Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 7
því að maður upplifir sjálfan sig sem aðra og aðra sem sjálfan sig. Þegar þessi orð hafa öðlast einhverja merkingu hjá þeim sem þau segir er þetta ekki lengur neinn skrípa- leikur heldur merkingarfull staðreynd. — Við leggjum ekki einungis stund á þessar andlegu æfingar heldur einnig líkam- legar og fylgjum sérstöku mataræði, neytum einvörðungu jurtafæðis og þá án lauks. Það eru nefnilega efni í lauk sem hafa of örvandi áhrif á hugann. — Hreyfingin byggist mikið upp á félags- legri þjónustu og við reynum að veita jákvæðum áhrifum inn í samfélagið sem byggjast á þessum uppbyggjandi kröftum sálarlífsins sem ég talaði um áðan. Hér á íslandi erum við með mjög kröftugt fræðslustarf í þeirri hugmyndafræði sem við byggjum á, enda telur leiðtogi okkar, Srii Srii Anandamurti, að það ætti að kenna öllum jarðarbúum hugleiðslu, ókeypis. Hann telur það grundvallar- mannréttindi. — Hér á landi erum við með barna- heimili og Kornmarkaðinn, en það er verslun sem verslar með þau hráefni sem við notum í mat okkar. Þjónusta barna- heimilisins og Kornmarkaðarins einskorð- ast ekki eingöngu við félagsmenn okkar, heldur er þetta fyrir alla. Hreyfingin barst hingað til lands 1975 með islenskri stúlku sem dvalið hafði í Skandinavíu, en með henni komu 2 jógakennarar. Það eru ekki nema um 20 mjög virkir meðlimir í íslandsdeild Ananda Marga, en aftur á móti hefur fjöldinn allur af fólki tileinkað sér hugleiðsluaðferð okkar. Hreyfing okkar er ekki neitt halelúja- félag sem fólk getur stokkið inn í á sunnudögum og fengið einhverja guðlega náð yfir sig, heldur er þetta ákveðið siðrænt kerfi með andlegu markmiði, leið til að lifa, ákveðinn lífsmáti. Við hugleiðum að minnsta kosti tvisvar á dag og þá í hálftíma til klukkutíma í einu. — Ananda Marga er skipt niður í fjöl- margar deildir og þar á meðal er velferðar- nefnd kvenna og hefur hún t.d. unnið geysigott starf á Indlandi. Við heyjum ekki kvenréttindabaráttuna á sama grundvelli og gert hefur verið t.d. hér á landi undan- farin ár, vegna þess að við viljum leggja rækt við þá eiginleika í fari konunnar sem borin hefur verið hvað mest virðing fyrir í gegnum aldirnar. Margir af þeim þáttum eru svo afskaplega mikils virði fyrir samfélagið í dag, s.s. móðurhlutverkið, fórnfýsi konunnar o.fl. Við leggjum mikið upp úr þessum fíngerðu þáttum konunnar. Við trúum því að karlmaðurinn búi yfir meiri rökhugsun en konan, en hún aftur yfir meira innsæi. Það er auðsær munur á kynjunum, sem þýðir ekki þar með að þau séu ekki jafningjar. Hreyfingin er fjármögnuð með frjálsum framlögum. EJ Björg Bjarnadóttir og sonur hennar: — Þetta er ekkert halelújafélag heldur leið til að lifa. Ananda Marga „Maðurinn er eina lífsbirtingin sem með- vitað getur flýtt and- legri þróun sinni" . . . segir Björg Bjarnadóttir, meðlimur i Ananda Marga hreyfingunni, og bætir við að Ananda Marga só frekar Hfsmáti en trúarbrögð. — Ananda Marga er sanskrítarorð og merkir vegur alsælunnar. Heitið er dregið af hugmyndinni, sem allt kerfið er byggt á, þ.e. að allt sköpunarverkið hafi sinn tilgang. í þessu sambandi tölum við um andlegt tak- mark sem felst í sameiningu einstaklingsins við alheimsvitundina, hina tæru vitund. Með raunverulegum jógaæfingum og hugleiðslu reynum við að ná þessu takmarki, enda merkir orðið jóga: eining. Við álítum að aðeins með einlægri viðleitni við að finna þennan andlega grundvöll tilverunnar takist manninum að fullnýta þá orku sem í honum býr, þ.e. að maðurinn beinir allri sinni orku i einn farveg og þegar hann uppgötvar getu sína til þess innra með sér þá göfgar hann allt sitt eðli, allt sem í honum býr. Þá fer hann einnig að finna til skyldleika síns við allt og aðra — allt lífið. Þetta hefst með jógaæfingum og hugleiðslu. — Margt af því jóga, sem stundað er, er aðeins stæling og skæling á raunverulegu jóga. Það jóga, sem við byggjum á, er ævafornt og nefnist „tantra-jóga” og útheimtir fyrst og fremst það að við þroskum upp í okkur staðfestu og baráttu- vilja. Það er nauðsynlegt því að við verðum að berjast gegn viðteknu hugsanamynstri, neikvæðum áhrifum úr uppeldi og fleira. Þá orku, sem til þarf í þessa baráttu, fáum við úr hugleiðslunni sem við nefnum tantríska hugleiðslu. Við höfum engan fastan kennara þó einn íslendingur sé fullnuma í fræðunum, en hann starfar í Tyrklandi. Aftur á móti koma kennarar til okkar að utan á minnst 3 mánaða fresti. — Við lítum svo á að maðurinn sé eina lífveran sem af sjálfsdáðum getur þroskað sig frá grófum hugsunum allt til þeirra fíngerðustu af öllum hugsunum, sem er hugmyndin um hina tæru vitund. Þá er maðurinn kominn í hring, búinn að höndla upphaf sitt og endi, búinn að ná takmarki sínu, sem er að sameinast hinni tæru vitund. Hann uppgötvar innsta kjarna tilverunnar þaðan sem allt er komið. Tilfinningin, sem þessu ástandi fvlgir, felst í ll.tbl. Vlkan7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.