Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 43
þegar barn lendir í sálrænum erfiðleikum og þessvegna er öll fjölskyldan tekin tii meðferðar þó að barnið eitt sýni merki um tilfinningalega erfiðleika. Það sem kallað er fjölskyldumeðferð byggir því oft á því, að einn meðlimur fjölskyldunnar sýnir merki um geðræna erfiðleika en orsaka erfið- leikanna er ekki að leita hjá einstaklingn- um sjálfum heldur í þeim samskiptum sem fara fram innan fjölskyldunnar. Þess vegna þarf fjölskyldan öll meðferð, ekki bara barnið. Allar fjölskyldur geta lent í erfið- leikum Öll börn lenda I einhverjum árekstrum og erfiðleikum á uppvaxtarárunum. En hvernig leyst er úr árekstrum og erfið- leikum er einkum háð innsæi, skilningi og þekkingu hinna fullorðnu. Það er mikil- vægt að skilja að það á að líta á vandamálin í ákveðnu samhengi þegar erfiðleikar koma upp. Þetta samhengi er oft innan veggja fjölskyldunnar. Það er hins vegar annað mál, að erfiðleikar sem fjölskylda lendir í eiga sér stundum orsakir í þeim aðstæðum sem fjölskyldan lifir við. Allar fjölskyldur geta lent i erfiðleikum. Það hafa margar rannsóknir sýnt fram á. M.a. var niðurstaða mjög þekktrar og víðtækrar danskrar rannsóknar um uppvaxtarskilyrði barna sú, að börn með sálræna erfiðleika væri að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins og að efnahagur og félagsleg staða hefði ekki endilega úrslita- þýðingu fyrir tilkomu þessara erfiðleika. Það kom hins vegar í ljós að það sem oft er kallað „innra líf fjölskyldu”, uppeldis- aðferðir og það tilfinningalega andrúmsloft sem uppeldið fer fram í, hefur mikla þýðingu. Allar fjölskyldur geta þvi lent í erfiðleikum. skyldu. En þá er átt við samband á milli foreldra og barna, samband á milli systkina og þá tjáningu sem fer fram á milli þessara aðila. Fleiri rannsóknir á börnum með hin svo- kölluðu hegðunarvandkvæði hafa sýnt fram á, að samskipti innan fjölskyldu geta haft úrslitaáhrif á það hvort barn sýnir slík vandkvæði eða ekki. Þeir þættir sem helst er bent á I þessu sambandi eru þrír. í fyrsta lagi skiptir það máli hvort fólk er óánægt í hjónabandi/sambúð, í öðru lagi hafa tilfinningaleg samskipti milli fólks áhrif og i þriðja lagi hefur afstaða foreldra til barna mikil áhrif á hvort upp koma geðræn vand- kvæði hjá börnum. Þessir ofangreindu þættir skipta að sjálf- sögðu ekki bara máli í fjölskyldum barna sem eiga við einhvers konar sálræna erfið- leika að stríða, heldur einnig í fjölskyldum barna sem ekki sýna slík einkenni. Með nákvæmum visindaathugunum hefur verið sýnt fram á, að þegar foreldrar hafna barni eða afneita því, getur það aukið líkurnar á tilfinningalegu ójafnvægi barnsins, einbeitingarleysi þess í skóla og valdið því að barnið hefur neikvæða afstöðu gagnvart umheiminum. Hins vegar getur það aukið líkurnar á að barnið sé í tilfinningalegu jafnvægi, einbeiti sér og hafi jákvæða afstöðu gagnvart öðrum, ef foreldrar sýna barninu með afstöðu sinni gagnvart því að þeir viðurkenni það. Fjölskyldan skiptir því afar miklu máli 21. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.