Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 3

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 3
Aðstandendur sýningarinnar rœða málin við opnunina: Emil Guðmunds- son, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Loftleiöum, Gerður Hjörleifsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslensks heimilisiðnaðar, og Haukur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Rammagerðarinnar. Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Najeeb Halaby, faðir Lisu Jórdaniu- drottningar, og Hilmi Ghandour verkfræðingur voru að visu aðallega komnir til að borða, en sögðu að tiskusýningar væru ekki síður augnayndi fyrir karlmenn. Kalda borðið í hádeginu á Hótel Loftleiðum er orðið jafn- árviss viðburður í lífi borgarbúa á vorin og koma lóunnar, en það rekur sögu sína allt til opnunar hótelsins árið 1966. Árið 1973 er tekin upp sú nýbreytni að halda tískusýningu á íslenskum ullar- og skinna- vörum ásamt silfurskartgripum í sambandi við kalda borðið á föstudögum. Mæltist sá siður vel fyrir og varð þar með hluti af þessari vorhefð Loftleiðamanna. Fyrir tískusýningunni standa, auk Hótel Loftleiða, verslanirn- ar íslenskur heimilisiðnaður og Rammagerðin. Þessir aðilar hafa aukið fjölbreytni sýningarinnar á vori hverju, og nýjungin í ár er t.d. handprjónaðir kjólar úr eingirni og í íslensku sauða- litunum frá Aðalbjörgu Jóns- dóttur, en þessir glæsilegu kjólar hafa vakið mikla athygli erlendis. Á kalda borðinu, sem tilreitt er í veglegu víkingaskipi, má velja á milli 70 og 80 fisk- og kjötrétta ásamt grænmeti, ost- um og ýmsum þjóðlegum réttum, svo sem skyri og hákarli. Verði á þessum fjölbreyttu og girnilegu réttum er og mjög í hóf stillt, eða kr. 4.550. JÞ Ljósmyndir: Hörður Vilhjálmsson. Glæsilegur, handprjónaflur kjóll frá Aðalbjörgu Jónsdóttur. Kjólar hennar hafa vakið athygli fyrir frá- bært handbragð og hönnun. Verðið á þeim er um 200.000 kr. Handprjónafl sjal í sauðalitunum. önnur nýlunda á sýningunni var vefstóll, og vifl hann situr Rósa Lára Gufllaugsdóttir vefari. Einar Nilsen, forstjóri Viking Wool efla Rammaprjóns, sem framleiflir fyrir Rammagerðina, fylgdist að vonum vandlega mefl sýningunni ásamt konu sinni, Svanhildi Jóhannesdóttur, skrifstofustjóra í Rammagerflinni. Sonur- inn, Guflni Páll, skemmti sér hið besta en fannst synd að ekki skyldi dansafl á eftirl 21. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.