Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 8
Halvard Iversen, Moon. Moon Kærleikurinn er algjört skilyrði fyrir fegurra mannlífi segir Halvard Iversen, norskættaður fulltrúi Samtaka heimsfriðar og sameiningar á íslandi eða Moon. — Moon-hreyfingin á upptök sin í Kóreu þar sem trúarleiðtogi okkar, séra Sun Myung Moon, varð fyrir opinberun á páskadag 1936. Þá birtist Jesús honum á bænastund og talaði til hans um trúboð sem hann yrði að framkvæma gegnum Moon. Árið 1954 eru svo Samtök heimsfriðar og sameiningar opinberlega stofnsett í Seoul, og starfa nú í 130 löndum. — Við trúum á endurkomu Krists og nýja tíma. En fólk er alveg jafnilla undir það búið að taka á móti honum nú og það var fyrir tæpum tvö þúsund árum. Það var aldrei upprunaleg ætlun Guðs að Jesús yrði krossfestur, heldur olli þvi vanþekking ísraelsmanna á vilja Guðs. Og nútíma fólk, sem lifir og hrærist í sjálfsdýrkun og sjálfs- elsku, er engu færara um að taka á móti honum. — Og svo er það skilningurinn á sjálfu orðinu Guð. Algengast er að fólk líti á hann sem eitthvað heilagt og almáttugt, langt fyrir ofan okkur. Fáir reyna að kryfja það nánar. Við lítum hins vegar á Guð sem föður okkar og álítum að við eigum að hafa samband við hann sem börn hans. — Við höfum verið ásakaðir um að starfa undir áhrifum austurlenskrar heim- speki, en það er fjarri lagi. Tilgangur okkar er aðeins að kryfja til mergjar hvað býr í okkur sjálfum og leita innilegra tengsla við Guð. — Við berum mikla virðingu fyrir biblí- unni en tökum hana ekki bókstaflega. Því hvernig er hægt að taka hana sem orð- réttan sannleika þegar hún er skrifuð eftir munnmælasögum sem hver og einn hefur sett sín einkenni á? Á þeim tímum hafði fólk engin segulbönd til að styðjast við, eins og til dæmis þú núna. Þar að auki er allt sem snertir andlegt líf svo flókið að það er ekki hægt að fjalla um það í punktum og kommum. — Tilgangur okkar er sem sagt að gera heiminn betri og við reynum að breiða út trúna. Við gerum það þó á dálítið annan hátt en flestir aðrir. Trúboðar okkar búa ekki í einhverjum einangruðum stöðvum heldur lifa og starfa með sjálfu fólkinu, hvort sem er í Afríku, S-Ameriku eða á íslandi. Þannig náum við til hjartna fólksins. Kærleikurinn er undirstaða fegurra mannlífs og við tökum ást og hjónaband mjög alvarlega. Sá losarabragur, sem rikir í samskiptum fólks nú á dögum og leiðir til æ hærri skilnaðartíðni, stafar af því að fólk gerir sér ekki grein fyrir hvílík ábyrgð fylgir ástinni. Það er alltof eigingjarnt og upptekið af sjálfu sér til að fórna nokkru fyrir aðra. Við bönnum ekki skilnaði og ekki heldur notkun á áfengi og tóbaki. En það er samt nær einstakt ef einhverjir af meðlimum hreyfingar okkar skilja, það gerist yfirleitt ekki nema þeir yfirgefi hreyfinguna um leið. Eins er með áfengi og tóbak. Nær allir hætta notkun á því af sjálfsdáðum. Við lítum á líkama okkar sem musteri Drottins, og hvers vegna ættum við þá að óhreinka það? — Það er svo langt frá því að við trúum á frjálsar ástir og hjónabandið er í okkar ,augum heilagt. Samt varð hreyfing okkar í byrjun fyrir alls kyns rógsherferðum, sem ásökuðu okkur um ósiðlæti og gengu svo langt að segja að konur, sem vígðust til trúar okkar, yrðu að sofa hjá séra Moon í leiðinni. Ég man til dæmis sérstaklega eftir sérlega soralegri grein í New York Times um þetta fyrir nokkrum árum, enda fórum við í meiðyrðamál við þá. Ég held að okkur hafi líka tekist að kveða niður þessa þjóðsögu. — Við búum oft í kommúnum en það er af þeim einföldu ástæðum að þannig lærir fólk að taka meira tillit til hvers annars, það er ódýrari lífsmáti og firrir fólk einmana- leika. Það hefur alls ekkert með frjálsar ástir að gera. — Við trúum á líf eftir dauðann í svipuðu formi og það er hér. Eini munurinn er að við sjáum það ekki. Þetta á ekkert skylt við sálarrannsóknir. — Við trúum sem sagt á mátt kærleik- ans, þrátt fyrir umgjörð sem er kannski glæsileg á yfirborðinu. J Þ Arthur og Amanda Hansen: — Það besta sem fólk getur gert er að ganga i mormónahreyfinguna. Mormónar Nútíma opinberun gamalla sanninda Viðmælendur okkar eru Arthur Hansen og kona hans, Amanda Hansen. Arthur er af norrænu bergi brotinn, Bandarikjamaður sem trúir á bibliuna og Jesú Krist, en er mormóni. Þau hjónin hafa dvalið hér á íslandi í 6 mánuði við trúboð á vegum mormónakirkjunnar. Upphafsmaður mormónatrúarinnar var