Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 22
Tófuvinafélagið er byltingar- félag — Tófuvinafélagið er þvi byltingarfélag. Félagið er ungt að árum, og við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því, að sigur fæst ekki á einni nóttu. Við breytum ekki 1100 ára gömlum siðalögmálum á einu og hálfu ári. Þess vegna lítum við á þetta sem langtíma markmið, og barátta okkar er fyrst og fremst áróðursbarátta. Gerðir fylgja, er skapast hefur skilningur á rétt- mæti tófunnar í íslenskri náttúru. Tófan ætti einmitt að verða okkur leiðbeining um að snúa aftur til náttúrunnar, eins og Rousseau gamli vildi. Ég held að hann hafi verið mikill tófuvinur, enda höfum við nú í athugun að gera hann að heiðursfélaga. Og eitt er víst, bók náttúrunnar verður ekki að fullu skrifuð án hennar. — Við erum nú að sækja um inngöngu í Hið íslenska dýraverndunarfélag. Það ætti að verða þeim samtökum til góðs, þar sem við erum eina félagið sem berst fyrir verndun villtra dýra úti í sjálfri náttúrunni. Ekki er það siður mikilvægt en að berjast fyrir verndun dýra, sem ræktuð hafa verið af manninum, og meira til gamans en gagns. Síðan ætlum við að sækja um inngöngu í Alþjóðasamband dýravernd- unarfélaga. Meðlimir verða að sanna að engin ættmenna hafi drepið tófu eða iðrast af hjartans einlægni. — í þessu, eins og svo mörgu öðru, erum við langt á eftir öðrum löndum. í Bretlandi er þess vandlega gætt, að refum sé ekki útrýmt. Úlfar eru friðaðir á landamærum Svíþjóðar og Noregs, þar sem þessi lönd hafa gert sér grein fyrir að þeir eru deyjandi hluti af sjálfri náttúrunni. — ísland er stórt og strjálbýlt land með fáa íbúa, en nú höfum við tækifæri til að sýna heimsbyggðinni að einmitt hér er stefnt að jafnvægi í náttúrunni, og ekki bara gengið á hluta hennar. Að við virðum hana í stað þess eyðileggja hana. — Inntökuskilyrði í félag okkar eru tvenns konar. Annaðhvort verða menn að sanna að enginn í þeirra ætt hafi banað tófu, eða sýna sanna iðrun. Svo heppilega vill til, að ritari okkar er ættfræðingur, svo okkur eru hæg heimatökin. Við rekjum þó ekki lengra aftur i tímann en manntalið 1703. Komi i ljós að ættmenn hafi stundað tófudráp, er mönnum gefið tækifæri til að iðrast af hjartans einlægni og sanna vilja sinn til að bæta fyrir misgjörðir forfeðr- anna. JÞ Ljósmyndir: Jim Smart útrýmum eina villidýrinu, sem á sér lengri sögu á þessu landi en við sjálfir? Fólk ætti að ánafna hræ sín tófunni, sérstaklega þeir sem eru plássf rekir í lífinu. — Við höfum líka bent á ýmsar lausnir, þar sem mikið gagn má hafa af tófunni. T.d. buðumst við til að bjarga neysluvatni Skagamanna með hennar hjálp en þvi miður hafa þeir ekki haft þá framsýni að taka okkur alvarlega. Með vaxandi velferð verður og sífellt erfiðara að finna pláss undir kirkjugarða í þéttbýliskjörnum eins og Reykjavík, þar sem enginn þykist maður með mönnum nema hann eigi einbýlishús. Þegar Fossvogskirkjugarðurinn fyllist, sem skammt er að bíða, viljum við því gera það að tillögu okkar að fólk ánafni hræ sitt tófunni, og að þeir sem plássfrekastir voru í lífinu verði blátt áfram skyldaðir til þess. Hún mun áreiðanlega sjá fyrir leifunum á hreinlegan hátt, því hún er ekki matvönd. — Við íslendingar höfum hundelt tófuna í rúm 1100 ár og nú viljum við snúa dæminu við. Við viljum friða tófuna og leggja niður embætti veiðimálastjóra. Þannig sköpum við nýtt og mun geðugra jafnvægi í íslenskri náttúru. — Markmið okkar eru fyrst og fremst þau að skapa skilning á málinu. íslensku þjóðfélagi er að mestu stjórnað af þrýsti- hópum. Allt virðist kleift og nógir peningar fyrir hendi aðeins ef skilningur fæst á málefninu. Við lítum þess vegna á okkur sem þrýstihóp. Við viljum koma ráðamönnum og þeirri göfugu stétt, bændum, í skilning um að tófan er ekki óvinur þeirra, heldur vinur. Þannig viðhelst jafnvægi, bæði í landbúnaði og náttúru. 22 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.