Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 41
Lopapeysur á böm og fullorðna Hér koma sígildar lopapeysur á börn jafnt sem fullorðna. Varla njóta nokkrar flíkur meiri vinsælda á okkar kæra iandi en einmitt lopapeysur. Mörgum vex í augum að prjóna peysur með viðamiklu og flóknu mynstri, og ætti þeim því að vera akkur í þessari einföldu uppskrift. Stærðir: 4 (6) 8 (10) 12 (14) ára og lítil (meðal) og stór fyrir fullorðna. Efni: Hespulopi (ef þið notið plötulopa er rétt að vinda þrjá þræði saman þrisvar sinnum): 5 (6)6(6)7(7)9(10)11 hespuraf grunnlit og 1 (1) 2 (2) 2 (2) 3 (3) 3 hespur af munsturlit. Prjónastærð: 2 hringprjónar nr. 5, 60 sm fyrir barnastærðir, 80 sm fyrir fullorðinsstærðir, og hinn 40 sm langur fyrir báðar stærðir. Hringprjónn nr. 7 (60 sm og 80 sm langur). Sokka- prjónar nr. 5 og 7. Prjónfesta: 7 1. slétt prjón á nr. 7, 8 umferðir = 5 sm. Brjóstvídd: 69 (75) 80(86) 91 (97) 100(108) 120 sm. Sídd: 42 (46) 50 (54) 58 (62) 67 (70) 74 sm. Ath.: Lesið uppskriftina til enda áður en verkið er hafið fyrir alvöru. Bak- og framstykki: Fitjið upp 96(104) 112(120) 128(136) 140 (152) 168 1. á hringprjón nr. 5 (lengri) með grunnlit og prjónið snúning, 1 r, 1 s, 5 (5) 6 (6) 7 (7) 8 (8) 9 sm. Skiptið á hringprj. nr. 7 og prjónið munstur (sjá mynd) þar til stykkið mælist 27 (30) 33 (36) 39 (42) 46 (48) 50 sm. Fellið 8 1. af við handveginn á hvorri hlið (lykkjunum fækkar alls um 16). Haldið áfram þar til hand- vegurinn mælist 10 (11) 12 (13) 14 (15) 16 (17) 19 sm. Fellið af 10(12) 12(14) 16(16) 16(18) 22 1. fyrir miðju vegna hálsmáls (að framan) og prjónið síðan hvora hlið fyrir sig og nú verðið þið að prjóna fram og aftur. Fellið af við hálsmálið (allar stærðir) 2-1- 1-1 1. til viðbótar. Þegar hand- vegurinn mælist 15 (16) 17 (18) 19 (20) 21 (22) 24 sm er fellt af fyrir öxlinni á þennan hátt: Fellið af 20 (22) 26 (28) 30 (34) 36 (40) 44 1., setjið næstu 20 (22) 22 (24) 26 (26) 26 (28) 32 1. sem eftir standa. Ermar: Fitjið upp 28 (28) 30 (32) 36 (38) 38 1. á sokkapr. nr. 5 með grunnlit og prjónið snúning, 10 (10) 11 (11) 12 (12) 13 (13) 13 sm. Skiptið á sokka- prjóna nr. 7 og haldið áfram í munsturprjóni. Merkið 2 1. (undir handleggnum) og aukið út sitt hvoru megin við þær í 5. hverri umferð. Aukið út þar til lykkjurnar eru 40 (42) 46 (48) 52 (54) 56 (58) 60. Prjónið áfram þar til ermin mælist 30 (33) 36 (39) 42 (45) 49 (49) 49 sm. Nú skiptið þið stykkinu og prjónið fram og til baka 4 sm (skiptið beint upp af þar sem aukið var út). Fellið síðan 4 lykkjur af á hvorri hlið 3 (3) 4 (4) 5 (5) 5 (6) 6 sinnum. Fellið loks af þær lykkjur sem eftir standa allar í einu. Frágangur: Pressið stykkin létt á röngunni með rökum klút. Saumið niður eftir miðju hand- vegarins i saumavél. Saumið tvö saumför og klippið síðan sundur handveginn á milli saum- faranna. Saumið axlasaumana saman með aftursting. Saumið ermarnar í. Rúllukragi: Takið upp við háls- málið u.þ.b. 62 (64) 66 (68) 70 (72) 76 (78) 80 1. á hringprjón nr. 5 (40 sm langan) og prjónið snúning með grunnlitnum, 12 (12) 13 (14) 14 (15) 16 (16) 16 sm. Fellið laust af. Húfa:Fitjið upp 64 (64) 68 (68) 72 (72) 76 (76) 76 1. á litla hring- prjóninn nr. 5 með grunnlitnum og prjónið snúning, 10 (10) 11 (11) 12 (12) 13 (13) 13 sm. Skiptið á sokkaprjóna nr. 7 og prjónið munstur þar til húfan mælist 21 (22) 22 (23)24 (24) 25 (25) 25 sm. Prjónið næstu umferð þannig: + 2 réttar saman, 2 réttar +. Endurtakið frá + til + umferðina á enda. Prjónið nú tvær umferðir með grunnlitnum. Síðan prjónið þið eina umferð þannig: + 2 réttar saman, 1 rétt + og endurtakið frá + til +. Prjónið eina umferð enn og slítið þá garnið og prjónið saman tvær og tvær lykkjur um leið og garnið er dregið i gegn. Festið endann vel og setjið dúsk. 21. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.