Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 15
Það varð stutt þögn, en síðan hélt móðir mín áfram: „Og hvað með móður þina?” Hann fékk sér sopa af sérrýinu og sagði siðan rólega. „Hún dó fyrir fjórum árum, frú Hamilton." „Mér þykir það leitt.” „Það var best fyrir hana úr þvi sem komiðvar.” Hún hélt hikandi áfram: „Áttu einhver systkin?” „Engin. Ég á föðurfólk í Aberdeen en ég hef ekki séð það i nokkur ár.” Hann lagði frá sér glasið. „Má ég reyna píanóiðnúna?” Faðir minn fór með honum fram. Píanóið var hinum megin í húsinu, út við frönsku gluggana. Ég lék að vísu stundum á það en faðir minn hafði rétt fyrir sér, það þarfnaðist æfingar. Johnny settist í plusssætið á gamla Viktoríustólnum og lyfti lokinu. Hann teygði úr fingrunum og hóf síðan að leika „Pavane for a Dead Infanta” Hann lék það stórkostlega. Það gat ekki farið fram hjá neinum að hann var af- bragðs píanóleikari. Móðir mín sat með lokuð augun og hlustaði og faðir minn var náfölur. Ég held ég hafi aldrei séð hann jafnundr- andi og hrifinn. Ég varð þurr í kverkun- um og hjarta mitt sló örar. Ég gekk að píanóinu til Johnnys. Þegar verkinu lauk fór hann beint út i Bach’s prelúdiu. Það var algjör andstæða þess sem hann hafði leikið áður, kalt, nákvæmt og hratt. Skyndilega stöðvaði hann leikinn. Hann kreppti aðsér vinstri handlegginn. Þá tók ég eftir því að húðin á handabök- unum var mjög þunn og skorpin. „Ég geri ráð fyrir að þú ætlir að halda áfram þegar stríðinu lýkur?" sagði faðir minn. „Með pianóið?” Johnny hristi höfuðið og rétti fram hendurnar. „Þær eru ekki eins og þær voru áður. Ég lenti i bruna í fyrra og brákaði vinstri hand- legginn. Hann þreytist mjög fljótt. Ég mundi aldrei komast í gegnum hljómleika.” Hann sagði þetta allt saman mjög rólega. „Ég sem smávegis mér til skemmtunar. Faðir minn var orðinn enn fölari. „Já, ég skil," sagði hann. Johnny stóð upp. „Það er best að fara að leggja af stað, Kate, efþú ert tilbúin.” „Ég skal ná i kápuna,” sagði móðir mín. Við gengum fram og faðir minn opnaði fyrir okkur dyrnar. „Frönsku gluggarnir eru alltaf opnir, Johnny. Mér þætti vænt um að þú kæmirsemoftast." „Þakka þér fyrir, ég tek þig á orðinu,” sagði Johnny brosandi. Hann bauð mér arminn og við gengum niður tröppurnar að bilnum. 3. kafli. MG sportbíllinn var að syngja sitt siðasta. Það var búið að festa hurðina með vir svo að ég varð að klöngrast heldur ókvenlega í sætið. En mér virtist hann nokkuð öruggur, loksins þegar ég var komin inn. „Viltu aðég setji blæjuna upp?” „Nei, nei, þetta erágætt.” Hann ók af stað. Á þessum tíma ók almenningur ekki bílum og fólk eins og faðir minn fékk tvö eða þrjú gallon af bensíni á viku til notkunar i neyðartilvikum. Það voru læknar, prestar og nokkrir í sjálf- boðaliðsveit kvenna sem óku einkabílum. „Það er ekkert vandamál,” sagði hann. „Bláklæddu piltarnir fá allt. Meira að segja egg og beikon i morgun- verð. Vissirðu þaðekki?” Það var harðneskjuhreimur í röddinni, sem mér féll ekki, en ég var ákveðin i að láta það ekki spilla neinu. Það drundi í vélinni og það var auðséð að hann komst ekki hratt. Við beygðum niður á veginn fyrir neðan prestssetrið og blærinn lék í hári mínu og blés þvi frá andlitinu. Mér leið vel í kvöldkyrrðinni. Ég sneri mér að honum og sá að hann var að reyna að hrista sígarettu úr Playerspakka. „Ég skal.” Ég varð að kalla til að yfir- gnæfa vélargnýinn. Ég setti sígarettuna upp í mig til að kveikja í henni og beygði mig fram til að skýla loganum. Ég hafði séð Claudette Colbert gera þetta fyrir Ronald Colman i bíómynd og hélt ég vissi því alveg hvernig ég ætti að fara að, en það tókst ekki betur en svo að ég brenndi mig á HLUTI fingrunum og tók andköf af reyknum sem ég dró ofan i lungun. Ég hóstaði og hallaði mér aftur á bak. Johnny tók sígarettuna af mér. „Þetta dregur úr vextinum og tekur tiu ár af lifi þinu. Þú skalt ekki byrja.” „Hvað með þig?” spurði ég. „Oh það skiptir ekki svo miklu máli með mig.” Þessi athugasemd átti eftir að rifjast upp fyrir mér seinna. Listi á hliðinni hafði losnað svo að hann ók út á vegar brúnina til að festa hann. Það var mjög hljótt. „Ég sá flugvél hrapa í morgun," sagði ég. „Sást þú?” „Aumingja mennirnir. Voru þeir vinir þinir?” „Ég þekkti tvo þeirra. Kannaðist við hina." Þetta virtist ekki hafa minnstu áhrif á hann. Ég skildi þetta ekki. Hann sem virtist svo tilfinninganæmur. „Hverhig getur þú verið svona tilfinningalaus þegar tveir vinir þinir eru nýlátnir?” „Það er enginn vandi þegar maður hefur séð jafnmarga deyja og ég hef séð." Þetta þaggaði niður i mér. Ég skildi samt ekki þetta kuldalega afskiptaleysi. Hann festi listann. Það var orðið dimmt. „Þetta eróguðlegurstaður.” „Neei, flestir sækja kirkju, gerir þú það ekki?” sagði ég. Hann settist inn i bilinn og leit undrandi á mig. „Þú hlýtur að vera að grinast.” Hann ók hratt af stað og ég hallaði mér aftur í sætinu og gleymdi öllu því sem við höfðum verið að tala um. Mér leið vel með honum. Flugmannshúfan slútti fram á ennið og Ijóst hárið blakti í vindinum. Hann hafði brett upp kragann og fengið sér aðra sígarettu. Mér fannst ég vera i öðrum heimi. Fatageymslan í félagsheimilinu var troðfull. Ég sá eina eða tvær stúlkur úr sveitinni. Þær voru auðsjáanlega mjög undrandi að sjá mig þarna. Fleiri þekkti égekki. Ég losaði mig við kápuna og tókst að komast að speglinum. Ég var í gamalli hvitri skólablússu með svart flauels- bindi í stíl við svarta flauelspilsið sem móðir mín hafði saumað upp úr pilsi síðan fyrir strið. Hún hafði líka lánað mér silkisokka sem voru mjög viðgerðir, en þaðsást ekkert. Ég var ómáluð, þurfti enga málningu með þessar dökku augabrýr og löngu augnahár. Ég setti á mig örlítinn varalit 21. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.