Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 38
Andlitið, sem aldrei gleymdist Bílastraumurinn, sem legið hafði út úr bænum, var farinn að minnka, en afgreiðslumenn- irnir tveir á bensínstöðinni vildu ekki fara, fyrr en hin átján ára gamla afgreiðslustúlka, Veronica Kincaid, hafði gert upp kassann. Aðeins hálfri mínútu áður en þeir ætluðu að loka, renndi blár Oldsmobile upp að einni bensín- dælunni. Veronica beið á meðan annar afgreiðslumaðurinn setti fjörutíu lítra á tankinn, og henni varð sem snöggvast litið á vel klædda miðaldra manninn, sem sat við stýrið. Allt í einu var sem kalt vatn rynni henni milli skinns og hörunds. Hún starði á andlitið, sem hafði brennt sig inn í undir- meðvitundina, andlitið, sem hún myndi ekki gleyma meðan hún lifði. Það var andlit mannsins, sem hafði myrt móður hennar fyrir tólf árum, þegar Veronica sjálf var aðeins sex ára. Hún sneri sér undan og lét sem ekkert væri, á meðan hún skrifaði niður númerið á bílnum. Og þegar maðurinn hafði greitt fyrir bensínið og ekið í burtu, reif hún miðann úr blokkinni, gerði upp kassann og fór beint á næstu lögreglustöð. Þar bað hún vaktmanninn um að gefa sér samband við einhvern glæpa- fulltrúa. Tom Moloney yfirlögreglu- þjónn bauð henni sæti og spurði, hvernig hann gæti hjálpað henni. En hann var algerlega óviðbúinn sögunni, sem þessi fallega stúlka með kastaníubrúna hárið hafði að segja honum. Ótrúlegt minni_______________ — Að kvöldi dags þann 13. október 1942 myrti karlmaður móður mína, Gloriu Balsham Kincaid, sagði Veronica. — Við bjuggum í Jacksonville á Flórida á þeim tíma, og lögreglunni tókst aldrei að hafa upp á morðingjanum. Ég sá hann drepa móður mína, og ég vissi, að ég myndi ekki gleyma þessu andliti, svo lengi sem ég lifði. Nú hef ég séð hann, og það eru ekki meira en tíu mínútur síðan. Hún ýtti miðanum, sem hún hafði rifið úr blokkinni, í átt að yfirlögregluþjóninum. — Hér er númerið á bílnum, sem hann ók. Moloney tók upp símtólið og hringdi i yfirmann morðdeildar- innar í Jacksonville á Flórida. — Þetta er Moloney, yfirmaður morðdeildarinnar í Tampa, sagði hann. — Getið þið athugað svolítið fyrir mig? Þetta er morðmál. Kona að nafni Gloria Balsham Kincaid var myrt í Jacksonville 13. október 1942. Gæti ég fengið allar upplýsingar, sem til eru um málið. Ég bíð, því mér liggur mjög á þessum upplýsingum. Veronica bað um leyfi til að hringja í ömmu sína, sem hún bjó hjá, því gamla konan væri sennilega orðin áhyggjufull yfir því, hvað hún kæmi seint heim. Hún sagði ömmu sinni, að hún myndi tefjast á bensínstöðinni og það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Síðan sagði hún Moloney frá kvöldinu, þegar hún horfði á móður sína drepna og að ■■---i--—----■■■ g iVHuamaiin tvrkior thvvboi i langstu Ittg þvf, att hann kannaðlst vtð Varonlcu aða hltt t6H éra gamla öupplýsta morfl. En fingraförin komu upp um hann. morðinginn gæti ekki hafa haft neina hugmynd um, að hún var í húsinu. Hann hefði þá eflaust drepið hana líka, því dauðir tala ekki. Gesturinn___________________ — Ég er fædd 6. júli 1936, upplýsti Veronica lögreglu- manninn. — Pabbi fórst í sjóslysi í apríl 1942, svo að við mamma bjuggum aleinar saman í ágætri ibúð. Hún fékk oft gesti, jafnvel tvo til þrjá á kvöldi, og þeir voru vanir að koma á öllum mögulegum tímum. í fyrstu grunaði mig ekki, hvað fram fór. En stundum læddist ég út úr herberginu mínu og að svefnherbergisdyrum hennar, sem hún gleymdi oft að loka. Ég Qloria Klncald var myndariag ung akkja, sam haffll misst mannlnn slnn I sjöslysi I striflinu. Dóttur hannar grunaðl akkl, afl paning- amir, sam þasr llfflu af, kæmu frá hinum dularfullu „naturgastum" móður sinnar. 38 Vlkan 19« tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.