Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 5
jBrúðhjónin Inga Hrönn Þorvaldsdóttir og Jóhannes Ingimarsson. unnar en við höfnum þeirri kenningu að barn geti verið fullt af djöflinum og sjáum ekkert fegurra í mannlífinu en nýfætt og elskulegt barn. Við veljum sjálf okkar lífsmynstur en ekki foreldrarnir, þó að foreldrar geti óbeint haft óheillavænleg áhrif á börn sín, til dæmis með drykkju- skap. Við lítum alvarlegum augum á hjóna- bandið og brýnum fyrir fólki að flýta sér ekki of mikið við makaval. Og við erum algjörlega á móti lausasamböndum. Það mikilsverðasta sem fólk kemur með inn í hjónabandið er hreinleikinn. Ég gifti fólk en les það aldrei í sundur. — Við setjum lika algjört bindindi á vín og tóbak sem skilyrði fyrir inngöngu í söfnuð okkar. — Hjá okkur er afar gróskumikið safnaðarlíf. Hér er opið allan daginn og bænarstundir kl. 4 hvern dag. — Á þriðjudögum er biblíufræðsla og einmitt núna vorum við að ræða um ísrael Gamla testamentisins með hliðsjón af samningunum milli Sadats og Begins. Og þá sjáum við að orðið er að rætast í dag, þvi að í Jesaja spádómsbók, 19. kafla, segir svo: Á þeim degi skal vera brautarvegur frá Egyptalandi til Assúr (Sýrlands), og Assýringar skulu koma til Egyptalands og Egyptar til Assúr. Og Egyptar munu til- biðja ásamt Assýringum. Á þeim degi munu þessir þrír taka saman: ísrael, Egyptaland og Assúr, og vera blessun á jörðinni miðri. Þvi Drottinn hersveitanna blessar þá og segir: Blessuð sé þjóð mín Egyptar, verkið handa minna Assúr og arfleifð mín ísrael. — Og svo er hérna spádómur sem varðar ísland og einnig er að rætast í dag: Frá ysta jaðri jarðarinnar heyrum við lofsöngva; Dýrð sé hinum réttláta. — Við búum á ysta jaðri jarðarinnar og lofsöngvarnir er Passíusálmarnir, sem fulltrúar okkar í Afríku eru einmitt að dreifa út núna í enskri þýðingu. JÞ Sigurður Bjarnason: — Frelsarinn mun koma, og þá sem konungur. Aðventistar Halda hvíldardaginn heilagan og bíða komu frelsarans Sigurður Bjarnason, formaður landsambands Sjöunda dags aðventista, segir frá söfnuði sinum, starfi og trú. — Við tökum biblíuna sem innblásinn boðskap frá Guði til mannanna. Hugmynd- irnar gaf Guð en mennirnir reyndu síðan að skrá þær með sínum fátæklegu orðum. Jesús Kristur er kjamaatriði í trú okkar, allt í senn skapari, frelsari og sá sem veitir fyrir- gefningu syndanna. í biblíunni eru margir spádómar um endurkomu Krists og við trúum þvi að einn daginn muni hann snúa aftur til jarðarinnar og þá ekki sem barn i jötu heldur sem fulltíða maður — sem konungur. — í nafni okkar, sem er „Sjöunda dags aðventistar”, felast tvær af þeim kenning- um sem við boðum. Annars vegar er það að við höldum síðasta dag hverrar viku, þ.e. laugardaginn, heilagan en ekki sunnudaginn eins og flestir kristnir menn gera. Guð stofnaði daginn vegna sköpunarinnar og Kristur segir okkur að sá dagur hafi til orðið vegna mannanna. Hann á að minna okkur á sköpunina og endurkomu frelsarans. Hins vegar er orðið „aðventisti”, „sá sem væntir”, sá sem trúir og bíður endurkomu Krists konungs. í söfnuði aðventista hérlendis er nú skráður 521 maður og kona og eru þá börn ekki meðtalin. Aðventistar skíra niður- dýfingarskírn, eins og Kristur var skírður, en það merkir að allur líkaminn er færður i kaf en til þeirra verka hafa aðventistar komið sér upp sérstakri laug í kirkju sinni sem stendur við Ingólfstræti í Reykjavík. Aðventistar reka 4 barnaskóla hér á landi, auk þess sem þeir sjá um rekstur Hlíðardalsskóla í Ölfusi þar sem eru tveir bekkir grunnskóla og tveir bekkir mennta- skóla. Mjög virk liknarfélög eru starfandi meðal aðventista og sáu þau m.a. um alla fataúthlutun í Vestmannaeyjagosinu við- fræga. Einnig hafa þeir verið með sérstök námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Prestar aðventsafnaðanna eru menntaðir í sérstökum skólum í Englandi og ljúka þar námi með M.D. gráðu sem merkir „Master of Divinity”. 4 prestar hafa verið vígðir til þess konar þjónustu hérlendis, og þar af eru 3 starfandi í dag. Safnaðar- starfið felst aðallega í guðsþjónustum og biblíurannsóknum. Söfnuðir aðventista eru nú starfandi í 189 löndum af þeim 221 sem eru á skrá hjá Sameinuðu þjóðunum. 3.2 milljónir manna L.ru skírðir inn í söfnuðinn víðsvegar um heiminn og eru börn þá ekki meðtalin. Heimssamband aðventista hefur aðsetur í Washington D.C., og er forseti þess kosinn lýðræðislegri kosningu til 5 ára. Fólk í aðventistasöfnuðum greiðir tíund, þ.e. það greiðir einn tíunda af tekjum sinum til safnaðarins og fara þeir fjármunir til greiðslu á launum prestanna. Aftur á móti skattleggur fólkið sig sjálft til að standa straum af kostnaði við rekstur skólanna sem áður var getið. Einnig reka íslenskir aðventistar bókaútgáfu og er fyrir- hugað að hún muni gefa út 5 bækur á þessu ári sem nú er að líða. EJ 21. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.