Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 17
og reglufastur hann var í öllum sínum háttum, og ein af reglum hans var sú að hringja alltaf fyrst, áður en hann kom I heimsókn, og tilkynna komu sína. Luke kinkaði kolli. „Jæja,” hélt Don áfram, „hann kom hingað án þess að gera nein boð á undan sér. Hann hafði þá þegar drukkið tals- vert, og ég fann það á mér að hann þurfti að fá að tala við einhvern. Ég tók hann því með mér inn i bókaherbergið, og við settumst niður með viskíflösku á milli okkar.” „En faðir minn drakk næstum aldrei Don.” „Einmitt. Hann tautaði eitthvað um, að nú væru öll þessi ár liðin, einmitt nú. Fyrst hélt ég, að hann ætti við dauða móður þinnar. En ég hafði rangt fyrir mér. Ég spurði hann og reyndi að fá hann til að segja mér, hvað það væri, sem iþyngdi honum svo. En það eina sem hann sagði var...” „Áfram.” Don varð stífur í stólnum og starði rannsakandi á Luke. „Hann tautaði I sifellu nokkrar ljóðlínur úr kvæði, kvæði eftir A. E.“Housman, að ég held.” Luke stirðnaði upp. Kareema hafði einmitt lesið kvæði Housmans kvöldið, sem Enoch lést. Bókin lá þar sem hún hafði dottið á gólfið, þegar Luke kom hlaupandi inn um svefnherbergisdyrnar. „Enoch fór aftur og aftur með þessar sömu ljóðlínur þetta kvöld. Það voru tár í augum hans. Hann grét Luke. Hvernig er nú ljóðið aftur? Ég kom til lands hinna látnu vona, sjá viðáttur þess skína. En bjarta vegi, þá ég áður gekk, sé ég hverfa og dvína. Mennirnir störðu báðir hugsandi á sundlaugina. Hin síðustu orð föður Lukes hljómuðu örvæntingarfull i huga hans. „Það er i dagbókunum, Luke!” Hvað hafði hann átt við? Og hvað átti ljóðið að tákna? Hann vissi það ekki enn, en hann var viss um, að dagbæk- urnar og ljóðlínurnar tengdust á einhvern hátt. „Og daginn eftir,” hélt Don áfram, „lét faðir þinn eins og ekkert hefði í skorist. Hvorugur okkar minntist á það sem gerst hafði. En ég velti oft fyrir mér þessum ljóðlínum. Ég held, að þær séu eftir Housman, en þó er ég engu nær. Skilur þú við hvað hann átti?” „Nei. En ég veit, hvað þú átt við Don. Pabbi hefur sjálfsagt búið yfir djúp- stæðari tilfinningum en ég hafði hugmynd um.” Don brosti og stóð upp, augu hans hvörfluðu til dóttur hans í sundlauginni. „Hvers vegna tekurðu þér ekki langt fri núna Luke? Þú getur hæglega fengiö einhvern til að reka búskapinn fyrir þig á meðan. Og Kareema getur annast hús- Stjórnina.” Luke ræskti sig og fylgdi augnaráði Dons að sundlauginni, þar sem brúnn líkami Eleanor klauf vatnið. Venjulega hefði honum fundist það vera afþreying að sitja þarna og horfa á hana, en i dag komst ekkert annað að I huga hans en dagbækur föður hans. Hann fann tjl óþreyju eftir að nálgast þær aftur. Og þar að auki hafði hann ekki sofið vel eftir jarðarförina. „Kannski væri ekki svo vitlaust að skreppa frá í smátíma,” játaði hann hljóðlega. Það birti yfir andliti Don Fallons. „Ég er viss um, að það væri þér fyrir bestu Luke. Fáeinar vikur í nýju umhverfi, jafnvel nokkrir mánuðir, ættu að geta hjálpað þér til að gera upp við þig, hvernig þú ætlar að verja framtíð þinni.” 19. tbl. Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.