Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 4
Leiðin til himna Frá örófi alda hefur fátt verið jafnsnar þáttur í mannlegu eðli og trúhneigðin. Fáir eðlisþættir hafa gengið undir eins mörgum nöfnum, eða birst í jafnmargslungnum og ólíkum myndum og hún: Trú á stokka og steina, múhameðstrú, búddatrú, kristin trú, trú á vissa stjórnmálastefnu, og svo mætti endalaust telja. Allt er þetta þó af líkum toga spunnið enda tilgangurinn sá að gera mannskepnunni lífsgönguna bærilegri, hvort sem er á jörðu eða himni. Fólk hefur greint mikið á um aðferðirnar til að ná þessu markmiði en eitt er þó sameiginlegt flestum þessara umbótastefna: Áhang- endur eru þess fullvissir að þeirra leið sé hin eina sanna og rétta. En hvað um það, í þessari kynningu okkar á trúarstefnum höfum við kosið að halda okkur eingöngu við kristna trú og kynna nokkra af þeim trúarflokkum, sem að meira eða minna leyti víkja frá hinni ríkjandi trú þjóðkirkjunnar. Hjónavfgsla f Hvftasunnusöfnuðinum Einar Gíslason vigir. Hvítasunnusöfnuðurinn Trúfrelsið er hér aðeins á yfirborðinu Einar Gísiason, formaður Hvrtasunnusafnaóar* ins. — Hvítasunnusöfnuðurinn byggir á kenningum Krists og postula hans og við teljum okkur ekki sértrúarsöfnuð. — Við förum ekki með trúarjátninguna eins og þjóðkirkjumenn því við trúum ekki á heilaga, almenna kirkju. Kirkjan getur aldrei orðið almenn stofnun þó reynt sé að troða henni upp á fólk. Fólk verður ekki virkt í trú sinni á þann hátt. Það sýnir sig til dæmis í því að á síðastliðnu ári keyptu íslendingar áfengi fyrir um 18 milljarða króna og allflestir kaupendurnir eru meðlimir þjóðkirkjunnar. — Hvað skirnina snertir trúum við þvi, samkvæmt orði Guðs, að trú verði að fara á undan skírn. Og fólk verður að vera komið til vits til að velja og hafna áður en það kýs sér trú. Þess vegna skírum við ekki börn. Hér á landi er fólki frjálst að velja sér trú þegar það nær 16 ára aldri. — Annars er trúfrelsið hér yfirborðs- kennt og ekki sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Ef við í Hvitasunnusöfnuðinum auglýsum er það hending ef auglýs- ingarnar koma undir málaflokknum kirkja, heldur samkomur eða skemmtanir. Og við borgum 25% hærra auglýsingagjald en kirkjan. Þetta er trúfrelsið í reynd. — Við erum í meginefnum sammála þjóðkirkjunni hvað biblíuna snertir en leiðir skilja við barnið. Þjóðkirkjan segir barnið fullt af synd, þó að Jesús hafi sjálfur sagt að börnunum tilheyri Guðsríki. — Við vitum að Adam syndgaði og maðurinn varð því dauðlegur. En hver og einn er ábyrgur fyrir synd sinni. Og biblían segir að börn beri ekki ábyrgð á syndum foreldra sinna. Erfðasyndin er kredda kirkj- 4 Vlkan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.