Joseph Smith og stofnaði hann söfnuðinn í New York-fylki árið 1830. En það er saga að segja frá því. Þannig er mál með vexti að þegar Joseph Smith var aðeins 15 ára gamall átti hann að ganga í einhvern söfnuð eins og tíðkaðist í þá daga. Ruglingur var mikill i trúmálum á þessum árum og margir sértrúarflokkarnir reyndu að tæla til sin fylgismenn með ýmsum ráðum. Allt þetta ruglaði Joseph og hann vissi varla sitt rjúkandi ráð. Greip hann þá til þess að leggjast á bæn úti i skógi og spyrja Guð hvað hann ætti að taka til bragðs. Og viti menn, hann var bænheyrð- ur og þarna í skógarkjarrinu birtust honum Guð og Jesús í mannslíki og sögðu honum, svar við spumingu hans, að hann skyldi ekki í neinn söfnuðinn ganga því þeir hefðu allir rangt fyrir sér í túlkunum sínum á bibliunni. Guð sagði honum að bíða róleg- ur því í fyllingu tímans myndi hann heyra frá þeim og verða verkfæri í höndum Guðs. Þetta var 1820 og það leið langur tími þar til Joseph heyrði frá þeim aftur. Þá var það kvöld eitt, þegar Joseph var á bæn í her- bergi sinu, að engill birtist honum og segir honum frá gullnum töflum sem grafnar séu í hlíð þar skammt frá. Ekki mátti Joseph þó snerta töflurnar strax heldur varð hann að bíða í 4 ár sem hann og gerði. Tók hann töflurnar og þýddi þær, en á þeim var biblían rétt túlkuð og er texti þessi nú meginuppistaðan í mormónabókinni, „The Book of Mormons”. Sagan segir að engillinn hafi tekið töflurnar aftur. Mormónar eru kristnir, þeir trúa á biblíuna og þeir trúa að Jesús Kristur sé frelsari mannanna. En þeir fallast ekki á þær túlkanir sem komið hafa fram á biblí- unni í gegnum árin. Mormónar trúa öllu þvi sem Guð hefur opinberað fram að þessu og þeir trúa einnig að hann eigi eftir að opinbera marga hluti ennþá. í meginatriðum er mormónatrúin nútíma opinberun fornra grundvallar- reglna, sem boðaðar hafa verið með guðdómlegum hætti með nýrri áherslu og fullkomleika á okkar dögum, eins og þeir sjálfir segja. Mormónasöfnuðurinn varð fyrir miklum ofsóknum í upphafi og þurftu meðlimir hans að flækjast víða fyrir bragðið. Þar kom að lokum að meðlimir safnaðarins settust að i Utha í Bandaríkjunum þar sem nú eru höfuðstöðvar þeirra. Þaðan eru sendir trúboðar út um allan heim og eru þeir nú um 27 þúsund, þar af 14 á íslandi og er Arthur einn af þeim. Annars er Arthur dálitið sérstakur trúboði af mormóna að vera, því yfirleitt eru mormónatrúboðar menn á aldrinum 19-20 ára sem ekki eru enn búnir að festa ráð sitt. Hér á landi má þekkja þá í mannhafinu á því hversu snyrtilegir þeir eru, vel klipptir í svörtum hálfsíðum vindfrökkum, með bindi og í vel pússuðum skóm. Arthur er aftur á móti kominn á eftirlaun og ætlar að nota siðustu árin í það að útbreiða trú sína. Hann er þriðji ættliður mormóna og á 4 syni sem allir hafa farið í trúboðsferðalagið sem vanalega tekur 2 ár. Kostnaðinn af uppihaldi trúboðanna ungu í framandi löndum greiða foreldrarnir af fúsum vilja. Að sögn Arthurs gengur trúboðið best í S- Ameríku og Japan um jjessar mundir. Á íslandi hófst trúboð þeirra 1975 og nú eru um 35 mormónar í Reykjavík. Árið 1847 fékk Joseph Smith þau boð frá Guði að fjölkvæni væri honum þóknan- legt og skyldi það innleitt í trúarbrögðin. 1890 komst hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að fjölkvæni bryti í bága við lög landsins og aflagðist því þessi siður hjá mormónum, enda leggja mormónar mikið upp úr landslögum. Fjölkvænið var aldrei útbreitt meðal mormóna og voru það helst frammámenn hreyfingarinnar sem tíðkuðu það. Samkomur mormóna eru líkar því sem þekkist hjá öðrum kristnum söfnuðum. Þeir neyta ekki víns né tóbaks og drekka hvorki kaffi né te. Enda hefur það sýnt sig á heilbrigðisskýrslum að mormónar eru allra manna heilsuhraustastir og langlífir með afbrigðum. Fyrsta sunnudag i hverjum mánuði nefna þeir föstudag, og þá fasta þeir og gefa andvirði tveggja máltíða til bágstaddra. Öll mánudagskvöld dvelja for- eldrar hjá börnum sínum í heimahúsum og kenna þeim að gera greinarmun á góðu og illu auk þess sem þeim er sýnt fram á hvernig þau eigi að haga sér. Þetta á við um alla mormóna út um allan heim og öll mánudagskvöld. Árið 1950 voru mormónar 1 milljón talsins. Nú eru þeir 4 milljónir, þar af 35 á íslandi. Samkomur þeirra eru haldnar að Skólavörðustíg 16 í Reykjavík. EJ 8 Vikan 21. tbl. 21.tbl. Vikan9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.