Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 10
hulin, meðan enginn veit, hvað verður úr framhaldsskólafrumvarpinu. — Sjálfur sé ég ekki annað en að menntaskólarnir verði eyðilagðir sem menntastofnanir, ef þeir fá ekki að starfa sem sjálfstæðar ríkisstofnanir utan við þetta risavaxna kerfi. Og mér finnst satt að segja furðulegt, ef islenska þjóðin telur sig hafa efni á að eyðileggja stofnun eins og Menntaskólann í Reykjavík, sem rekur sögu sína allt til Skálholtsstóls, eða rúm 900 ár aftur í tímann, og gera hann að almennri bóknámsbraut í einhverju fjölbrauta- fargani. Það ætti að minnsta kosti að skilja eftir tvo hefðbundna menntaskóla, þangað sem fólk gæti sótt þá undirbúningsmennt- un, er háskólar gera kröfur til. — Ég hef reynt að viðhalda gömlum hefðum í þessum skóla. Ég er viðkvæmur i eðli mínu og því afar hnugginn yfir því, að mönnum skuli yfirleitt detta í hug, að það sé verjandi að eyðileggja svona stofnun. Mikið af þeim losarabrag, sem einkennir okkar þjóðfélag, stafar einmitt af því, að við höfum svo fáar hefðir að styðjast við. Enda næst engin hefð með þvi að gripa sífellt eitthvað nýtt og henda hinu gamla. — Ég held, að nemendur hér séu líka fremur stoltir en hitt af skólanum sínum. Krökkum fellur ekki agaleysi. Orðið Disiplin þýðir á erlendum málum bæði agi og fræði. Og án aga verður enginn fróður. Hvað nám snertir, verður aginn að koma innan frá, en það verður líka að halda nemendum að náminu. Og þar má skólinn ekki bregðast. Þetta er líka regla, sem gildir fyrir allt lífið. Fólk, sem aldrei lærir að hafa aga á sjálfu sér, ræður ekki við tilveruna. Við stöndum t.d. fast á því, að nemendur sæki tíma. Er þau fara út í atvinnulífið, finna þau engan atvinnurekanda, sem sættir sig við, að þau mæti bara þegar þeim sýnist. Þannig búum við nemendur undir þann þátt lífsins. Krakkar hafa töluverða trú á því, að tími kraftaverkanna sé ekki liðinn. — Síðan hætt var að keppa að því erfiða takmarki, landsprófi, hefur verið slakað mjög á öllum námskröfum í grunn- skólanum, og það er ekki lengur unnið jafn- markvisst að þeirri undirstöðu, sem við eigum svo að bæta við. Við verðum áþreifanlega varir við þetta. í fyrra reyndum við að bjóða 3. bekkingum, sem komu mjög illa útúr jólaprófum, að koma á fót undirbúningsbekk til að gera þau hæfari til menntaskólanáms. Undirtektir voru þær, að af u.þ.b. 30 manns vildu aðeins 6 þiggja þessa aðstoð, svo að þetta féll um sjálft sig. Krakkar hafa töluverða trú á því, að tími kraftaverkanna sé ekki liðinn, og gera sér ekki grein fyrir, að ef undirstöðuna vantar, halda þau bara áfram að falla og gefast upp. Þar er ekki hægt að byggja neitt á sandi fremur en annars staðar. — Ég held ég geti því tekið undir það, sem einn Svíi sagði nýlega: Menn þurfa að fara að gera það upp við sig, hvort skólinn á að vera dagvistunarheimili eða kennslu- stofnun. — Það er kjarni málsins. Krakkar trúa á kraftaverk. — 6.A, latinudaild, M.R. 10 Vlkan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.