Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 42
SÖGULOK „Emma sagði að ég hefði gifst þér af því ég vissi að mér myndi ekki takast að verða ballerína. Það er ekki satt. En hún sagði líka ... hún sagði að þegar ég varð ófrísk, þarna í fyrsta skipti...” Það var svo erfitt að koma orðum að þessu að henni fannst hún vera að kafna. „Ófrisk að Emilíu . . þá hafi það verið af því ég vildi sanna fyrir öllum — að þú værir ekki hýr.” Hún hataði orðið jafnvel meir en það sem það fól í sér. „Það er að sumu leyti rétt, Wayne.” Allt í lagi. Hérna kom það sem hann óttaðist mest. „Ég vissi það,” sagði hann lágt. Hún sneri sér undrandi að honum. Hún sá barkakýli hans hreyfast þegar hann kyngdi. „Ég vildi líka sanna það,” sagði hann og það var sorg í rödd hans. „Og því eyðilagði ég allar framtíðarvonir þínar.” „En ég lét þig sitja uppi með fjöl- skyldu á framfæri! Þú hefðir getað orðið...” „Ég?” Hann var forviða. „Nei, aldrei! Heyrðu mig... ég fékk það sem ég vildi.” „Jæja,” sagði hún, „það gerði ég líka.” Og allt í einu vissi hún að það var líka satt. Ekki kannski allur sannleikur- inn en undirstaða hans, aðalatriðið. Það sem þú færð er það sem þú vilt. Hvað annað sem hún hafði viljað þá hafði hún fyrst og fremst viljað Wayne. Ekki bara i augnablikinu heldur til lengdar og fyrir lífstíð, og vegna barnanna. Þegar hún horfði á hann núna og sá á andliti hans hvað það var mikið á hennar valdi að gera hann hamingjusaman var hún þakklát fyrir að hún hafði valið það sem hún vildi. Og að hún hafði fengið það sem hún hafði viljað. „Þú hefur alltaf verið góður félagi,” sagði hún. Hvorugt þeirra heyrði að tónlistin var hætt í æfingasal Dahkarovu. Hún hljóp til hans og hann lyfti henni hátt yfir grátt hár sitt. Ekki þó eins hátt og hann hafði lyft henni hér áður fyrr en það var vegna þess að hún var orðin þyngri, ekki vegna þess að hann væri ekki eins sterkur. Augu hennar voru full af tárum þegar hún brosti niður til hans og það voru hans augu líka. „Þú hefur alltaf verið góður félagi,” sagði hún. Hvorugt þeirra heyrði að tónlistin var hætt í æfingasal Dahkarovu. Og þó þau hefðu heyrt Emilíu flýta sér inn ganginn eða ef þau hefðu séð hana í opnum dyr- unum fyrir aftan sig hefði aldrei hvarflað að þeim að láta hana ekki sjá hvernig Wayne lét Deedee síga hægt niður svo varir þeirra gætu mæst aftur i kossi. Emilía horfði á þau og um leið sá hún fyrir sér aðrar opnar dyr og Yuri og Carolyn; og hún sá líka í anda hvernig Wayne hafði lyft henni upp í loftið heima. Eftirvæntingarbrosið var horfið af andliti hennar áður en hún sneri sér við og gekk i átt að herberginu sem hún nú deildi með Janinu. Móðir hennar hlaut að hafa sagt föður hennar frá Rosie og honum var alveg sama. Hann elskaði hana jafn mikið og hann hafði alltaf gert. Deedee en ekki hana sjálfa. Hún var dóttir hans, besti nemandinn hans, stolt hans en ekki ást hans. Hún var heimskingi. Eins og hann. Baðherbergið var eini staðurinn í allri íbúðinni þar sem hægt var að vera í friði svo hún fór þangað og læsti hurðinni. Hún sá nú greinilega að ef ástin átti að endast þá varð annar aðilinn að vera heimskingi. Það sem að henni var var að hún var eins og faðir hennar en ekki móðir hennar. Mamma hennar var eins og Yuri. Hún athugaði í speglinum yfir vaskin- um hvort hún líktist ekki Wayne meir í útliti en í staðinn sá hún að bæði litur og ákveðni augna hennar gerði hana frekar líka Deedee. Jæja, móðir hennar var óróleg og að mörgu leyti óvenjuleg kona sem stöðugt vildi eitthvað meira. Emilía vildi líka meira. En ekki það sama og mamma hennar og Yuri vildu. Það var annað betra og fegurra, það sama og Emma hafði viljað og fengið — með því að láta engan standa i vegi fyrir sér. Kannski gat hún aldrei orðið eins og Emma en eitt var þó öruggt. Hún ætlaði aldrei aftur að láta hafa sig