Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 15
19. tbl. Vlkan H „Fyrirgefðu, Luke, ég gekk snemma til náða.Hvernig hefur hann það?” „Ekki vel, ég held, að hann sé mjög veikur.” Læknirinn kinkaði stuttaralega kolli og snaraðist síðan framhjá Luke inn í íbúðarhúsið. Luke gekk ekki á eftir honum. Hann starði út yfir umhverfið. Hjartað barðist í brjósti hans. Fuglarnir voru farnir að syngja innan um runnana og trén. Einhverra hluta vegna hljómaði söngur þeirra ekki jafnvel og venjulega. „Luke?” Luke snerist á hæli og leit beint inn í andlit dr. McHendry. „Hvernig hefur hann það, læknir?” Læknirinn hristi höfuðið. „Hann er mjög veikur, Luke.” „Getum við komiö honum inn á sjúkrahús?” „Það eru rúmar sjötiu mílur þangað. Hann myndi aldrei lifa ferðina af. Hann spyr eftir þér, Luke. Ég held, að hann vilji fá að vera einn með þér.” Um leið og Luke gekk inn, leiddi læknirinn Kareemu snöktandi út úr svefnherberginu. Hann settist niður við hlið föður síns. Þýð.: Steinunn Heigadóttir „Luke.... þú og ég höfum aldrei verið sérlega nátengdir.... ekki eins og sam- band á milli föður og sonar á að vera...” „Vértu rólegur, pabbi. Við skulum tala um það allt saman seinna, þegar þú ert orðinn sterkari.” Það færðist þoka yfir augu gamla Augu Enochs voru opin, en þau horfðu ekki á neitt sérstakt. „Luke. Luke, ert þetta þú....?” Enoch reyndi að lyfta hægri hendinni. Luke greip um hana, undrandi yfir þeim styrk, sem bjó í handtaki föður hans. „Luke. Það er kominn timi til, að ég...” Orðin virtust kafna í hálsi hans. „Pabbi, taktu það rólega. Þú þarft ekki að taia.” Luke kveinkaði sér, þegar faðir hans greip fastar um hönd hans. „Luke.” Rödd hans var orðin áköf núna. „Við verðum að tala saman, þú ogég...” „Allt í lagi, pabbi. Allt í lagi...” Luke hefði ekki getað losað hönd sína, þó að hann hefði reynt það. Allt i einu virtist sem styrkur og harka námumannsins væri aftur komin upp hjá gamla manninum. Samband þeirra Owenfeðga hafði aldrei verið sérlega náið. Enoch gamli var hörkutól, sem ekkert virtist óttast, og sonurinn fékk sinn skerf af hörkunni. En nú var Enoch Owen dáinn, og hann eftirlét syni sínum leyndarmálið mikla, sem hann varð að komast að, þó svo hann yrði að ferðast yfir háifan hnöttinn. mannsins. „Nei, við munum ekki fá tækifæri til þess. Ég veit það. Þú verður að hlusta á mig...en enginn annar..... enginn annar má vita...” Enoch dró hann nærri sér. „Ég get ekki látið sem ég hafi reynst þér góður faðir.... og þegar móðir þín dó...jæja. Ég var harður faðir..... Ég sýndi þér meiri hörku en nokkrum vinnumannanna.....ég vissi að þú þyldir það.... það var þin vegna....” „Þú þarft ekki að réttlæta sjálfan þig fyrir mér, pabbi.” Enoch hóstaði, og líkami hans skalf. „Dr. McHendry!” Luke reyndi að standa upp, en faðir ltans hélt honum kyrrum. „Nei, Luke! Of seint! Ég verð að segja þér..verð að segja það núna...” Gamli maðurinn þagnaði til að ná andanum og starði náfölur upp í loftið. „Luke, ég hef gert erfðaskrá þér í hag. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu....” „Ég hef ekki áhyggjur af erfðum. Pabbi, ég vil aðeins, að þú —” „Og Kareema! Það er vel fyrir henni séö. Hún verður að eiga góða ævidaga eftir að ég er horfinn.” „Ekki tala svona pabbi. Þú þarft ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.