Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 50
BÆNHEITUR BERSERKUR Ár 1837. Það er stormur úti fyrir Vestfjörðum, enda liggja margar frakkneskar skútur á höfninni á Þingeyri viö Dýrafjörð. Fyrir utan verslunarbúðina á Þingeyri er hópur ölvaðra Frakka, sem halda þar uppi samræðum með háreysti mikilli og handapati. Þá kemur út úr búðinni Islendingur nokkur og hefur sá brennivinstunnu í fangi. Hann er sýnilega einnig nokkuð við skál. Þegar Frakkarnir sjá hann koma þama með byrði sína leikur þeim nokkur hugur á inni- haldi þessarar tunnu, gera sér lítiö fyrir og ráðast að honum og vilja taka af honum tunnuna. Þar eð þeir koma landanum á óvart, hann á sér einskis ills von, tekst þeim að ná af honum tunnunni og leggja nokkrir þeirra af stað með hana, en hinir slá hring um landann til þess að varna honum að elta ránsmennina og vilja hefta för hans. Islendingnum tekur brátt að leiðast þóf þetta, hefur sig á loft og stekkur yfir mannhringinn. Við þetta espast hinir suðrænu menn mjög og sækja nú fast aö honum og hyggjast hafa hendur á honum. En hann gerir sér þá litið fyrir og grípur næsta Frakka og sveiflar honum kringum sig eins og barefli og tekst honum að verja sig með þessum einkennilega hætti um hríð. Nú tekur Frökkum að renna alvarlega í skap vegna þrjósku og fífldirfsku Islendings þessa, sem ekki var nema meðalmaður á vöxt, þótt með honum leyndust greinilega furðulegir kraftar. Þeir gripa því til hnifa sinna og sækja með þeim aftan að manninum. Landinn sleppir nú sínu óvenjulega barefli og fær sér annaö, og er ekki annað sýnna en á hann renni berserksgangur. Sækir hann nú svo hart að Frökkum og þjarmar svo að þeim að flótti brestur í lið þeirra. Eru þeir þó átján að tölu. tslendingurinn sækir fast eftir og rekur flóttann til sjávar, og koma Frakkar nú þangað sem bátar þeirra fljóta fyrir landi og stökkva út i þá. En margir hafa hlotið sár í þessari viðureign og þrir þeirra svo, að bera verður þá í bátana. Róa þeir nú lífróður frá landi og skildi þar með þeim og hinum rammeflda lslendingi. Ekki er þess að getið að hann hafi særst i bardaga þessum, og ekki hefur hann verið þreyttur lengi, því sama dag leggur hann á Álftamýrarheiði með brenni- vinstunnuna á baki og kemur með hana heim til sin um kvöldið. Vart hefur Frakka þá sem svo halloka fóru fyrir þessum garpi grunað, að þar áttu þeir i höggi við einn af drottins þjónum, því maðurinn var séra Jón Ásgeirsson, klerkur góður og enginn veifiskati. Hann var sonur séra Ásgeirs prófasts i Holti í önundarfirði og konu hans Rannveigar Matthias- dóttur úr Vigur. Séra Jón var fæddur í Holti í önundarfirði 28. nóvember 1804. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum, að undanteknum fjórum árum, sem hann dvaldist með bónda þeim sem Páll hét i önundarfirði. Árið 1811 fluttist hann með foreldrum sinum frá Holti að Sæbóli á Ingjaldssandi og þaðan aftur að Brjánslæk 1816. Sex árum siðar var hann aftur kominn að Holti, þegar faðir hans hafði fengiö þar brauð. Hann vandist snemma við alla sveitarvinnu og var við fiskveiðar þrjú sumur á þilskipum og stundum við sjóróðra á opnum bátum. Nítján ára gamall fór hann að læra latínu hjá Amóri prófasti Jónssyni í Vatns- firði. Þar var hann þrjá vetur. Síðan fór hann tvo vetur til Sigurðar prófasts Jónssonar á Rafnseyri. Svo var hann útskrifaður af séra Páli Hjálmarssyni á Stað á Reykjanesi árið 1828. Sama árið fór hann að búa á Auðkúlu i Arnarfirði og kvæntist þá um haustið, 9. september, Guðrúnu Guðmundsdóttur bónda á Auðkúlu. Á Kúlu bjó Jón stúdent með konu sinni 1 tvö ár, þangað til hann var vígður af Steingrími biskupi Jónssyni 1830, og varð þá aðstoðarprestur föður slns í Holti í önundarfirði, þar sem hann bjó með konu sinni, en séra Ásgeir fluttist að Þórustöðum og bjó þar þangað til hann drukknaði 1835. UNDARLEG ATVIK XXVIII ÆVAR R. KVARAN Eftir lát föður síns þjónaði séra Jón brauðinu til vors 1836, en þá varð hann aöstoðarprestur séra Markúsar Þórðarsonar á Álftamýri, og það var þangað sem séra Jón hélt eftir að hafa barið á Frökkum, eins og getið var hér að framan. Eftir að séra Markús dó fékk séra Jón veitingu fyrir brauðinu 1939, og hélt síðan staðinn 126 ár. Þar missti hann konu sína. Þann 9. október 1863 fékk séra Jón