að fifli, aldrei nokkurn tíma. Adelaide hafði ekki gert ráð fyrir hljómsveitaræfingu fyrir hlutverk Emi- líu i Don Q. Enda þótt þetta gnæfði upp úr sem merkasti atburður í lífi Emilíu hingað til og jafnvel þó Adelaide vonaði að þetta yrði til að auka enn meir á þá hrifningu sem Emilía hafði vakið í ball- ettinum hans Amolds ætlaði Adelaide sko ekki að fara að borga of fjár fyrir æfingu með hljómsveit. Hljómsveitar- stjórinn — sem líktist Rosie einungis að því leyti að hann hafði hæfileika til að skilja tilfinningar dansaranna — kom á æfingu til að ákveða þann hraða sem hæfði Emilíu. Hitt vissi hann því hann hafði stjórnað þessum ballett með Yuri í aðalhlutverki áður. Einu sinni — vegna þess að Yuri hafði mikið að gera og vegna þess að hin mikla óþolinmæði sem honum var eðlileg æstist enn meir fyrir kulda Emilíu — tók Wayne að sér að vera mótdansari Emilíu en það var ckki lengi. Hlutverk Emilíu i ballettnum var dálítið daðurslegt en ástleitni hennar var á einhvern hátt svo æsandi að Wayne varð óþægilega mikið var við húð hennar og allar línur í líkama hennar. Hann fann að hún gerði þetta af ásettu ráði og hann varð klaufalegur, fór að svitna og hné hans skulfu. Peter sem stjórnaði æfingunni sá þetta og endaði æfinguna með því að fara með Emilíu til búningameistarans. Á fimmtudagskvöldið kom Emilía mjög snemma í leikhúsið með kassettu- tækið sitt til að geta æft sig ein í tómum æfingasalnum. Hún fylgdist með hverri hreyfingu sinni í speglinum og einbeitni hennar var svo mikil að hún heyrði ekki að dyrnar voru opnaðar og Yuri leit inn. Hann var í gömlum bol og í sömu hvítu sokkabuxunum sem hann hafði verið í daginn sem þau komu auga á hvort ann- að fyrst og einmitt í þessum sama spegli. Hann kom inn fyrir og rétti fram hönd- ina til að dansa á móti henni. Hún nam staðar. „Af hverju baðstu mig ekki?” Hann var enn með höndina framrétta. „Adelaide hatar að þurfa að borga yfirvinnu.” „En það er ekkert gagn í þessu án mín.” Tónlistin hélt áfram. Hann tók í hönd hennar og dansaði af stað með hana. „Þú gerðir of mikið úr þessu með Carolyn og mig. En ég bið þig samt af- sökunar.” Hann brosti. Hann hafði stór- kostlegt bros. „Jæja, getum við þá ekki borðað saman í kvöld?” „Ég er upptekin.” „En eftir mat?” „1 rúmið.” „Allt í lagi.” Hann brosti aftur og hún hætti að dansa. „Emilía, þú ert að grín- ast!” Hún hafði verið örugg meðan hún gat verið nógu kuldaleg en næsta svar hennar sagði honum að hún væri að veikjast í vöminni. „Mér finnst þetta ekki vera neitt fyndið,” sagði hún barna- lega. Þessi hvatning dugði til að æsa hann upp og allt í einu þrýsti hann henni að sér og kyssti hana. Eitt augnablik voru varir hennar harðar og samanpressaðar en svo slakaði hún á og þær mýktust. Hægt og varlega aðskildi hann þær; og gætilega og varfærnislega strauk hann tungubroddinum yfir varir hennar og stakk síðan tungunni inn í ákafan munn hennar. Eitt augnablik svo var það búið. „Þetta er ekkert fyndið,” sagði hann alvarlega. „Gott?” Hún kinkaði kolli. „Brostu þá.” Hann brosti en hún ekki. Hann tók utan um hana en hún barðist á móti. Til að gera henni þetta auðveldara, til að láta hana halda að hún væri ekki að láta undan lyfti hann henni eins og hann myndi lyfta henni á sviðinu, hátt upp í loftið. Alveg eins og Wayne hafði lyft fyrst henni og síðan móður hennar. Dsedaa og Emma Asamt Wayne, eiglnmanni Deedeear (Tom Skerritt), og syni þeirra, Ethan (Philip Sauners). Hún hljóp til hans, og hann lyfti henni hátt yfir grátt hár sitt. Ekki þó eins hátt og hann hafði lyft henni hér áður fyrr, en það var vegna þess, að hún var orðin þyngri, ekki vegna þess að hann væri ekki eins sterkur. Augu hennar voru full af tárum, þegar hún brosti niður til hans, og það voru hans augu líka. 42 Vlkan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.