Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 26
Þetta efsta virðist vera tjald með príki i miðjunni, LLT í einu kom Villa auga á hann. — Sjáðu, sjáðu strákinn, hrópaði hún og benti upp í klettinn. Hann var kominn hálfa leið upp og veifaði ákaft þegar hann sá okkur. — Guð hjálpi mér, hann kemst ekki niður aftur. Vilborg greip föstu taki í mig. Við verðum að hjálpa honum, Símon. Hann er kominn í sjálfheldu. Þetta gat ekki verið verra. Ég var svo lofthræddur að það setti að mér svima þó ekki væri við annað en að stíga upp á stól. Mér fannst kletturinn álíka skelfi- legur og fuglabjörgin í Færeyjum. En nú varð ég að standa mig. Ég gat ekki viður- kennt aumingjaskap minn fyrir elskunni minni. Ekki gat ég sent hana út í ógöngur. Mér bar að bjarga frænda hennar og sýna hetjulund. — Bíddu bara róleg, sagði ég og hrópaði svo til Tomma. — Vertu bara kyrr þar sem þú ert. Ég kem og bjarga þér. Svo kyngdi ég kökknum sem kominn var í hálsinn og byrjaði að klífa upp klettinn. Mér var efst í huga að líta aldrei niöur og horfði einbeittur upp á við í hvert skipti, sem ég nam staðar til aö kasta mæðinni. Tommi fylgdist með uppgöngu minni af miklum áhuga. — Þetta er ofsalega spennandi er það ekki? sagði hann þegar ég nálgaðist hann. — Spennandi að sitja fastur í kletta- skoru? Ég saup hveljur og hét því að taka ærlega i lurginn á honum fyrir þetta uppátæki, þó síðar yrði. — Ég er ekkert i sjálfheldu, svaraði Tommi gramur. Ég klifraði bara upp til að sjá bátana betur. Sjáðu bara hvað útsýnið er fallegt. Af einhverjum dæmalausum asna- skap sneri ég höfðinu — og himinn og jörð fóru að hringsnúast fyrir sjónum mér. Ég lokaði augunum og bað til guðs og þetta lagaðist. — Áttu við að ég hafi klifrað hingað upp að ástæðulausu? hvæsti ég milli samanbitinna tannanna, þegar ég loks treysti mér til að hafa vald á röddinni. — Komdu þér niöur á stundinni. Ég bíð hér ' þangað til þú ert kominn niður á jafn- sléttu aftur. Farðu varlega og hrópaðu til mín strax og þú kemur niður. VEIM mínútum síðar heyrði ég kallið. En nú titraði ég og skalf eins og hrísla, fæturnir voru máttlausir og fingurnir samankrepptir um steinnibburnar í krampakenndu taki, sem mér tókst ekki að losa. Hann kallaði aftur og aftur. En ég gat ekki hreyft legg né lið. — Því sagðir þú ekki að þú værir loft- hræddur, sagði Villa ásakandi, þegar mér hafði verið bjargað. Hún var náföl í andliti. Tommi vissi ekki vel hvort hann ætti heldur að öfunda mig eða sýna meðaumkun, vegna þess að ég hafði verið látinn síga niður í vaði. — Þú getur ekki neitað þvi, að það er spennandi sagði hann, þetta er skemmtilegt frí, er það ekki, Símon? — Hvað eigum við að gera eftir morgun- matinn? Ég vildi sem minnst hugsa um fram- haldið — fæturnir báru mig naumast ennþá og mest langaði mig til að halla mér upp í rúm og sofna. Og nú hafði ég gert mig að fífli frammi fyrir Villu, þetta var óbærileg skömm. En nú þreif Vilborg í Tomma og hristi hann óþyrmilega. — Er þér ekki ljóst, að Símon hefði getað hrapað til bana, litli þorparinn þinn? Og svo brast hún í grát. 6AT það átt sér stað! Vilborg, þessi örugga, sterka stúlka. — Litla, sæta Villa, ekki gráta, sagði ég blíðlega og tók hana strax í faðminn og var nú aftur orðinn góður með mig. Og þarna stóðum við hálf kjökrandi bæði tvö frammi fyrir Tomma og björgunarmanni mínum, sem var að ganga frá sinu dóti. Og þar sem ég hélt henni i faðmi mér, virtist draumurinn um litla raðhúsið hreint ekki fjarstæðu- kenndur. Ég kyssti tárvota vanga hennar og Tommi starði á okkur undirfurðulegur á svip. — Ætlið þið að fara að giftast? spurði hann rólega, á þann hátt sem börnum einum er lagið. — Ef hún vill eiga mig, sagði ég og bætti við í hálfkæringi. Og ef þú getur hugsað þér að þvo sokkana mína, elskan? Hún var með ekka og grét og hló í senn. — En, Símon. Ég hélt að þú værir forhertur piparsveinn. Annars er hjóna- band heilmikið annað en sokkaþvottur! Hún sagði ekki nei! Ég gætti þess að fylgja nú málinu eftir. — Ég get vel þvegið mín sokka- plögg sjálfur, elskan mín! Bara að þú lofir mér því, að næsta ferð sem við tökumst á hendur verði brúðkaups- ferðin okkar. Augnatillit hennar var mér nægt svar. Enda þurfti nú ekki fleiri orð um málið. — Ef þið ætlið að standa hér í allan dag, fer ég að leita að hellum, sagði Tommi. Maðurinn við bátahöfnina sagði að það væri einn hellir hér nálægt svo djúpur að hægt væri að villast i honum. Ég þreif til hans. — Stopp vinurinn! Ég þarf að útvega mér tjóðurband. — Hvað ætlarðu að gera við það? — Hafa þig í bandi, sagði ég strangur á svip, mig langar ekki til að klifra meira í klettum eða leita í djúpum hellum eftir þér. ^^•f®ILLA hló og tók í hönd Iíl m.r frænda síns °g við \\J leiddumst öll heim að » V hótelinu eins og lítil samhent fjölskylda. Rétt sem snöggvast flaug mér i hug, að líklega væri auðveldara að ganga götuna einn í fram- tíðinni, ef ég gæti búist við nokkrum pollum svipuðum Tomma. En þegar ég horfði á fallegu stúlkuna, sem gekk við hliðina á mér, urðu rómantískar tilfinn- ingar aftur allsráðandi. Nú ætti Hólmgeir að sjá til okkar, hugsaði ég og sendi vini mínum þakkir í huganum fyrir ráðleggingarnar. Endir 26 Vlkan X9.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.