera ekki snjall á bókina, og mér er afskaplega mikið i nöp við allt mennta- snobberí. Góður handverksmaður af hvaða tegund sem er er fullkomlega jafnnýtur þjóðfélagsþegn og sá, sem hefur orðið sér úti um doktorsgráðu í einhverju. Það þarf enginn að hafa minnimáttarkennd út af því að hafa ekki orðið doktor. Það er meira að segja mjög vafasamt, hvort það sé nokkuð æskilegra að streða við það meginhluta ævinnar að vita meira og meira um minna og minna. Ég mér er farið eins og Maó gamla. Ég vil leyfa öllum blómum að blómstra. — Það eru tvö frumskilyrði þess að hafa gagn af námi: Áhugi og dugnaður. Siðan kemur þetta óáþreifanlega fyrirbæri, sem menn kalla gáfur. Við erum ekki nærri því eins vitlausir og sumir sérfrœðingar halda. — Eins og ég hef áður minnst á, erum við íslendingar ákaflega gjamir á að apa 8 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.