Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 19
drottningar i þorpunum, fyrir utan þær nýju vélar sem þú sérð og það er ekki mikið af þeim á sumum bæjunum." „Gleymdu ekki sprengjuflugvélun- um," sagði hann, „á lofti nótt sem nýtan dag.” „Umferð fram og til baka,” sagði ég i léttum tón. „Aðeins hjá sumum, Kate,” sagði hann dapurlega. Hann lét brýrnar siga. „Þú hefur verið á hestbaki.” „Loksins tókstu eftir mér.” Hann setti upp iðrunarsvip. „Fyrir gefðu. ég er ekki i sem bestu skapi I morgun." „Þú þyrftir að viðra þig. Breyta um umhverfi. Við skulum ganga út á engið. Þú getur fengið lánuð stigvél hjá pabba.” Hann hikaði aðeins og ég bætti við. „Hver veit nema þú fáir innblást- ur.” Ég þagnaði. Ég var alls ekki örugg meðmig. Eins og ég skrifaði í dagbókina seinna, sagði hann bersýnilega til að þóknast mér: „Já, það væri ágætt.” Og hann setti upp þetta tilbúna bros sem aldrei náði til augnanna. „Einmitt það rétta til að skerpa hugann.” Mestur hluti mýrarinnar fór á kaf á háflæði en það yrði ekki fyrr en síðdegis. Vogskorin ströndin skar sig greinilega úr og flóðgarðurinn var eins og græn lína á leirunum. Það voru fuglar í reyrnum. Sefendur, akurhænur, spói. blesönd margæs og máfar af öllum stærðum sveimuðu yfir grábrúnum sandinum hinum megin við mýrina. úti við Norðursjóinn. Við gengum eftir gangstignum út á flóðgarðinn og fuglarnir flugu gargandi upp úr reyrnum sitt hvoru megin þegar við komum nær. Það rigndi enn. Johnny var i regnkápu af föður minum. Við gengum út flóðgarðinn og yfir leirurnar út á sandinn. Upp flaug fugl sem söng hástöfum. „Spói,” sagði ég. „Hann er fyrr á ferð- inni en venjulega. Venjulega koma þeir ekki fyrren undir haust." Johnny nam staðar með hendurnar djúpt í vösum og virti hann fyrir sér fljúga hring og hverfa síðan út í regnið. „Þessu hljóði vildi ég ná. Það lýsir öllu sem ég er að reyna að segja.” Við gengum áfram. „Hvar kemstu yfirleitt í hljóðfæri?”spurði ég. „Það er gamall garmur i matstofunni. Hann er betri en ekkert. Það er svolitið erfitt af því að það er næstum alltaf ein hver þar. En þaðdugir.” „Það var þess vegna sem þú prófaðir orgelið í kirkjunni?” „Það var tilviljun. Ég var að fá mér göngu og ákvað að líta inn. Flestir kirkjuorgelleikarar læsa hljóðfærum sínum. Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég hélt alltaf að það væri hættulegt.” „Það getur verið það,” sagði ég. „Ef þú kemur hingað á vitlausum tima getur það verið mjög hættulegt. Ég skal sýna þér skipsflakið einhvern tima á háfjöru. Fólk hefur horfið hér sporlaust." „Er einhver draugur hérna?” sagði hann og mér fannst hann vera ákveðinn í að trúa mér ekki. „Eini draugurinn hér er sjórinn." „Hvers vegna hlaupa þau ekki frá honum?” „Þcini gefst ekki færi á þvi. Hann gripur þig eins og . . . eins og hann væri lifandi og þú ert horfinn i leirinn á hálf- tima. Þú verður að vita hvert þú ert að fara. Við getum farið þangað einhvern tima. en ég held við ættum að halda okkur viðsandana núna.” Það var eins og hann breyttist. Hann varð allt í einu ánægðari og kátari og sagði mér hverja skritluna á fætur ann arri. Við fórum meira að segja i kapp hlaup þegar við komum út í fjörumöl- ina. „Engar námur?” spurði hann. Ég hristi höfuðið. „Nei. það er nógu hættulegt samt." Hann brosti og tók að kasta steinvöl- um út i sjóinn. Ég held að hann hafi gleymt fluginu ogjafnvel músíkinni um stund. Hann gekk þarna við hlið mér og brosti sifellt að einhverju sem ég sagði eða ef til vill sínum eigin hugsunum. Hann var svo rólegur að hann kveikti sér ekki einu sinni í sígarettu. „Hvar áttu heima?” spurði ég hann. „Þar sem ég er staddur. Ég átti heima I Yorkshire. Það er þorp skammt frá York. Þar gekk ég fyrst í skóla. Við áttum hesta. Þér hefði líkað þar.” „Já, mér þykir gaman á hestbaki.” sagði ég. „Min besta aðferð til að hrista af mér slenið. Að spretla úr spori i rign ingunni.” „Faðir minn fer á veiðar þegar hann er heima.” Rödd hans var hálfbitur. „Ég var vanur að ríða út sjálfur. Ég átti brúnan stóðhest, sex vetra. Hann var i hesthúsi um tínia en ég seldi hann áður en ég fór hingað. Móðir mín gaf mér hann svo að ég átti hann sjálfur. Ég get ekki ímyndað mér að faðir þinn fari á hestbak.” „Hann er mjög úrræðagóður og hug rakkur.” sagði ég. „Hann hlýtur að vera það því hann flaug striðsvélunt i fyrri hcimsstyrjöldinni, þegar hann var á aldur við þig. En útreiðar — það er alll annað mál. Hann reyndi það einu sinni en fékk bara rig.” „Þú ert heppin aðeiga hann að. Hann er góður maður.” „Það finnst mér.” Við gengurn þegj andi áfram. Við höfðum augsýnilega snert viðkvæma strengi hjá honum. „Ég veit ósköp lítið um þig.” sagði ég. „en þú veist eiginlega allt um mig.” „Það er vegna þess að lif þitl cr svo einfalt. Of ung til að ganga i þjónustu hersins og þú hefur aldrei farið að heim an — nema i skóla. og það telst eiginlega ekki með.” „Engin ævintýri." „Engin ógæfa heldur. Gott lif.” Kanina hljóp í grasinu við fjöru borðið. „Sjáðu,” sagði ég og kastaði nokkrum steinum i áttina til hennar. Framh. í nœsta blaði. Hvergi meira úrvai af bíiutvarpstækjum Verð frá kr. 17.750. D i- -1 i\aaio i r ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366 PACIFIC MK II Verð kr. 23.600 Komdu við í Radíóbæ! Opið á laugardögum. MRC 4000 - Verð 96.600 21. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.