veitingu fyrir Rafnseyri og fluttist þang- að vorið 1863. Byggði hann staðinn Ásgeiri syni sínum, en var sjálfur hjá honum i fæði og annarri aðhlynningu með svo frábærri nægjusemi að fádæmi eru. Hann skipti sér yfirleitt ekkert af tekjum sinum, en lét son sinn hafa þær að öllu og haföi sjálfur ekkert nema daglegt viðurværi og igangsfatnað, en hélt uppi tiðagerð og embættisverkum eftir þörfum. Hins vegar var bókfærsla hans öU i mestu vanrækslu, og það svo, að árum saman finnst ekkert ritað í pretsþjónustu- bækur hans. En prestsverk öll fórust séra Jóni hins vegar með frábærri snilld. Séra Jón var fullkominn meðalmaður á vöxt, heldur grannvaxinn, en beinamikill og meðal hraust- ustu manna til burða, harðfengur við störf sín fram á elliár og svo fótfimur, að fáir þurftu við hann að reyna. Sagði Ásgeir sonur hans, að hann vildi þekkja þann mann, sem færi í hendur föður síns enn, og var hann þá áttræður. Hann var fjörmaður mikill og svo snar, að enginn maður stóð við honum í glímu fram á síðustu æviár hans. En svo var hann yfirlætislaus og ljúfur öllum, að slíks eru nálega engin dæmi um mann í hans stöðu, að sögn Sighvats Grímssonar Borg- firðings, sem allra manna fróðastur hefur verið um íslenska klerka. Hann var gáfaður vel og snotur í prestsverkum öllum. En eins og hent hefur margan ágætismanninn var hann vinhneigður um of, og var þá tal hans sem buldur eitt og ráðleysa. En aldrei varð honum afls vant eða fimleiks, þótt drukkinn væri; og svo var hann laus við ásælni alla og kröfur í tekjum sínum, að slíks vita menn ekki dæmi um presta; tók aðeins við því sem að honum var rétt með þakklæti og ljúfmennsku. Hann var orðlagður kennimaður og með afbrigðum andríkur. Sú var trú manna, að tæki hann til bæna sjúka menn, þá myndi fljótt um skipta. Og það sagði hann sjálfur Sighvati Borgfirðingi, að ef hann beiddi fyrir sjúkum þrisvar sinnum, þá hefði sér aldrei brugðist bænheyrsla guðs. Séra Jón Ásgeirsson var einn þeirra manna, sem sá frá sér lengra en náttúrlegt var. Eða með öðrum orðum: hann var sálrænn. Eitt sinn þegar hann var á Álftamýri var Ásgeir sonur hans 1 hákarlalegu á áttæringi með öðrum mönnum, og var formaðurinn Bjami Simonarson frá Baulhúsum. Einn háseta hét Bjami, og var Magnússon, hraustmenni mikið. Þeir félagar hrepptu kafaldshríð mikla og veður stór, og töfðust við það í legunni, svo fólk þeirra sem heima var tók að óttast mjög að þeir hefðu farist. Kvöld eitt kom séra Jón þar að, þegar heimafólk hans var að æðrast um skipstjónið, og sagði þá, að þeir hefðu ekki farist. Hann kvaðst hafa séð þá á Molduxadjúpi (en það er skammt vestur af Tálknanum, nesinu milli Tálknafjarðar og Patreks- fjarðar), og hefði Ásgeir sonur sinn verið að ryðja skutinn, en Bjarni Magnússon barkann. Þegar þeir félagar komu heim sannaðist, að þeir höfðu einmitt veriö að fleygja út afla sínum, þegar prestur þóttist hafa séð til þeirra. Þegar séra Jón var prestur á Alftamýri átti hann eitt sinn graðung fjögurra vetra. Boli var mannýgur, og var honum tálmað útifyrir með fótbandi og brjóstafjöl. Eitt sinn bar það við, að graðungurinn sleit þetta af sér. Urðu synir prests, Bjarni og Ásgeir, sem þá voru ungir, að ríða á hestum heim að bæ undan nautinu, sem kom á hæla þeim i hlað. Séra Jón er úti og gengur á móti bola, sem ætlar að ganga undir prest og setja hann niður. En þar urðu snögg umskipti, og það varð boli sem féll, jafnskjótt og þeir mættust. Hafði prestur snúiö hann niður og svo leiftursnöggt, að þeir sem á horfðu gátu ekki skilið með hverjum hætti þetta hefði orðið. Og svo var grað- ungurinn eftir sig, að hann lá þarna lengi dags, en var loks rekinn á fætur og i fjós um kvöldið. Gísli Ásgeirsson á Álftamýri, sonarsonur séra Jóns sagði frá þvi, að eitt sinn á prestskaparárum séra Jóns afa síns á Rafnseyri hefði hann um sumarmálaleyti farið að húsvitja út að Tjaldanesi, og var Gísli, þá tæplega ellefu ára með honum. Vatnavextir voru miklir og fóru þeir Rafnseyrará á fjörunni á leiðinni úteftir. En þegar þeir komu aö ánni á heimleiðinni hafði sjór fallið að, svo áin sýndist nú lítt væð. Fór þá prestur upp með henni þangað sem hún rennur mest saman. Hann tekur síðan Gisla á hægri handlegg sér 50 Vlkan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.