Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 44
Framhaldssaga eftir Ma/colm Wi/fíams Pílagrímsferð Útdráttur: Hvers vegna hötuðu íbúar Abermorvent Enoch Owen? Hver var þáttur hans i námuslysinu mikla fyrir þrjátiu árum? Sonur hans, Luke, er kominn til Wales alla leið frá Afríku til að reyna að komast til botns í því, hvað valdið hafði föður hans slikum hugarkvölum, að hann gat ekki dáiö rólegur, fyrr en hann hafði beðið son sinn að fara til Wales og segja íbúum Abermorvent, að sökin hafi ekki verið hans. Séra Moriais Jenkins segir honum frá námu- slysinu hræðilega og þar með, að faðir hans hafi átt sök á þvi, þegar fjórir menn fórust og einn slasaðist svo, að hann hlaut ævilöng örkuml. En Luke er sannfærður um, að sannleikurinn er ekki kominn i Ijós. Hann fer samkvæmt ábendingu gamla prestsins að leita sér gistingar. Þegar hann nálgaðist bæinn tók hann eftir tjörn til vinstri handar. Bakkar hennar voru skrælnaðir, og á botni hennar var varla nógu mikið vatn eftir, til að endurnar, sem þar héldu til, gætu synt. Þessi staður hefði varla getað verið ólíkari hans eigin búgarði í Zambíu. Gamla húsið var byggt úr hvítkölkuðum steinum, en nýbygging var við eystri hlið þess — múrsteinshús, sem ekki hafði enn fengið kalkyfirferð. Húsagarðurinn var litill og umhverfis var trégirðing. — gömul dráttarvél stóð þar aðgerðalaus. Þegar Luke nálgaðist, komu tveir fjárhundar hlaupandi út úr hlöðunni. Þeir geltu illi- lega, í fyrstu, en hringsóluðu síðan leti- lega I kringum hann. Hann beygði sig niður til að heilsa þeim. Hann hafði alltaf haft gaman af stóru renglulegu hundunum, sem faðir hans hafði haft á bænum i Afriku. Hundarnir voru nú vingjarnlegir, en auðséð var, að þeir þjáðust af hitanum, eins og allt annað í kringum þá. Luke stóð upp og skoðaði umhverfið. Allt virtist eyðilegt. Næst honum var viðar- stafli, en við hliðina á honum var hest- hús, og stóðu dyrnar galopnar. Luke leit inn og sá hnakka hangandi á nöglum, hrossakamba á hillu ásamt gömlum skeifum, niðursuðudósum og flöskum. Hann leit í kringum sig og sá að pláss var fyrir átta hesta, en enginn þeirra var inni í augnablikinu. Einu skepnurnar, sem hann sá þarna inni, voru u.þ.b. sex kálfar, sem lágu þétt saman á hreinum hálminum. „Hvar eru allir?” spurði Luke móða hundana. Hann gekk siðan að ibúðarhúsinu og uppgötvaði, að dyrnar voru opnar. til fortíðarinnar Hann kom inn í drungalegt eldhús, en þó féll sólargeisli á stórt tréborð. Við borðið sat kona. Hún sneri bakinu í Luke og hélt höndunum fyrir andlitinu. Þó að ekkert hljóð kæmi frá henni, var hún samt ímynd örvæntingarinnar. Hann kom inn í drungalegt eldhús, en þó féll sólargeisli á stórt tréborð. Við borðið sat kona. Hún sneri bakinu í Luke og hélt höndunum fyrir andlitinu. Þó að ekkert hljóð kæmi frá henni var hún samt ímynd örvæntingar- J-rUKE ætlaði að flýta sér í burtu, en einn hundanna tók að gelta. Konan stirðnaði upp, tók hendurnar hægt frá augunum og sneri sér að dyrunum. „Fyrirgefðu", stamaði Luke. „Ég sá ekki neinn hér —” Konan stóð upp. Hún flýtti sér að þerra augun og slétta svuntuna. Luke opnaði nú dyrnar upp á gátt og gat séð hana betur. Svart hár hennar var stuttklippt og tekið að grána i vöngunum. Hún var klædd i bómullarkjól og svuntu sem þakin var hveiti. Luke virtist hún eitt- hvað yfir fimmtugt, þó voru augu hennar enn ungleg og fögur, þrátt fyrir að jtau væru útgrátin. „Ég átti ekki von á neinum,” sagði hún. „Ég heyrði hundana gelta áðan, en þeir eru alltaf að gelta að skuggum. . .ég átti ekki von á hinum fyrr en eftir klukkustund.” Luke leit aftur fyrir sig á eyðilegan húsagarðinn. „Það er nokkrir gestir hjá okkur," út- skýrði konan, „en þeir eru allir í skoðunarferð eins og er.” Luke leit i áhyggjufull augu hennar. Hrukkur voru i kringum þau og munninn. En hann gat séð, að einu sinni hefði hún verið mjög falleg. „Það var þess vegna, sem ég kom,” sagði hann órólegur. „Morlais Jenkins sagði mér, að þú tækir á móti gestum. Það stendur einnig á skiltinu." „Ertu vinur prestsins?” „Eiginlega ekki. Ég hitti hann fyrst i dag, og hann var svo vingjarnlegur að benda mér á þig og eiginmann þinn.” Það þyngdi yfir andliti hennar. „Eiginmaður minn lést fyrir þremur mánuðum." Luke varðenn vandræðalegri. „Fyrir- gefðu. Ég las á skiltið,” stamaði hann. „Égdróþáályktun...” „Það gerir ekkert til. Ég hef ekki haft mig i að breyta því ennþá. „Það birti yfir rödd hennar. Þú ert ekki héðan. Ert þú í sumarleyfi?” „Einmitt. Og nú er ég að leita mér að samastað í u.þ.b. tvodaga.” „Þú ert auðvitað velkominn. En þetta er fremur óvænt. Ég hef þekkt prestinn lengi, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann vísar einhverjum hingað.” Hún horfði forvitnislega á hann. „Hann virtist mjög hjálpsamur, frú Nation. Og þar sem ég var svo langt að heiman...” „Og hvar átt þú heima?” Hún brosti vingjarnlega. „1 Afriku.” Hún þagði nokkra stund. „Þú kemur þá langt að, hr. —?” „Osborne — Luke Osborne." Hún rétti honum höndina. „Þú verður að fyrirgefa óreiðuna, hr. Osborne. Ég var að baka brauð. Ég var nýbúin að taka af borðinu og ætlaði að hvíla mig aðeins, áður en næsta önn byrjaði. Það er alltaf nóg að gera á bóndabýli.” 3. HLUTI Þýð.: Steinunn Helgadóttir „Það er allt i lagi." Hann brosti kurteislega. „Hér virðist vera mjög heimilislegt." „Það gleður mig að þér líst vel á þig hérna. Ég vona líka, að þér þyki nógu heitt hér, hr. Osborne. Þetta er alveg sérstaklega heitt sumar.” „Ég kann alveg ágætlega við veðrið. Reyndar verður sjaldan heitara heima. En varðandi herbergið, er það þá klappaðog klárt?” Konan virtist nú rólegri.„Auðvitað. Það væri okkur sönn ánægja. Ert þú á bil?" 44 Vlkan Zl. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.