Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 21
maður, Páll Hersteinsson að nafni, er að hefja rannsóknir á tófunni. — Henni hefur helst verið fundið það til foráttu, að hún leggist á búfé. En þá verður að athuga, að lömb eru aðeins örlitið brot af fæðuöflun tófunnar. Við getum tekið dæmi um 800.000 fjár á fjalli, og af því tæki tófan 800 lömb, en það er bara eitt prómill. Og tófan, eins og önnur rándýr, ræðst bara á veikasta einstaklinginn, eða þau lömb sem enginn akkur væri í að setja á. Við tófuvinir lítum því fremur á tófuna sem nauðsynlegt hjálpartæki bænda til að kynbæta stofninn, þeir komi þannig í veg fyrir úrkynjun. Sé tófan friðuð, hreinsar hún stofninn, búfjárstofninn yrði bæði sterkari og heilbrigðari. Ofsóknir á hendur tófunni eru orsök margvíslegs vesaldóms í sögu þjóðarinnar. — Þegar á þjóðveldisöld er getið um að íslendingar hafi flutt út melrakkabelgi, þ.e.a.s. refaskinn. Nafnið er tilkomið af þvi hvernig tófuskinn var verkað, skepnan var svo að segja tekin úr skinninu, og eftir varð belgurinn með fótum og öllu saman. Og til eru íslensk lög, gott ef ekki er alveg frá tímum Grágásar, sem skylda bændur til að sækja greni. Þetta var eiginlega nokkurs konar herþjónusta, sú eina sem íslendingar hafa stundað utan Hjálpræðisherinn. Það var kvöð á bændum allt fram eftir þjóðveldisöld og lengur að halda tófunni niðri, sem sýnir þá villimannlegu stefnu, sem við tókum fljótlega upp gagnvart náttúrunni. Enda álitum við tófuvinir, að ofsóknir okkar á hendur tófunni séu orsök hins margvíslega vesaldóms í sögu íslensku þjóðarinnar i gegnum tíðina. Þessar of- sóknir leiddu svo meðal annars til hruns þjóðveldis og síðan til dansks veldis og einokunar. — Tófan er slungið dýr, eins og sannast bæði i gömlum dæmisögum og máls- háttum. Enda hefur hún staðið af sér kerfisbundnar útrýmingarherferðir í 1100 ár, án þess að hægt sé að merkja að stofn- inum hafi hnignað. Að vísu á hún sér hér ákveðin griðlönd eins og allan norðurhluta Vestfjarða, en þar fær hún að lifa nokkurn veginn í friði sem hluti af náttúrunni. Hún lifir þar á fjörunum, mest megnis á fuglum, eggjum og tilfallandi hræjum. — Nú er það mikið hitamál, að við séum að drepa síðasta þorskinn, en við viljum leggja það alveg að jöfnu að drepa síðustu tófuna. Það er engu síður nauðsynlegt að koma í veg fyrir að tófunni verði útrýmt. Hún er merkilegt fyrirbrigði í íslensku þjóðlífi, íslenskri sögu og íslensku um- hverfi, bráðnauðsynlegur hlekkur í keðju náttúrunnar. Og hvernig eigum við að fóðra það fyrir umheiminum á þessum miklu verndunartímum, að við íslendingar I 21. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.