Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 6
Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Bahá'ia hér á landi og Halldór Þorgeirsson: — Við þurfum ekki presta þvi hver og einn getur rannsakað sarinleikann upp á eigin spýtur. Bahá'í-trúin Eining mannkyns, jafnrétti kynjanna, alheimsfriður 1844 opinberaði Báb sig og bauð heiminum að búa sig undir komu spámannsins Bahá'u'iiah. Bahá 'iar miða tímatal sitt við atburð þennan og þvi er árið 136 hjá þeim um þessar mundir. Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Bahá'i safnaðarins á íslandi, og fólagi hans, Halldór Þorgeirsson, ræða við Vikuna um trú sina. — Við trúum því að öll trúarbrögð séu komin frá einum Guði og að til jarðarinnar komi spámenn með jöfnu millibili. Öll þekkjum við Móses, Jesúm og Múhameð og sá yngsti er Bahá’u’llah. Við trúum að spádómar annarra trúarbragða hafi uppfyllst með komu hans, — að hann sé opinberun fráGuði. Bahá’u’llah fæddist 1817, opinberaði sig 1864 og dó 1892 sem fangi. Síðustu 30 ár ævi sinnar dvaldi hann í ísrael sem nú er landið helga í augum og hugum sporgöngu- manna hans. Þar er aðsetur alheimsráðs bahá’ía. — Þetta eru ný trúarbrögð, segja þeir Ólafur og Halldór, það er ekki verið að lappa upp á eldri kenningar heldur er þetta ný opinberun. Bahá’u’llah er spámaður samtimans líkt og Jesús var spámaður sins tima. Rauði þráðurinn í kenningum Bahá’u’llah er sameining mannkyns, jafn- rétti kynjanna, aldheimsfriður undir eftir- liti alheimsstjórnar, alheimshjálpartungu- mál og alheimsskyldunám svo eitthvað sé nefnt. Með alheimsskyldunáminu er stefnt að því að hver einstaklingur verði fær um að rannsaka kenninguna og sannleikann upp á eigin spýtur, þannig að prestar og predikarar verði óþarfir, enda hafa bahá’íar enga slíka. Aftur á móti skilja þeir vel að prestar séu nauðsynlegir á meðan fólk almennt er ekki læst. Alheimshjálpartungu- málið er nauðsynlegt til þess að sameina allt mannkyn og alheimsfriðurinn verður nokkurs konar vopnaður friður. Ef ein þjóð ætlar að rísa upp og sýna ofbeldi rísa allar aðrar þjóðir, sem ein, upp á móti henni. Slikan frið kallaði Bahá’u’llah hinn minni frið en hann talaði einnig um hinn meiri frið, en sá friður var annars eðlis. Fyrsta sporið í þá átt var stigið þegar Bahá’u’llah sendi öllum þálifandi þjóðhöfðingjum bréf þar sem hann kvaddi þá til að leggja niður vopn og mynda hinn mikla frið. En flestir hlógu að honum og t.d. sagði Napóleon III að ef þessi maður væri spámaður þá væri hann sjálfur í það minnsta 3 spámenn. Þetta þótti óhemju fyndið og varð fleygt. Viktoría Englands- drottning brást aftur á móti betur við og sagði að ef þessi maður væri spámaður þá myndi það koma í ljós í fyllingu tímans. Það er athyglisvert í þessu sambandi að ætt Viktoríu drottningar er sú eina sem enn er við völd af öllum þeim ættum sem meðtóku bréf Bahá’u’llah. Bahá’u’llah var mikið í mun að söfnuður hans klofnaði ekki í smærri hópa og sér- trúarflokka, þannig að hann skipaði son sinn, Abdúl-Bahá, eftirmann sinn og skyldi öllum vafaatriðum, sem upp kynnu að koma varðandi kenningar hans, verða skotið til sonarins sem myndi þá skera úr um hvað væri rétt og hvað ekki. En Abdúl var dauðlegur maður eins og við hinir og þar kom, 1921, að hann skipaði Shogi nokkurn Effendi eftirmann sinn. Nú er Shogi einnig genginn til feðra sinna og við hefur tekið allsherjarhús réttvísinnar sem er kosið til 5 ára í senn. — Grunntónninn í trúarbrögðum bahá’ía er auðmýkt gagnvart Guði. Þeir trúa að mannkyninu sé stöðugt leiðbeint af Guði í gegnum opinberanir og að Bahá’u’llah sé sjálfur í eigin persónu ein af þessum opinberunum — í samræmi við nýjar aðstæður og breyttan tíma. Enda segir í Gamla testamentinu að Guð hafi lofað Abraham að skilja mannkynið aldrei eftir aleitt. Þessi trúarbrögð eru frábrugðin flestum öðrum að því leyti að þau hafa engar sér- stakar helgiathafnir né sérstakan skrúða. Þær sameiginlegu samkomur sem haldnar eru eru á það víðum grundvelli að hver og einn getur ráðið hvað úr verður. í dagatali þeirra eru 19 mánuðir í árinu og 19 dagar í hverjum mánuði. Fyrsta dag hvers mánaðar, þ. e. á 19 daga fresti, koma bahá’íar saman, lesa úr kenningum spámannsins, leggja fram tillögur sínar um breytta skipan safnaðarstarfsins eða annað og drekka kaffi og borða með því. Bahá’íar eru með jafnmarga helgidaga og kristnir, en þá ber upp á annan tíma. T.d. ber nýársdag upp á 21. mars, og er þá miðað við jafn- dægur á vori. Nú eru um 150 manns i íslenska Bahá’ía söfnuðinum, en um heildarfjölda bahá’ía í heiminum er ekki vitað með vissu því starf- semi þeirra er bönnuð í mörgum löndum. Þó hefur tala eins og 20 milljónir heyrst nefnd. Til gamans má geta þess að bahá’íar þurfa ekki prest né annað slíkt til að framkvæma giftingar, það geta hjónaefnin gert upp á eigin spýtur, og giftingarheitið er á þessa leið: „Vissulega erum við samhuga vilja Guðs.” EJ 6 VikanZl.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.